Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 33

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 399-403 399 Jónas Magnússon, Guölaug Þorsteinsdóttir, Páll Helgi Möller RISTILKRABBAMEIN Á BORGARSPÍTALA 1975-1987 OG LÍFSHORFUR EFTIR AÐGERÐ ÚTDRÁTTUR Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið hérlendis, þriðja í röðinni hjá konum og það fjórða í körlum. Tíðnin vex með aldrinum og fjöldi þeirra eykst því með vaxandi fjölda eldra fólks. Upplýsingar um lífslíkur m.t.t. stigunar eftir aðgerð liggja ekki fyrir hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða lífslíkur eftir aðgerð vegna ristilkrabbameins á skurðdeild Borgarspítalans. Afturvirk rannsókn var gerð á þeim sjúklingum skurðdeildar Borgarspftalans, sem gengust uridir aðgerð vegna ristilkrabbameins 1975-1987. Dukés-flokkun var notuð við stigun sjúkdómsins. Lifun var metin með líftöflu að hætti Kaplan-Meyer og miðast við 1. janúar 1989. Alls fundust 165 sjúklingar, 89 konur og 76 karlar. Þrettán sjúklingar féllu í Dukes-stig A, 71 sjúklingur í Dukes-stig B og 28 í Dukes- stig C. Sextíu og sex æxli voru í hægri hluta ristilsins, 23 æxli í þverristli, 15 í vinstri hluta ristilsins og 59 í bugaristli. Heildardánartala eftir aðgerð var ' 5%. Dánartala eftir læknandi aðgerð var ' 2%, eftir líknandi aðgerð ' 11%. Líkindin á fimm ára lifun reyndust svipuð í Dukes-stigi A og B eða í kringum 65-70%, en í kringum 40% við Dukes-stig C. Ef um líknandi aðgerð var að ræða voru ekki líkindi á lifun eftir þrjú ár frá aðgerð. Það er athyglisvert að tæplega þriðjungur sjúklinga er ólæknandi við greiningu. Aðeins helmingur sjúklinga fellur í hóp Dukes-A eða B. Dánartala við aðgerð er lág. Ef einhver stórbreyting til batnaðar á að verða á lifun við þennan sjúkdóm, verður að greina hann fyrr. INNGANGUR Að frátöldum tveimur athugunum frá Frá skurödeild Borgarspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti; Jónas Magnússon. Landspítala frá 1968 (1) og 1976 (2) hefur lítið verið fjallað um ristilkrabbamein hérlendis, þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé þriðja algengasta krabbamein í konum og fjórða í körlum (3). Ristilkrabbameinum virðist fjölga og með auknum fjölda gamalmenna í landinu eykst fjöldinn verulega. Lífshorfur eftir aðgerð hérlendis eru ekki þekktar. Við verðum því að styðjast við erlendar rannsóknir við forspá um lifun eftir aðgerð við hin ýmsu sjúkdómsstig krabbameinsins. Hæpið er að reyna að gera sér grein fyrir aðdraganda veikinda, sjúkdómseinkennum og þvílíku við afturskyggnar rannsóknir á sjúkraskrám. Sjúkraskrár eru ekki staðlaðar og öll færsla þeirra óviss og tilviljanakennd. Valið var að einskorða rannsóknina við dauðsföll þar sem hún er afturvirk, og lifun sjúklinga í stigum Dukes A, B og C. Tilgangur rannsóknarinnar er að ákvarða lífshorfur sjúklinga eftir aðgerð vegna ristilkrabbameins á Borgarspítalanum árin 1975-1987. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn var gerð á sjúklingum skurðdeildar Borgarspítala, sem gengust undir skurðaðgerð vegna ristilkrabbameins frá árinu 1975 til ársloka 1987. Alls fundust 165 sjúklingar, 89 konur og 76 karlar. Klínískir þættir, stigun og staðsetning æxlis, eru gefnir í töflu 1 og 11. Tegund aðgerðar fyrir sjúklinga skoma með læknanlegri aðgerð (stig Dukes A, B og C) er gefin í töflu 111. Stigun fyrir sjúklinga yngri og eldri en 70 ára er gefin í töflu IV. Við stigun sjúkdómsins var stuðst við flokkun Dukes (4). Stig A, B og C voru flokkuð læknanleg og aðgerðir á þeim sjúklingum læknandi (curative), en sjúklingar með hærri stigun ólæknandi og aðgerðir á þeim flokkaðar líknandi (palliative). Með hægri ristli (right colon) er átt við botnristil að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.