Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 387 947 ± 144 g (p < 0.001). Hins vegar var ekki marktækur munur á meðgöngulengd þessara tveggja hópa (mynd 3). Ekki var marktækur munur á sýrustigi blóðs (pH) við indomethacin gjöf hjá þeim sem svöruðu meðferð og hinum sem ekki svöruðu. Þá var ekki marktækur munur á aldri við gjöf lyfsins hjá þeim sem svöruðu og hinunt sem ekki svöruðu meðferð, (mynd 3). Fyrstu sex ár tímabilsins var indomethacin einungis notað í þrjú skipti, þar af tvívegis án árangurs. A þeim tíma var Iyfið gefið í maga, en ekki í æð eins og gert hefur verið eftir 1982 og því vart sambærilegt. Því hefur lyfið reynst virkt í 13/17 (78%) á síðustu fjórum árum tímabilsins. Aukaverkanir sem komu fram voru tímabundin hækkun á kreatínin hjá tveimur (10%). Ekkert bam fékk blæðingu í meltingarveg. 1 okkar sjúklingahópi reyndust átta sjúklingar hafa heilablæðingu og tafla 1 sýnir hve oft heilablæðing sást í mismunandi meðferðarhópum. Ekki var marktækur munur á tíðni heilablæðinga í þeint sjúklingum sem gengust undir aðgerð og hinum sem fengu indomethacin (tafla 2). Tíu sjúklingar dóu og voru dánarorsakir berkjufár (bronchopulmonary dysplasia) með öndunarbilun (7/10) og sýkingar (3/10). Fimm reyndust hafa heilablæðingu við krufningu án þess að það hafi verið dánarorsökin. Af 20 börnum sem fengu indomethacin voru sjö (35%) undir 1000 g við fæðingu. Af sjö börnum sem gengust undir aðgerð án undangenginnar indomethacin gjafar voru fjögur (57%) undir 1000 g við fæðingu. Við nánari athugun á ástæðum fyrir því að ekki var notað indomethacin hjá þessum sjö börnum, kemur í ljós að frábendingar fyrir notkun lyfsins fundust hjá fjórunt bömum (intracranial blæðing (einn sjúklingur), hækkun á kreatínin (tveir sjúklingar), aldur bamsins (einn sjúklingur)) en ekki verður séð af sjúkraskrám hverjar ástæðurnar voru í þremur tilvikum. UMRÆÐA Frá og með árinu 1981 fer tilfellum fyrirbura með opna fósturæð verulega fjölgandi. Má rekja þessa fjölgun að hluta til bættrar greiningartækni, en hjartaómskoðun var Birthweight (g) Gestational age (weeks) 1600 32 Birthweight Gest. age ■ Failure co Success Fig. 3. The results of indomethacin use when compared with gestational age and birthweight. The patients who failed indomethacin therapy had significantly lower birthweight (p<0.00l) although there was no significant difference in gestational age (p>0.05). Table II. Cerebral hemorrhage (CH) with regard to therapy. Treatment group No of patients with CH Percent Indomethacin 4/18 * 22% Surgery 2/7 * 28% Indomethacin and Surgery 1/1 50% * One patient had cerebral hemorrhage before treatment. fyrst notuð á deildinni árið 1981. Á síðustu árum koma einnig til bættar lífslíkur lítilla fyrirbura (þ.e. bama með fæðingarþyngd innan við 1000 g) í kjölfar tæknibyltingar í nýburagjörgæslu, og þar með vaxandi tjöldi sjúklinga með opna fósturæð (8,9). Indomethacin var fyrst notað á vökudeild árið 1977. Skammtur lyfsins var 0.2 mg/kg, gefið í allt að þrjú skipti á 12 tíma fresti. Árið 1981 var framkvæmd hérlendis fyrsta skurðaðgerð á fyrirbura með opna fósturæð, þótt áður hafi slíkar aðgerðir verið gerðar á eldri bömum (15). Helstu ábendingar skurðaðgerða hafa verið árangurslausar indomethacin gjafir eða að frábendingar hafi verið gegn notkun lyfsins. I þessari rannsókn er ekki munur á tíðni opinnar fósturæðar hjá drengjum og stúlkum, þegar æðin var það stór að indomethacin og/eða aðgerðar var þörf. í uppgjöri frá Bamaspítala Hringsins frá 1976 hjá eldri bömum var sjúkdómurinn mun tíðari í stúlkum (16).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.