Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1990, Síða 38

Læknablaðið - 15.08.1990, Síða 38
304 LÆKNABLAÐIÐ nákvæmar lýsingar á aðferðum við mælingar á blóðfitum og tölfræðilegum aðferðum. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður á þversniðsrannsóknum 1968-69. Meðaltalsgildi kólesteróls og þríglýseríða hækkuðu með aldri. Fyrir kólesteról var aukningin frá 6,2 mmól/1 (241 mg%) hjá 38 ára konum í 7,3 mmól/1 (283 mg%) hjá 60 ára konum. Samsvarandi aukning í þríglýseríðgildum var frá 1,09 mmól/1 (96,5 mg%) í 1,34 mmól/1 (118,6 mg%). Mynd 2 sýnir einstök kólesteról- og þríglýseríðgildi hjá konum í Gautaborg, sem lifðu af kransæðaáfall á árunum 1968-70. Þær voru á samsvarandi aldri og þátttakendur í hóprannsókninni, sem í þessu tilviki eru notaðir sem viðmiðunarhópur. Eins og sjá má á myndinni dreifðust kólesterólgildi kvenna sem fengið höfðu kransæðastíflu jafnt milli miðgilda (median) viðmiðunarhópsins. Hins vegar voru þríglýseríðgildi kvenna sem fengið höfðu kransæðastíflu hærri en miðgildi samsvarandi aldurshópa í viðmiðunarhópnum. Hin háu þríglýseríðgildi hjá konum með kransæðastíflu voru tölfræðilega marktækt hærri en samsvarandi gildi hjá konum í hóprannsókninni (p< 0,001). Ekki kom fram samsvarandi marktækur munur á kólesterólgildum. Langtíma ferilrannsókn 1968-69 til 1980- 81. Mynd 3 sýnir hættu á kransæðastíflu, hjartaöng, heilablóðfalli og dauða (óháð dánarorsök) á 12 ára tímabili 1968-69 til 1980-81. Konur sem komu í fyrstu rannsókn og höfðu kólesteról > 8.0 mmól/l voru bomar saman við konur sem höfðu lægri gildi. A sama hátt voru konur með þríglýseríðgildi > 2.2 mmól/1 bomar saman við konur sem voru undir þessum mörkum. Hjá konum með hátt kólesteról mátti greina aukna hættu á kransæðastíflu, en ekki dauða. Hjá konum með hækkuð þríglýseríðgildi sást marktæk aukin hætta á bæði kransæðastíflu, heilablóðfalli og dauða. Eins og sjá má á töflu II hvarf þessi tölfræðilegi munur fyrir kólesteról þegar gerður var fjölþátta útreikningur (multivariate analysis) en þessi marktæki munur sást áfram varðandi þrfglýseríð jafnvel þegar búið var að taka tillit til kólesteróls sem truflandi þáttar (confounding factor) auk aldurs. Inviled 1968-69 n=1622 Mo- Refu- Inacces- I 90.1% Died ved sed sible | Participated 1968-69 n=1462 ~| |~8~| [löl r^sj |~4~1 I 89.1% | Participated 1974-75 n=1302 | | 26 | | 57 | | 68 | m | 87.4% | Participated 1980-81 n=1138 16 i f¥i iiri r79~i m Fig 1. Participants and non-participants in the prospective population study of women in Gothenburg. Cholesterol Triglycerides mmol/l mmol/l 10 8 6 _ O , P- 8o o° o ooo “io 00 ®°ó °° °r L 3.0 ■ ' 2.0 ■ 1.0 ■ L o °o , >- O 000 c Llooo o 1- 1 38 46 50 54 60 38 46 50 54 60 years Fig 2. Individual serum cholesterol and serum triglyceride values in women in Göteborg hospitalized for myocaridal infarction during the years 1968-1970 related to age and median values of the reference group of a population sample of women in Göteborg. Risk ratio KE KE Cholesterol >8.0/<8.0 Triglycerides >2.2/<2.2 Fig 3. Age-adjusted relative risk for myocardial infarction (MI), angina pectoris (AP), stroke and lotal monality during 12-year follow-up period in women with initially increased serum cholesterol > 8.0 mmol/l and serum triglycerids > 2.2 mmol/l respectively compared to women with lower lipid levels. Aðrir áhœttuþœttir á 12 ára ferli. Eins og fram kemur að ofan var þríglýseríð í sermi sjálfstæður áhættuþáttur kransæðasjúkdóma, heilablóðfalls og ótímabærs dauða hjá konum. Auk þessa fundum við að hækkað hlutfall á ummáli mittis/mjaðma hafði einna mesta fylgni við kransæðastíflu, heilablóðfall og dauða (óháð dánarorsök) á þessu 12 ára tímabili. Væri hlutfallið á milli mittis og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.