Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 36
402 LÆKNABLAÐIÐ (coloscopic polypectomy) hafi nokkur áhrif til þess að minnka tíðnina á stigi Dukes A á sjúklingum skurðdeildar Borgarspítalans á þessum árum. Hugsanlega gæti verið um skekkta dreifingu sjúklinga milli spítalanna að ræða, þ.e.a.s. Borgarspítalinn hefði lengra gengna sjúklinga borið saman við önnur sjúkrahús. Engin sýnileg ástæða er fyrir þeirri hugmynd. Læknar verða að herða greininguna, ef nokkur bót á að verða á lifuninni. Kembileit að krabbameinum í ristli og endaþarmi er ekki mjög árangursrík en gríðarlega kostnaðarsöm (10). (Hérlendis hefur verið gerð athugun á þessu en niðurstöður ekki birtar). Hingað til hefur meðferð með krabbameinslyfjum eftir ristilhögg (resection) ekki haft nein afgerandi áhrif, en nýleg grein um Levamisol og Fluorouracil gefur þó tilefni til einhverrar bjartsýni (11). Dánartala eftir ristilaðgerðir er gefin upp á bilinu frá 2.1 %-17.0%, mismunandi eftir skilgreiningu, en þrjátíu daga dánartala er talin sýna best raunverulega aðgerðardánartölu (12). Okkar heildardánartala ' 5% eftir aðgerð er vel innan þessara marka. Dánartalan eftir læknanlega aðgerð, 2% er einnig mjög viðunandi. Þessar niðurstöður eru nokkuð hagstæðari en síðasta rannsókn frá Landspítala (2) enda fjallað um eldra efni. Markvert betri lifun næst því augljóslega ekki með meiri áherslu á bætta aðgerðartækni, gjörgæslu eftir aðgerð eða einhverja nýjung í meðferð fyrir aðgerð. Það er athyglisvert að krabbamein í hægri- og þverhluta ristilsins fara vaxandi (54%) og eru nú orðin algengari en æxli í vinstri hluta ristilsins. Uppgjör frá Landspítala 1976 (2) og frá Malmö 1973 (9) sýna að þessu var þá þveröfugt farið. Nýlegar rannsóknir benda til aukningar á æxlum hægra megin og í þverristli (6,13). Það væri í sjálfu sér í lagi ef ekki kæmu til verri horfur sjúklinga með þessi æxli (sjá mynd 5). Meiri vídd þarmsins og þunnfljótand innihald er ástæða þess að einkenni koma síðar. Astæða þessarar aukningar er ekki þekkt. Athyglisvert er einnig að líkindin á lifun við stig Dukes A eru ekki frábrugðin stigi B. Þess ber að gæta að einungis 13 sjúklingar voru í hópi Dukes A frá byrjun og eitt dauðsfall eftir aðgerð er í þeim hópi. Einnig er eitt dauðsfali á fyrsta árinu vegna nýmabilunar og graftarsóttar í þessum hópi. Af fimm dauðsföllum, sem urðu hjá Dukes A sjúklingum, eru því tvö ekki vegna krabbameins. Ef líftöflumar eru skoðaðar kemur í ljós að líkindin á fimm ára lifun eru orðin ' 80%. Þessi niðurstaða er líklegast tilviljun, en fróðlegt væri að sjá líftöflur frá öðrum sjúkrahúsum hérlendis til samanburðar. Sjúklingamir gætu verið rangt flokkaðir, en til þess að girða fyrir slíkt þarf að staðla bæði aðgerðina og einnig meinafræðilega rannsókn. Krabbamein í eitlum finnst t.d. ekki alltaf nema þess sé sérstaklega leitað (14). Ef sjúklingar í Dukes A eru ranglega flokkaðir, er skiptingin enn lakari en raun ber vitni. Sá munur á lífslíkum sem kemur fram í sjúklingum eldri og yngri en sjötíu ára, er augljóslega vegna verri stigunar eldri sjúklinga (sjá töflu IV). Samanburður á horfum eldri og yngri sjúklinga hefur leitt í ljós að ekki er munur á horfum vegna aldurs (8) og ekki er verjandi að neita sjúklingi um ristilhögg vegna aldurs (15). Nokkur munur sést á lifun karla og kvenna, en hann er augljóslega vegna verri stigunar karla (sjá töflu 1). HEIMILDIR 1. Hallgrímsson S. Krabbamein í Colon og Rectum. Læknablaðið 1968; 54: 153-7. 2. Þórarinsson H. Krabbamein í ristli og endaþarmi Læknablaðið 1976; 62: 185-95. 3. Upplýsingar frá íslensku krabbameinsskránnni 1990. 4. Dukes C. The classification of cancer of the rectum. J Pathol Bacteriol 1932; 35: 323. 5. Survival analysis. In: Friedman LM, Furberg CD, DeMets DL, eds. Fundamentals of clinical trials. 2nd ed. Littleton Mass: PSG Publishing Company, 1985: 191-211. 6. Yamaguchi K, Maeda S, Kitamura K. Prognostic fators in colorectal carcinoma: Significance of peripheral lymphocytes. Int Surg 1989; 74: 232-9. 7. Járvinen HJ, Ovasaka J, Meclin J-P. Improvements in the treatment and prognosis of colorectal carcinoma. Br J Surg 1988; 75: 25-7. 8. Irvin TT. Prognosis of colorectal cancer in the elderly. Br J Surg 1988; 75: 419-21. 9. Berge T, Ekelund G, Mellner C, et al. Carcinoma of the colon and rectum in a defined population. Acta Chir Scand 1973; Suppl: 438. 10. Dent TL, Kukora JS, Buinewicz BR. Endoscopic screening and surveillance for gastrointestinal malignancy. Surgical endoscopy. Surg Clin North Am 1989; 69: 1205-25. 11. Moertel CG, Fleming T, MacDonald JS, et al. Levamisol and fluorouracil for adjuvant therapy of resected colon carcinoma. N Eng J Med 1990; 322: 352-8.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.