Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1990, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.08.1990, Qupperneq 54
320 LÆKNABLAÐIÐ að hann var með »bullandi berkla í báðum lungum«. Þetta setti að vonum strik í reikninginn hjá ungum manni í miðjum klíðum læknanáms. Við tók sjö mánaða lega á Landspítalanum og eftir það ársvist á Vífilsstöðum. Þeirrar tíðar meðferð var »blásning«, lofti var hleypt í fleiðruhol til að fella saman lunga eða lungnahluta. Ekki gekk sú meðferð í alla, en Oddur »tók lofti« eins og sagt var. Þessari meðferð var haldið áfram í tíu ár. Aðrir meðferðarjrættir voru hvíld, heilnæmt fæði og útivera. Utiverunni var meðal annars hagað með þeim hætti að sjúklingar lágu úti hluta dags í sérstöku byrgi sem loft lék greiðlega um, í næsta öllum veðrum, vel dúðaðir. A Vífilsstöðum gafst Oddi færi á að handleika aftur námsbækur og sérstaklega nýttist úti- legutíminn honum vel til lesturs. Hann gat hafið tímasókn á ný haustið 1934 og lauk kandídatsprófi vorið 1936 með fyrstu einkunn. Blöðum þarf ekki um það að fletta að veikindin mótuðu framtíðarsýn Odds og viðhorf hans til þeirra sem lentu í heilsufarslegum og félagslegum hremmingum. Eigin reynsla af berklaveiki tók af allan vafa um val á sérgrein. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í berklalækningum árið 1943. Oddur var aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum í samanlagt sex og hálft ár. Hluta þess tíma var hann í senn bæði einn sjúklinganna og einn læknanna, óvenjulegar aðstæður, en hann naut fulls trausts í báðum herbúðunum. Þessi fágætu tengsl við skjólstæðingana héldust þótt hann kæmist yfir berklana. Samkenndin milli hans og þeirra var alla tíð auðséð. Eitt einkenni hennar var næmt auga Odds fyrir mikilvægi eftirleiksins. Faglegt sjónarmið hans var að læknisverki lyki ekki með því einu að stöðva sjúkdómsframvinduna, heldur skipti engu minna máli að viðkomandi ætti kost á félagslegu öryggi, atvinnu, tekjum og húsnæði. Hafandi í huga þessi atriði og önnur hliðstæð kemur engum á óvart að framvindan í lífi Odds og starfi varð sem raun ber vitni. Oddur fékk styrk úr Rockefeller sjóðnum og dvaldi í Bandaríkjunum í eitt ár í miðri síðari heimsstyrjöldinni. Að sjálfsögðu var tilgangur fararinnar að sérhæfa sig í berklalækningum en til þess valdi hann sérstaklega berklastofnanir sem þekktar voru af því að láta sér annt um eftirleikinn, þjálfun sjúklinganna til að standa á eigin fótum. Oddur var í hópi lækna sem boðið var að sitja stofnþing SÍBS á Vífilsstöðum í október 1938. A öðru þinginu, árið 1940, var hann hins vegar kominn í hóp þingfulltrúa. Á því þingi var samþykkt að SÍBS einbeitti kröftunum að fjársöfnun fyrir vinnuheimili útskrifaðra berklasjúklinga. Um sama leyti kom út blað SÍBS, Berklavöm. Þar reit Oddur grein um »vinnuhæli« og færði rök fyrir nauðsyn þeirra og gagnsemi. Hóf nú SÍBS að afla fjár eftir tiltækum leiðum og tók þjóðin einkar vel öllum fjáröflunartiltækjum þess. Eftir rúmlega þriggja ára söfnun keypti SÍBS 30 hektara landsspildu í Mosfellssveit í mars 1944. Arkitektar voru strax ráðnir til að undirbúa teikningar og skipulag sem þing SÍBS samþykkti í maí á sama ári og í júní hófust byggingarframkvæmdimar. Þetta þættu hraðar framkvæmdir í dag. Þar sem nú er Reykjalundur var herskálakampur á stríðsárunum og höfðu skálamir lítið sem ekkert verið notaðir þegar hér var komið sögu. SÍBS keypti þá flesta með það fyrir augum að nýta þá sem mannabústaði, þjónustuhúsnæði og vinnustofur þangað til nýjar vistarverur væru komnar upp. Byggingarframkvæmdimar gengu hratt miðað við tækni þess tíma. Þegar starfsemi hófst að Reykjalundi 1. febrúar 1945 var húsakosturinn fimm vistmannahús og áðumefndir hermannaskálar. Fimmtán sjúklingar voru innlagðir opnunardaginn en alls komu 45 vistmenn árið 1945. Byggingarframkvæmdunum á Reykjalundi var nú hraðað eins og unnt var. Byggð voru fleiri vistmannahús og hús fyrir starfsfólk. Árið 1946 var hafin bygging aðalhússins, mikil framkvæmd á þeirra tíma mælikvarða, byggt með meiri glæsibrag en almennt tíðkaðist um húsakynni þá. Á fimm ára afmæli Reykjalundar, 1. febrúar 1950, var aðalhúsið tekið í notkun. Síðan fylgdi bygging vinnuskála og annars þjónustuhúsnæðis. Hermannabraggamir véku með tímanum fyrir nýbyggingum og hurfu að lokum alveg af svæðinu. Tala vistmanna jókst jafnt og þétt, úr 15 á opnunardaginn í 145 um það leyti sem Oddur lét af störfum. Vonir manna höfðu staðið til að ríkið fengist til að leggja fram helming af

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.