Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 12
382 LÆKNABLAÐIÐ nokkrum sinnum á milli kinda. Við fengum þannig fram stofn, K1772, sem olli klínískri visnu í um það bil 50% kinda innan sex mánaða frá sýkingu (45), en það er mjög frábrugðið þeim langa meðgöngutíma, sem að jafnaði einkennir sýkingu með stofninum K1514, sem við höfum mest beitt (28). Gerð var bæði kjamsýrupörun á vef (in situ hybridization) til að greina veiru RNA og ónæmislitun fyrir veiruprótínum á heilasneiðuin úr kindum sem sýktar voru með þessum veirustofni. Með því að beita samtímis ónæmislitun fyrir sérkennandi fmmuvækjum (cell markers) og pörun fyrir veiru RNA tókst að sýna framá að bæði stjömufrumur (astrocytar) og fágriplufrumur (oligodendrocytar) sýkjast (49). Það var þó ekki unnt að greina til tegundar nema lítinn hluta þeirra fruma, sem innihéldu erfðaefni veirunnar. Gerð var allvíðtæk athugun á tjáningu veiruvækja í heilum fjögurra tilfella sem höfðu verið sýkt með neurovirulent veirustofnum. Einstofna músamótefnum gegn tveimur prótínum úr veirukjama (core) var beitt (33). Frumur sem tjáðu veimvæki voru mjög fátíðar í heilavefnum (neuroparenchyma). Flestar fundust í æðaflækju, þar sem um það bil ein af þúsund frumum voru jákvæðar. Mjög margar frumutegundir reyndust tjá þessi kjamaprótín visnuveirunnar. Algengast var að finna það í bólgufrumum, gleyplum, eitilfrumum og einstaka plasmafrumum. En auk þess fundust veimprótín í æðaþelsfrumum, trefjafrumum (fibrocytum), pericytum, þekju æðaflækju og einstaka frumum í heilahimnum. Hinsvegar fundust þessi veiruprótín ekki í tróðfrumum. Þehnan mun á niðurstöðum kjamsýrupörunar og ónæmislitunar má ef til vill skýra með mismunandi næmi aðferðanna eða túlka má hann sem vísbendingu um hemlun á umritun erfðaefnis veirunnar í veiruprótín í sýktum stjömufrumum og fágriplufrumum. Túlkun sem studd er fyrri niðurstöðum um mikla hemlun á veirufjölgun í sýktum hýsli (26,27). Þær frumutegundir, sem reyndust sýktar í heila visnusýktra kinda, bæði með kjamsýmpömn fyrir veiru RNA og ónæmislitun fyrir veiruprótínum reyndust sambærilegar þeim sem lýst hefur verið með sams konar aðferðum í miðtaugakerfi í eyðni (50-53). Helstu frávikin eru þau, að sýking í þekjufrumum æðaflækja hefur ekki verið lýst í eyðni og við fundum ekki merki um sýkingu í smátróðsfrumum (microglia), sem samkvæmt nýlegum athugunum eru taldar vera meginmarkfruman sem tjáir veiruprótín í eyðni (54,55). En þess skal getið að smátróðsfrumur virðast af sama uppruna og gleyplar. Frekari rannsókna er þó þörf í visnu meðal annars með því að beita ónæmistvílitun, þ.e. bæði með mótefnum sértækum fyrir frumutegundir og fyrir veiruprótín til að kanna hlutverk smátróðsfruma og hugsanlegra annarra tróðfruma í visnusýkingu. Þess má geta að með því að beita einstofna mótefnum gegn visnuveiru á sneiðar úr nokkrum eyðnitilfellum reyndust nokkrar frumur litast, einkum bólgufrumur (56). SAMANTEKT OG ÁLYKTUN Ljóst er, að auk skyldleika visnuveiru og eyðniveiru og svipaðrar hegðunar í rækt, er ýmsar athyglisverðar hliðstæður að finna í víxlverkunum veiru og hýsils í þessum sýkingum. Þar má telja til markfrumur í blóði, á hvem hátt veirumar dreifast um líkamann og að nokkru leyti marklíffæri sýkinganna. Enda þótt visnusýking leiði ekki til ónæmisbilunar eru þó vefjaskemmdir sem einkenna visnu að ýmsu leyti áþekkar þeim sem sjást í eyðnisýkingu, einkum á fyrri stigum hennar. Markfrumur sýkingar í miðtaugakerfi eru sambærilegar og vegna þess, að sönnur hafa verið færðar fyrir því að miðtaugakerfið sé eitt af frummarklíffærum eyðnisýkingar, ætti visna í sauðfé að geta verið gagnlegt líkan til að prófa aðferðir til að hindra eða meðhöndla eyðni. SUMMARY AND CONCLUSION It is clear that in addition to the relationship of visna virus and HIV and similar characteristics of their behavior in vitro, the host-virus interactions in infections with these viruses show several interesting parallels, such as target cells in the blood, mechanism of virus spread within the body and to some extent the target organs of infection. Although immunodeficiency is not a feature of visna virus infection, the pathological changes show some resemblance especially to those found in early stages of infection with HIV. The
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.