Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.10.1990, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 1990: 76: 415-8 415 Helga Hannesdóttir SÍMENNTUN LÆKNA Tildrög þessarar greinar var alþjóðleg ráðstefna haldin í Bandaríkjunum árið 1986 um símenntun lækna sem ég og annar íslenskur læknir tókum þátt í. Að ráðstefnu þessari stóðu bandarísku læknasamtökin, evrópsku læknasamtökin, Annenberg Center, alheimssamtök sérfræðinga í læknisfræði, alheimssamtök um kennslu læknanema og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. í framhaldi af þessari ráðstefnu hef ég síðan viðað að ntér ýmsum upplýsingum og greinum um símenntun lækna, og vera má, að eitthvað af því geti orðið íslenskum læknum til fróðleiks í baráttu fyrir símenntun hér á landi. HÖFUÐMARKMIÐ SÍMENNTUNAR LÆKNA Höfuðmarkmið símenntunar lækna er að gera þá færari í sérgrein sinni og starfi til að geta betur mætt þörfum sjúklingsins og þjóðfélagsins í heild. Alitið er að símenntun lækna geti bætt almennt heilsufar manna í löndum heims, jafnvel alþjóðlegt heilsufar. Talsverður munur er á heimspekilegum viðhorfum til símenntunar lækna til dæmis í Astralíu, Danmörku, Frakklandi og Sovétríkjunum. Víðast hvar er eining um það meðal lækna að eina leiðin fyrir of hlaðinn lækni til að þrauka í lífsbaráttunni sé símenntun, til að viðhalda þekkingu í sfbreytilegri fræðigrein. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að læknar þurfa að hafa aflögu lífsþrótt til að stunda símenntun. Aukin áhersla er lögð á það í umræðu um símenntun, að hvetja lækna til þess að fela sig ekki innan veggja sjúkrahúsa, heldur láta í sér heyra í þjóðfélaginu. Að vísu krefst það að læknar endurskilgreini hlutverk sitt. Læknar í öllum sérgreinum þurfa að leggja meiri stund á ráðgjöf og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir. Þeim ber að forðast að hugsa eingöngu um sjúkdóma heldur um einstaklinginn í samfélaginu og fjölskyldu hans og samskipti fjölskyldumeðlima og áhrif samskiptanna á líðan einstaklingsins. I flestum læknaskólum eru gerðar vaxandi kröfur til þeirra sem kenna í læknadeildum um almenna kennslutækni og þekkingu á aðstæðum lækna í samfélaginu. Háskólar þurfa að kynna nýjustu kennslutækni á hverju ári þar sem tækniþróunin er gífurleg og þess vegna full ástæða til að fylgjast vel með. Aukin umræða er einnig um mikilvægi þess að læknar séu í góðum tengslum við sjúklinga eða neytendur og heilbrigðisþjónustu á mismunandi vinnustöðum. I Bandaríkjunum eru nokkur hundruð þúsund starfandi læknar og um 10.000 sjúkrahús og 135 læknaskólar. Læknisfræðilegir framkvæmdastjórar (medical directors) annast venjulega símenntun lækna á sjúkrahúsum. Hér á landi mætti nefna hliðstæður til dæmis Fræðslunefnd Landspítalans og föstudagsfundi fyrir starfandi lækna á Landspítalanum. í Bandaríkjunum hefur verið lögð vaxandi áhersla á samstarf milli læknasamtaka sem sjá um símenntun og »læknisfræðilegra framkvæmdastjóra« á sjúkrahúsum. Vegna vaxandi tæknivæðingar er búist við miklum breytingum á þessu í náinni framtíð. í Sovétríkjunum eru 83 læknaskólar og 52 stofnanir sem annast framhaldsmenntun lækna að læknaprófi loknu. Auk þess eru 16 stofnanir sem annast símenntun fyrir sérfræðinga í læknisfræði. Þar eru í gildi tvenn lög um símenntun lækna frá árunum 1927 og 1938. I þeim síðamefndu er kveðið á um að sveitalæknar njóti símenntunar þriðja hvert ár, en bæjarlæknar fimmta hvert ár. I nokkrum þjóðlöndum hafa verið gerðar kannanir meðal lækna á því hvað læknar telji að hafi mest gildi varðandi símenntun. I einni slíkri könnun í Skotlandi kom í ljós að skoskir læknar álitu mikilvægast að lesa fagbókmenntir til að viðhalda menntun sinni. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvað helst gæti bætt símenntun lækna. Jafnframt virðast litlar og takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um kostnað við símenntun. Hér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.