Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 39

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 405-10 405 Reynir Tómas Geirsson 1) María Hreinsdóttir 1) Guörún Björg Sigurbjörnsdóttir 1) Per-Hákan Persson 2) FÓSTURVÖXTUR ÍSLENSKRA EINBURA ÚTDRÁTTUR Framvirk athugun á fósturvexti íslenskra einbura var gerð með mælingum í 94 heilbrigðum konum á öðrum og þriðja meðgönguþriðjungi. Allar konumar gátu dagsett fyrsta dag síðustu tíða nákvæmlega og höfðu reglubundinn tíðahring. Mælingar voru gerðar á þriggja vikna fresti á höfuðmálum, 1) þvermáli (biparietal diameter (BPD)) og 2) fram-aftur máli (occipito-frontal diameter (OFD)), lengd lærleggjar og upparmsleggjar og tveimur þvermálum búks. Meðalbúkþvermál var einnig reiknað. Heildarfjöldi mælinga var 3795 og hver kona kom að meðaltali í átta mælingar. Mælingamar voru tölvufærðar og flokkaðar til úrvinnslu í 12 tveggja-vikna flokka. Fjölþátta aðhvarfsjöfnur voru reiknaðar og jafnan sem sýndi besta aðlögun að mælingunum fyrir hvert mál valin samkvæmt hæsta ákvörðunarstuðlinum (r2) og minnsta meðalfráviki (SD) aðhvarfslínunnar. Þriðju gráðu aðhvarfsjöfnur lýstu best gildum fyrir beinamælingamar, en annarrar gráðu jöfnur hæfðu búkmælingunum. Aðhvarfslínur meðalgilda og tveggja meðalfrávika voru færðar á flæðirit. Meðalgildi fyrir BPD og meðalbúkmælingar samkvæmt jöfnum frá öðmm Norðurlöndum voru borin saman við mælingar úr þessari athugun. Mælingar fyrir beinvöxt eru mjög svipaðar á Islandi og annarsstaðar. Búkmælingamar sýndu kerfisbundinn mun á þann veg að íslensku gildin vom að meðaltali um 7% lægri en sænskar tölur. Þetta byggist sennilega á mismunandi mælingaaðferðum. Við mat á fósturþyngd út frá erlendum töflum eða jöfnum þarf að gera ráð fyrir þessum mun og nota viðeigandi leiðréttingu. Frá 1) Kvennadeild Landspítalans, 2) Almenna sjúkrahúsinu Malmö. Lykilorð: Fetal growth, prenatal care, ultrasound. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Reynir Tómas Geirsson. INNGANGUR Omskoðun í meðgöngu er nú orðin hluti mæðravemdar hjá öllum þunguðum konum á Islandi. Hjá þriðjungi kvenna er meðgöngulengd óviss og jafnvel þegar áreiðanleg tíðasaga er fyrirliggjandi, reynist vera meira en viku munur miðað við ómskoðun hjá einni af hverjum 10 konum í erlendum athugunum (1-3). Omskoðunin er notuð til að meta hvort þungun er eðlileg, hvort möguleiki sé á fósturgöllum, en fyrst og fremst til að ákvarða væntanlegan fæðingartíma og meta frávik frá eðlilegum fósturvexti síðar í meðgöngunni (2). Viðmiðunargildi fyrir eðlilegan fósturvöxt sem notuð hafa verið á Islandi, hafa verið fengin frá Bretlandi (4), Þýskalandi (5), Svíþjóð (6) eða Bandaríkjunum (7). Tölur, sem liggja þessum gildum til grundvallar, hafa verið fengnar með mismunandi mælingaaðferðum, við mismunandi ómtíðni, með misjöfnum tölfræðiaðferðum og með mælingum á fósturvexti annarra þjóðfélaga. Fæðingarþyngd íslenskra bama er að meðaltali 80 til 200 g meiri en í nágrannalöndunum (8). Þótt flestar athuganir bendi til þess að lítill munur sé á fósturvexti milli einstakra þjóðfélaga eða jafnvel kynstofna á fyrri helmingi meðgöngu (9), þá er af ofangreindum ástæðum ekki sjálfgefið að hægt sé að nota erlenda staðla til viðmiðunar fyrir íslensk fóstur. Stærð má meta með tímasettu þverskurðarúrtaki (cross-sectional study), svo sem gert hefur verið varðandi fæðingarþyngd (8). Þá er aðeins fengin ein mæling af hverjum einstaklingi og gert ráð fyrir því að gildin dreifist af hendingu jafnt, þannig að þau endurspegli almennt vöxt einstaklinga í þýðinu. Gildin svara þó aðeins til einstakra punkta í vaxtarferli einstaklinga og gefa því óbeina mynd af vexti. Raunverulegum vexti verður að lýsa með endurteknum mælingum af sama einstaklingi (10). Við gerð staðla fyrir vöxt íslenskra fóstra, sem hér er lýst, var

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.