Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Síða 34

Læknablaðið - 15.08.1990, Síða 34
300 LÆKNABLAÐIÐ 22. Heimilislæknar eiga sjálfir að rannsaka og meðhöndla þá sjúkdóma hjá öldruðum sem þeir álíta að ekki krefjist sérþekkingar eða tækjabúnaðar öldrunarsérfræðinga. 23. Fyrir lækna á hjúkrunarheimilum er mikilvægara að þekkja heilbrigðisástand og félagslegar aðstæður hjá fjölskyldum sjúklinganna en að hafa sérfræðiþekkingu á öldrunarsjúkdómum frá beint klínísku sjónarmiði. 24. Ef öldunarlækningadeild er á svæðinu eiga læknar þaðan að annast þjónustu við hjúkrunarheimili, að því tilskildu að unnt sé að ganga frá ráðningu á viðunandi hátt. 25. Ef öldrunarlækningadeild er á svæðinu eiga læknar þaðan að annast þjónustu við elliheimili og fólk í þjónustuíbúðum, að því tilskildu að unnt sé að ganga frá ráðningu á viðunandi hátt. 26. Líta ber á öldrunarlækni sem heimilislækni fyrir aldraða en ekki sem sérfræðing í hefðbundnum skilningi. 27. Öldrunarlæknar eiga að fara í vitjanir. 28. Annað starfsfólk á öldrunarlækninga- deildum á að fara í vitjanir. 29. Heimilislæknar eiga sjálfir að rannsaka og meðhöndla þá kvensjúkdóma sem þeir álíta að ekki krefjist sérþekkingar eða tækjabúnaðar kvensjúkdómalæknis. 30. Það er mikilvægara fyrir lækna sem annast mæðraeftirlit að þekkja heilbrigðisástand og félagslegar aðstæður hjá fjölskyldum hinna verðandi mæðra en að hafa sérfræðiþekkingu á kvensjúkdómum frá beint klínísku sjónarmiði. 31. Ef kvensjúkdómadeild er á svæðinu skal mæðraeftirlitið ráða lækna þaðan, að því tilskildu að unnt sé að ganga frá ráðningu á viðunandi hátt. 32. Heimilislæknar eiga sjálfir að rannsaka og meðhöndla þá sálrænu kvilla sem þeir álíta að ekki krefjist sérþekkingar geðlæknis. 33. Sleppt. 34. Heimilislæknar eiga sjálfir að meðhöndla sjúklinga sem haldnir eru þunglyndi án umtalsverðrar sjálfsmorðshættu. 35. Heimilislæknar geta veitt áfengissjúklingum »göngudeildarþjónustu« á heilsugæslutöð/heimilslæknastöð. 36. Það er mikilvægara fyrir lækna á deildum fyrir áfengissjúka að þekkja heilbrigðisástand og félagslegar aðstæður í nánasta umhverfi sjúklinga, heldur en að hafa sérfræðiþekkingu á sjúklegri ofneyslu frá beint klínísku sjónarmiði. 37. Ef geðspítali/-deild er á svæðinu eiga göngudeildir fyrir áfengissjúka að ráða til sín lækna þaðan, að því tilskildu að unnt sé að ganga frá ráðningu á viðunandi hátt. 38. Ef geðlæknisþjónusta er rekin utan sjúkrahúss á að veita hana á heilsugæslustöðvum. 39. Geðlæknar eiga að fara í vitjanir. 40. Annað starfsfólk á geðdeildum á að fara í vitjanir. Nú langar okkur til að víkja að nokkrum hugsanlegum breytingum á starfssviði heimilislœkna. 41. Sjúklingar haldnir margskonar og/eða óljósum einkennum, ásamt félagslegum og sálrænum vandamálum, eiga ekki að fá meðhöndlun í heilbrigðiskerfinu. 42. Sjúklingar með margskonar og/eða óljós einkenni ásamt félagslegum og sálrænum vandamálum eiga fyrst og fremst að vera í meðhöndlun hjá heimilislækni. 43. Sjúklingar haldnir margskonar og/eða óljósum einkennum, ásamt félagslegum og sálrænum vandamálum, eiga fyrst og fremst að meðhöndlast hjá sérfræðingi á því sviði sem nær til meirihluta einkennanna. 44. Núna er starfssvið heimilislækna að aukast á kostnað annarra sérgreina. 45. Starfssvið bamalækna er að aukast á kostnað heimilislækna. 46. Starfssvið öldrunarlækna er að aukast á kostnað heimilislækna. 47. Starfssvið kvensjúkdómalækna er nú að aukast á kostnað heimilislækna. 48. Starfssvið geðlækna er nú að aukast á kostnað heimilislækna. 49. Aukið starfssvið heimilislækna er (væri) sjúklingum í hag. 50. Aukið starfssvið annarra sérfræðinga er (væri) sjúklingum í hag. 51. Heilsugæslu skal aðallega reka á heilsugæslu-/heimislæknastöðvum sem eingöngu hafa heimilislæknum á að skipa. 52. Heilsugæslu skal aðallega reka á heilsugæslustöðvum þar sem bæði heimilislæknar og sérfræðingar eru í fullu starfi. 53. Heilsugæslu skal að mestu leyti reka á göngudeildum sjúkrahúsa.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.