Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 57

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 417 Einnig er kennt af myndsegulböndum eða með óformlegum hópumræðum. Þar hefur verið lögð áhersla á að iðulega eigi sér stað hugarfarsbreyting hjá sérfræðingum meðan á viðræðum stendur og geti það hjálpað til að framkalla álíka hugarfarsbreytingu hjá sjúklingum. Siðferðilegar umræður vega oft þungt. Allir læknar rekast á siðferðileg vandamál í læknisstarfi en margir forðast að ígrunda það. Aðalmarkmið með þessum hópumræðum er fyrst og fremst að auka fagþekkingu hvers og eins. Fróðlegt væri að vita hvort álíka sérfræðingahópar fyrirfinnast hér á landi og þá í hvaða sérgreinum. Læknar eru yfirleitt hungraðir í nýja þekkingu og fróðleik innan fræðigreinar sinnar. Tvö veigamikil vandamál þarf að leysa: að finna tíma til að annast og taka þátt í símenntun og útvega peninga til þess að standa straum af kostnaði við símenntun. Lyfjafyrirtæki hafa oft styrkt lækna fjárhagslega til símenntunar og er það lofsvert. HVAÐ HVETUR LÆKNA TIL SÍMENNTUNAR Þekktur bandarískur læknir sagði eitt sinn, »læknisfræðin er eiginkona mín, bækumar eru hjákonur, ef mér leiðist eiginkonan eyði ég nóttinni með hjákonunni«. Mjög fá þjóðlönd hafa jafn umfangsmikil símenntunamámskeið og skipulögð eru í Bandaríkjunum. Þar em svokölluð Fylkisráð lækna (Medical State Board), sem þurfa að gefa álit sitt á öllum þeim sérfræðingum sem taka sér frí frá læknisstörfum til að gegna öðrum embættisstörfum en læknisfræðilegum. Þegar þessir sérfræðingar koma síðan aftur til læknisfræðilegrar vinnu er það undir þessum samtökum komið að meta þekkingu þeirra á nýjan leik. Með fjölgun kvenna í læknastétt og sökum bameignafría þeirra eða annarra fjölskyldustarfa er álitið að slíkum nefndum komi til með að fjölga í framtíðinni. Undanfarin átta til tíu ár hefur þróun í Bandaríkjunum og á vegum Amerísku sérfræðisamtakanna verið sú að veita sérfræðingum aðeins takmarkað sérfræðingaleyfi. Alitið er að þetta eigi eftir að hafa áhrif innan fleiri þjóðlanda. I Bandaríkjunum veita 12 sérfræðingafélög af 23 takmarkað sérfæðingaleyfi til sjö ára en í flestum sérfræðingafélögum aðeins til þriggja ára. Ástæða þessarar þróunar er einkum að tryggja að sérfræðingur viðhaldi sérmenntun. Þannig er haft eftirlit með gæðum þjónustunnar. Þetta vakti í fyrstu mikla skelfingu meðal sérfræðinga og margir óttuðust að fá ekki endumýjaða sérfræðiviðurkenningu sína eftir þessa breytingu. I þeim sérfræðingafélögum í Bandaríkjunum sem veita sérfræðileyfi til þriggja ára þarf sérfræðingurinn að hafa lokið 150 klukkustundum í viðurkenndum símenntunamámskeiðum á þremur árum til að fá endumýjaða sérfræðiviðurkenningu. Ávinningur af símenntun er margs konar, kauphækkun, stöðuhækkun og viðurkenningarskírteini. En hvað þurfa læknar til að viðhalda sérfræðiþekkingu sinni? Þeir þurfa að hafa ákeðna hæfileika og löngun til þess að fóma sér fyrir starf sitt. Læknar þurfa að skilja mikilvægi þess að halda áfram að efla þekkingu sína, en til þess þarf að hafa gagnrýnið hugarfar og gott gæðaeftirlit í heilbrigðisþjónustu. Áhuginn þarf að koma frá lækninum sjálfum, og einnig þarf að fá rétta örvun á vinnustað. Við bætist síðan löngun til fræðilegrar fullkomnunar (professionalism). Sú staðreynd að sumir læra meira og auðveldar en aðrir og eru auk þess fljótari að því er einnig umhugsunarefni. Það er eins og sumir læknar hafi meiri löngun og ánægju af að viðhalda menntun sinni og hafi auk þess meiri tilfinningu fyrir símenntun en aðrir. Sérhver læknir þarf að ákveða sjálfur hvað honum er fyrir bestu og af hverju eða með hvaða móti hann lærir mest. Algengustu símenntunaraðferðir í nágrannalöndum okkar virðast vera lestur fræðirita (um 52%), ýmis konar læknanámskeið (18,8%), hlustun á faglegar snældur og í Bandaríkjunum einkum og sér í lagi ýmis konar sjálfsmat (30%). Við athugun á aðferðum sem læknar nota við að lesa læknablöð hefur komið í ljós að læknar nota einkum þrjár aðferðir: fletta blöðum, lesa blöð á hraðlestri, lesa valdar greinar í hverju blaði. Einstaka læknar klippa jafnframt út greinar úr læknablöðum og flokka með ýmsum hætti. SÍMENNTUNARUMRÆÐA ÍSLENSKRA LÆKNA Viðhaldsmenntun og símenntun lækna hér á landi hefur verið gefinn alltof lítill gaumur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.