Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Síða 56

Læknablaðið - 15.10.1990, Síða 56
416 LÆKNABLAÐIÐ á landi mætti til dæmis leita upplýsinga um kostnað við utanlandferðir lækna til símenntunar og reikna símenntunarkostnað út frá þeim. Samkvæmt upplýsingum frá Skrifstofu ríkisspítala var kostnaður við utanlandsferðir lækna (ferðalög, dagpeningar og ráðstefnugjöld) tæplega 28 milljónir árið 1988. Þessi kostnaður reiknast á 146 lækna. I Bretlandi annast ríkið símenntun lækna ásamt læknaskólum og kennslusjúkrahúsum. Þar er þátttaka lækna í símenntun komin undir lækninum sjálfum vegna þess að símenntun er ekki lögboðin í Bretlandi, er svo reyndar í flestum öðrum löndum. Áhrif símenntunar fyrir sjúklinga er ekki alltaf augljós. Nauðsynlegt er að rannsaka betur áhrif símenntunar á þjónustuna. AÐRAR AÐFERÐIR TIL SÍMENNTUNAR Mikilvægast varðandi símenntun lækna er sjálfsagi. Áhersla hefur verið lögð á margháttað sjálfsmat innan sérgreina. Flestum læknum er sameiginlegt að þeir vinna best undir álagi og þrýstingi eins og þegar menn eru komnir í tímaþröng fyrir próf. Áhugi og hæfni einstaklingsins til að læra skiptir hvað mestu máli. Skilningur og undirstöðuþekking skiptir miklu, svo og hæfur kennari. Sérhver læknir þarf að skilja hvað er honum sjálfum mest virði í símenntun, hvort það er lestur fagtímarita, samræður við kollega, handleiðsla varðandi sjúklinga eða rannsóknavinna. Þetta er einstaklingsbundið en allra mestu máli skiptir, að hafa skilning á gildi þess að geta leyst úr vandamálum sem koma upp á hverjum tíma í starfi og forðast að skapa nýtt vandamál við lausn annars. Sérfræðingar á háskólasjúkrahúsum þurfa að efla umræður, auka samstarf milli séfræðinga sem vinna á svipuðu sviði og þeir sjálfir en ekki einungis spyrja stúdenta, aðstoðarlækna og hjúkrunarfræðinga, sem vanalega hafa minni þekkingu og takmarkaðri reynsluheim heldur en sérmenntaðir læknar. Vaxandi áhersla hefur verið lögð á að sérfræðingar leiti til þeirra sem hafa meiri þekkingu en þeir sjálfir til þess að dýpka eigin þekkingu og auka starfsreynslu. Sérfræðingar eiga ekki að hika við að spyrja til dæmis yfirlækna eða prófessora um alla þætti starfs þeirra, bæði varðandi sjúklinga og alla stjóm deilda. Ekki er óalgengt hér á landi, þegar sérfræðingar spyrja yfirlækna sína, að málið sé þeim óviðkomandi, engu er svarað eða yfirlæknar óska að fá frest til að svara. Þekking, færni og hugarfar er oftast samofið og hefur áhrif á kennslu samtímis. Læknar ættu að reyna að afla sér þekkingar alls staðar, í kaffi- og matartímum, í hléi frá öðrum störfum, meðan á akstri stendur, með því að hlusta á fræðilegar snældur. Hugarfarsbreytingar geta orðið við að ræða málin við kollega. Venjulega skilst vandinn sem glímt er við betur eftir á. HLUTVERK LÆKNABLAÐA Margir álíta að læknar þurfi talsvert mikla örvun til þess að lesa læknablöð. Slík örvun getur verið komin undir: 1) menntun, 2) þátttöku læknisins, 3) stjómunarlegri breytingu, 4) láta í ljós álit sitt, 5) peningahagnaði og 6) peningasektum. í mörgum löndum heims eru læknablöð gefin út bæði af læknafélögum og sérgreinafélögum. HLUTVERK FYRIRLESARA Saga fyrirlesara hefur verið rakin til Hippókratesar árið 300 f.K. Vitað er um fyrstu læknisfræðilegu fyrirlesarana í Grikklandi. Margir álíta að fyrirlesarar séu hagkvæmir til kennslu vegna þess að þeir kosta tiltölulega lítið og ná til margra í einu. Einnig gefa þeir mönnum tækifæri til þess að koma með athugasemdir strax í lok fyrirlesturs og stuðla þannig að því að nýjar hugmyndir komi fram. Á síðari árum hefur verið leitað að nýjum aðferðum við símenntun lækna. I Bandaríkjunum hefur verið lögð áhersla á að smærri hópar sérfræðinga ræði ýmis vandamál innan læknisfræðinnar. Þessir hópar samanstanda af 8-12 sérfræðingum sem hittast einu sinni í viku, hálfsmánaðar- eða mánaðarlega árum saman. Slíkir sérfræðingahópar hafa til dæmis hist í allt að 10 ár samfleytt. Fagleg umræða í slíkum hópum er fyrst og fremst um klínísk vandamál sem koma upp í starfi og hvemig eigi að bregðast við þeim. Jafnframt er talað um heimspekina bak við starfið, tilfinningar sérfræðinga og hverjir gætu helst veitt leiðbeiningar eða ráðgjöf varðandi vanda sem upp kann að koma. I þessum litlu hópum eru jafnframt haldnir fyrirlestrar og hópurinn sér um ráðstefnur eða námskeið.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.