Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.10.1990, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 419-30 419 SKURÐLÆKNAÞING 1989 Útdrættir úr erindum fluttum á skurölæknaþingi íslands 14.-15. apríl 1989 ÁRANGUR MEÐFERÐAR Á LÆRLEGGSBROTUM MEÐ GROSSE-KEMPF INTERLOCKING MERGNAGLA Höfimdar: Brynjólfur Mogensen, Stefán Carlsson, slysa- og bœklunarlœkningadeild Borgarspítalans Flytjandi: Brynjólfur Mogensen lnngangur: Kuntscher innleiddi mergnaglann fyrir tæpum fimm áratugum síðan. Kurlbrot og brot ofar- eða neðarlega á skaftinu hefur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla eingöngu með mergnagla með góðum árangri. Tii þess að bæta úr þessum vanköntum hannaði Kuntscher frumgerðina af interlocking mergnagla í lok fimmta áratugarins. Grosse-Kempf hönnuðu interlocking mergnaglann eins og hann er þekktur í dag og birtu fyrstu niðurstöður 1976. Með interlocking mergnagla er hægt að meðhöndla flestar tegundir skaftbrota á lærlegg og hefur hann náð mikilli útbreiðslu á síðustu árum. Hönnun og aðferð: Mergnaglinn er forbeygður, til þess að passa betur fyrir antecurvationina á lærleggnum. Frá Trochanter major er hægt að setja sterka skrúfu skáhallt í gegnum naglann og út í gegnum trochanter minor. Að auki er hægt að setja tvær þverskrúfur að neðanverðu í gegnum naglann. Með þessu móti er hægt að koma í veg fyrir styttingu þrátt fyrir kurlbrot og hindra snúningsskekkjur. Efniviður: Sjö sjúklingar með lærleggsbrot voru meðhöndlaðir með Grosse-Kempf mergnagla frá október 1987 til loka 1988 á Borgarspítalanum. Fimm sjúklingar höfðu slasast í umferðinni og tveir í vinnunni. Fjórir voru með fjöláverka. Niðurstöður: Það var hægt að negla alla óblóðugt nema einn. Hjá sex sjúklingum var brotunum læst með skáskrúfu uppi og einni eða tveimur þverskrúfum niðri. Hjá einum var aðeins mergnaglinn notaður. Hjá öllum náðist svo góð og stöðug lega að hreyfa mátti sjúklinga að vild brotsins vegna. Það þurfti að gera tvær kviðarholsaðgerðir og margar aðgerðir vegna brota eða brotliðhlaupa hjá fjöláverkasjúklingum. Heildarsvæfingar- og aðgerðartíminn var mjög langur. Mergneglingin ein og sér tók langan tíma. Engar staðlægar aukaverkanir áttu sér stað. Þrír sjúklingar fengu fimm almennar aukaverkanir en náðu sér. Taka þurfti þverskrúfumar hjá tveimur sjúklingum nokkrum vikum eftir slysið til að flýta fyrir beingróanda. Ályktun: Fjöláverkar hjá sjúklingum sem hljóta kurlbrot á lærlegg era algengir. Nákvæmt mat í upphafi er mikilvægt því reikna verður með löngum svæfingar- og aðgerðartíma. Með Grosse-Kempf interlocking mergnaglanum er hægt að meðhöndla með góðum árangri flest kurlbrot á lærlegg. GERVILIÐAAÐGERÐIR Á ÍSLANDI Höfundur: Brynjólfur Mogensen, slysa- og bœklunarlœkningadeild Borgarspítalans Flytjandi: Brynjólfur Mogensen Fyrir aldamót var reynt að gera gerviliðaaðgerðir, en árangur var lélegur eins við mátti búast vegna skorts á þekkingu og tækni. Það var ekki fyrr en í byrjun sjöunda áratugarins sem gerviliðaaðgerðir vegna slits í mjöðm voru gerðar með góðum árangri. Skipti þar mestu brautryðjandastarf Sir John Chamley sem hannaði nútíma mjaðmargerviliðinn og innleiddi beinsementið. Vel hannaðir hnégerviliðir litu dagsins Ijós í lok sjöunda áratugarins. Langtímaárangur er góður hjá um 90% sjúklinga eftir gerviliðaaðgerð í mjöðm eða hné. Gerviliðaaðgerðir á Islandi hófust snemma. Próf. Snorri Hallgrímsson gerði fyrstu mjaðmargerviliðaaðgerðina á Landspítalanum 1969. Með tilkomu bæklunarlækningadeildar Landspítalans 1972 var fljótlega undir stjóm Stefáns Haraldssonar farið að gera um og yfir 100 mjaðmagerviliðaaðgerðir á ári. Stefán Haraldsson gerði fyrstu hnégerviliðaaðgerðina 1976. í dag eru framkvæmdar gerviliðaaðgerðir á fimm sjúkrahúsum á íslandi (Borgarspítalanum, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Landakoti, Landspítalanum og St. Jósefsspítalanum Hafnarfirði). Fjöldi gerviliðaaðgerða hefur verið álíka síðustu árin með nokkuð jafnri dreifingu milli sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Akureyri en mun færri í Hafnarfirði. Árlega eru gerðar um 180 mjaðma- og 80 hnégerviliðaagerðir með álíka kynskiptingu og meðalaldur rétt undir sjötugu. Frá upphafi hafa verið gerðar tæplega 2800 mjaðma- og um 540 hnégerviliðaaðgerðir. Einnig hafa verið gerðar um 100 gerviliðaaðgerðir á öðrum liðum til dæmis fingrum sjúklinga með iktsýki. Þrátt fyrir hlutfallslega margar aðgerðir á hverju ári eru um 500 manns á biðlista eftir aðgerð. Skýringamar á löngum biðlista geta verið margar en óneitanlega vaknar sú spuming hvort tíðni á slitgigt í mjöðm og hné sé hærri hér en í nágrannalöndunum. SLYSAKOSTNAÐUR Á ÍSLANDI Höfundur: Brynjólfur Mogensen, slysa- og hœklunarlœkningadeild Borgarspítalans Flytjandi: Brynjólfur Mogensen Erfitt er að fá nákvæmar upplýsingar um slysakostnað á Islandi þar sem gagnasöfnun um tíðni og skráningu slysa svo og kostnað er enn ábótavant og skráning ekki samræmd. Það er talið að 1987 hafi rúmlega fjórði hver Islendingur slasast eða alls um 59000 manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.