Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1990, Side 56

Læknablaðið - 15.08.1990, Side 56
322 LÆKNABLAÐIÐ Oddur sat órofið í stjóm SÍBS frá 1940 til 1984. Frá 1984 til 1988 var hann formaður stjómar Reykjalundar en tók við formennsku í SÍBS á árinu 1988 og gegndi henni þar til hann lést. I stjómarstörfunum hafði hann afskipti af fjölmörgum málum SÍBS. Árið 1959 hóf SIBS starfsemi vinnustofu í Reykjavík fyrir öryrkja, Múlalundar, og var Oddur læknir þar frá upphaíi uns hann fór á þing. Hann var fulltrúi SÍBS í samstarfsnefnd öryrkjafélaganna á íslandi sem kom Öryrkjabandalagi Islands á laggimar árið 1961. Hann var fyrsti formaður þess og fram til ársins 1967. Aðalverkefni bandalagsins fyrstu árin, og raunar enn, var bygging íbúðarhúsnæðis fyrir öryrkja. Að ráði Odds var sú skipan upp tekin að hússjóður Öryrkjabandalagsins varð næsta sjálfstæð stofnun og var hann formaður stjómar hans frá því honum var komið á fót árið 1964 og þar til á síðasta ári. Bygging fyrsta húss Öryrkjabandalagsins hófst 1966 og fluttu íbúamir inn árið 1968. Alls urðu samtengd háhýsi Öryrkjabandalagsins við Hátún þrjú að tölu. Það er lyginni líkast hvemig hússjóði Öryrkjabandalagsins tókst að koma því til leiðar að byggja þessi hús án þess að hafa fastan tekjustofn. Oddur átti síðar hugmyndina að happdrætti því sem gengur undir nafninu lottó, en átti lengi við ramman reip að draga við að koma henni í framkvæmd, sem tókst að lokum í góðri samvinnu við aðra aðila með stofnun Islenskrar getspár. Eftir að lottótekjur fóru að berast hússjóði Öryrkjabandalagsins hefur húsnæðisfyrirgreiðslan til öryrkja margfaldast og annarri starfsemi Öryrkjabandalagsins vaxið fiskur um hrygg. Þegar nýir meðferðarhættir, lyfjameðferð og skurðaðgerðir, tóku að skila árangri minnkaði þörf berklasjúklinga fyrir endurhæfingu. Þegar svo var komið beitti Oddur sér fyrir því að auka endurhæfingarstarfsemi fyrir aðra sjúklingahópa, meðal annars með því að opna þeim aðgang að Reykjalundi eins og áður segir. Skipan endurhæfingar var þó í lausum skorðum og vann Oddur að því á árunum 1968 - 1969 að undirbúa löggjöf um endurhæfingu. Lög um endurhæfingu tóku gildi 1970 og kváðu á um ýmis atriði varðandi fjárhagslegan grundvöll atvinnulegrar endurhæfingar, skipulagningu hennar og framkvæmd. Oddur varð formaður Endurhæfingarráðs við stofnun þess og þar til hann tók sæti á Alþingi. Af fjölmörgum trúnaðarstörfum öðrum sem Oddi voru falin skulu hér nokkur færð til bókar: Hann sat í stjóm Domus Medica frá 1962 til 1986. Hann var í stjóm Rauða kross íslands 1952 - 1958, formaður framkvæmdaráðs hans 1952 - 1955, og sat í stjóm Berklavamasambands Norðurlanda frá 1952 til dauðadags. Hann var í nefnd sem komið var á fót til að úthluta öryrkjum eftirgjöf á aðflutningsgjöldum bifreiða frá því að sú fyrirgreiðsla hófst á sjötta áratugnum, formaður hennar 1963 - 1971. Hann sat í sýslunefnd Kjósarsýslu 1953 - 1978. Kjörinn var Oddur heiðursfélagi Læknafélags íslands árið 1979. Oddur var skipaður í milliþinganefnd um öryrkjamál árið 1959. Eitt verkefni nefndarinnar var að gera tillögur um með hvaða hætti væri hægt að auka líkamlega og andlega fæmi öryrkja og þar með vinnufæmi þeirra. Hann fregnaði að íslenskur læknir væri við sémám í Bandaríkjunum í þeim fræðum, skrifaði honum og vildi vita hvað nýtt væri að gerast þar í landi í endurhæfingarmálum. Bréfaskriftimar leiddu til þess að hann óskaði eftir því að læknirinn skryppi til íslands í vikutíma til að starfa með nefndinni. Þannig hófust kynni mín af Oddi. Atvikin höguðu því svo, að hann bauð mér síðar, heimkomnum, starf á Reykjalundi sem ég þáði fegins hendi, hafandi kynnst nokkuð starfseminni þar, en þó öllu fremur vegna kynnanna af manninum og lækninum Oddi. Eftir að Oddur lét af störfum á Reykjalundi áttum við áfram tíð og gifturík samskipti um margvísleg málefni sem tengdust Reykjalundi eða endurhæfingu á öðrum vettvangi. Á síðustu haustmánuðum kynnti hann, áttræður en ungur í huga, stjóm SIBS stórbrotnar hugmyndir sínar um eflingu endurhæfingarþjónustu utan Reykjavíkursvæðisins, endurhæfingu á landsvísu. Ekki er því láni að fagna að honum entist fjör til að fylgja þeim eftir en hugmyndimar eru maklegur bautasteinn sífrjóu hugarafli hans, framsýni og framkvæmdadug. Oddur var fjölskyldufaðir til fyrirmyndar. Hann kvæntist eiginkonu sinni, Ragnheiði Jóhannesdóttur, árið 1938 og eignuðust þau

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.