Læknablaðið - 15.10.1990, Page 22
388
LÆKNABLAÐIÐ
Rannsókn okkar sýnir að vænta má lokunar
æðarinnar í allt að 78% tilvika þegar lyfið
er gefið í æð. Þá er athyglisvert að þegar
fæðingarþyngd og meðgöngulengd voru
skoðuð með hliðsjón af virkni lyfsins, var ekki
marktækur munur á meðgöngulengd. Hins
vegar var marktækur munur á fæðingarþyngd
þeirra sem svöruðu indomethacini og hinna
sem ekki svöruðu (mynd 3). Þetta bendir til
að léttburar í hópi fyrirbura svari ekki eins vel
indomethacin gjöf. Erlendar rannsóknir hafa
einnig sýnt fram á að minnstu bömin svara
indomethacin meðferð lakast en ekki hægt að
sjá að það hafi verið léttburar sem lakast hafi
svarað (11,12).
í rannsókn okkar var aldur bamanna
breytilegur þegar lyfið var gefið, frá tveimur
dögum upp í 45 daga. Við lyfjagjöf var ekki
marktækur munur á aldri þeirra sem svöruðu
lyfinu og hinna sem ekki svöruðu. Aðrar
rannsóknir hafa sýnt fram á að lyfið hefur því
lakari virkni þeim mun eldra sem bamið er
(12).
Aukaverkanir af indomethacini í okkar
rannsókn voru fátíðar. Ekkert bam
fékk fylgikvilla frá meltingarvegi, en
samkvæmt mörgum erlendum rannsóknum
hafa blæðingar í meltingarvegi og
gamadrepssýking (ecrotizing enterocolitis)
verið verulegt vandamál. Mjög lítið var um
gamadrepssýkingar á vökudeild á þessum tíma
og hugsanlegt að aðrir þættir en indomethacin-
gjöf eigi mestan þátt í þessum sýkingum.
Það hefur verið sýnt fram á að indomethacin
dregur úr blóðflæði til heila (14,15) en tíðni
heilablæðinga er svipuð eftir indomethacin og
skurðaðgerð (10). Erfitt er að fullyrða, hvort
heilablæðingar tengjast indomethacin gjöf þar
sem ekki var munur á tíðni þeirra hjá þeim
sem fengu lyfið og hinum sem fóru í aðgerð.
Þá er erfitt að fá viðmiðunarhóp (matched
control) varðandi heilablæðingar, vegna þess
að oftast em það minnstu og veikustu bömin
sem fá heilablæðingar og hjartabilun vegna
opinnar fósturæðar.
Á síðustu árum hafa verið gerðar rannsóknir,
þar sem indomethacin er gefið fyrr en
áður hefur tíðkast (13). Kemur þar til ný
greiningartækni, Doppler ómskoðun, sem
gerir fært að sjá blóðflæði í fósturæð áður en
hjartabilunareinkenni koma fram. Lyfið er þá
gefið strax og flæði er inn í lungnaslagæð,
bæði í systólu og díastólu. Svo virðist sem
þessi tilhögun auki líkur þess að fósturæð
lokist fyrir tilstilli lyfsins (13).
Á vökudeild Bamaspítala Hringsins hefur
meðferð okkar færst í svipað horf og að ofan
er lýst, þ.e. að nota lyfið til lokunar æðarinnar
sem fyrst eftir að Doppler ómskoðun sýnir
að blóð fer frá ósæð um fósturæð inn í
lungnaslagæð. Fullburða bömum er ekki
gefið lyfið enda hefur verið sýnt fram á að
það er gagnslaust hjá þeim (5). Kemur þá
aðeins aðgerð til greina. Okkur hefur reynst
lyfið öruggt og hafa færri aukaverkanir en
sambærilegar erlendar rannsóknir sýna.
SUMMARY
Patients with patent ductus arteriosus (PDA)
diagnosed at the neonatal intensive care unit at
Bamaspítali Hringsins over a 10 year period are
presented in this paper. There were 52 patients
with PDA, 20 of whom received indomethacine
for closure. The overall closure rate was 70%.
After intravenous administration was started, the
closure rate went up to 78%. The efficacy of the
drug was diminished in the infants less than 1000
g and the infants who did not respond to the drug
were small for gestational age. The side effects of
indomethacin were minimal.
We conclude that the use of indomethacin is a safe
and effective method of achieving PDA closure
in premature infants. Although indomethacin use
seems to be safe in the small for gestational age
premature infant, it is clearly less effective for that
group of patients.
HEIMILDIR
1. Anderson RH, MacCartney FJ, Shineboume EA,
Tynan M. Patent ductus arteriosus. In: Paediatric
Cardiology. Edinburgh: Churchill-Livingstone, 1987:
933-6.
2. Friedman WF, Hirschklau MJ, Printz MP, Pitlick PT,
Kirkpatrick SE. Pharmacological closure of patent
ductus arteriosus in premature infants. N Engl J Med
1976; 295: 526-9.
3. Heyman MA, Rudolph AM, Silverman NH. Closure
of the ductus arteriosus in premature infants by
inhibition of prostaglandin synthesis. N Engl J Med
1976; 295: 530-3.
4. Heyman MA. Patent ductus arteriosus. In: Heart
disease in Infants, Children and Adolescents. New
York: Mosby, 158-71.
5. Blanco CE, Siassi B, Cabal LA. Persistent patency of
ductus arteriosus in premature infants. Am J Cardiol
1973; 31: 121.
6. Clyman RI, Heyman MA. Pharmacology of the
ductus arteriosus. Pediatr Clin North Am 1981; 28:
77.