Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1990, Page 63

Læknablaðið - 15.10.1990, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 423 Table 1. Weight of the Thyroid gland in Icelanders. Present study within parenthesis. Sigurjónsson 1939 Johnsen 1967-1976 <25 grams <40 grams Maies 13,98 grams (17.57 g) Males 16,50 grams (18,95 g) Females 11,58 gr (13,75 g) Females 14,25 gr (14,71 g) Sigurjónsson's and Johnsen's studies were done on autopsy material. Sigurjónsson suggested in his study in 1939 that legal autopsy material might give more reliable figures. The present study was done on legal autopsy material. adult males (20-79 years) was 19,25 grams and 16,25 grams in females. Using the same methods as Sigurjónsson and Johnsen our corresponding figures are shown within parenthesis in Table 1. MÁ FORÐA YFIRVOFANDI DREPI í VEF? Höfundar: Jens Kjartansson, St. Jósefsspítali Hafnarfirði Flytjandi: Jens Kjartansson Eftir ýmsar aðgerðir getur orðið blóðþurrð í vef, sem leiðir til dreps og eyðileggur árangur aðgerðar. Fram til þessa hefur ekki verið mögulegt að forða eða draga úr blóðþurrð í vefjum mannslíkamans. Sýnt hefur verið fram á með fyrri rannsóknum í dýrum, að hægt er að auka blóðflæði í vef sem þolað hefur blóðþurrð með skyntaugaefnum (sensory neuropeptides) CGRP og SP og ennfremur með rafertingu á skyntaugum í húð. Blóðflæði var mælt í húðflipum 20 sjúklinga, sem höfðu gengist undir lýtaskurðlækningar með húðflipaaðgerð, þar sem flipamir sýndu klínísk merki um minnkað blóðflæði. Blóðflæðið í flipunum jókst marktækt við rafertingu (ENS) (p<0,001) miðað við placebo ENS. Endurtekin raferting minnkaði stasa og bjúg marktækt (p<0,001) og háræðafylling batnaði einnig marktækt (p<0,001). Niðurstöður þessara rannsókna gefa til kynna að raferting í blóðþurrð auki blóðflæði og geti hindrað drep. MEÐFÆDD VÖNTUN SKEIÐAR, ENDURSKÖPUN MEÐ FLATRI FYLLINGU Höfundar: Jens Kjartansson, St. Jósefsspítali Hafnarfirði, Bengt Körlof, Marc Bygdeman. Karolínska sjúkrahúsið Stokkhólmi Flytjandi: Jens Kjartansson Meðfædd vöntun skeiðar (agenesis og atresia vagina) er til staðar hjá 1/4-5000 lifandi fæddum stúlkubömum á Vesturlöndum og var fyrst lýst af Realtus Columbus 1572. Ofannefndur fæðingargalli á sennilega rætur sínar að rekja til galla í ductus mesonephricus og samfara honum er oft vansköpun á legi, nýmm og jafnvel í beinum. Litningagerð stúlknanna er 46 XX og legið er ekki til staðar í 90% tilfella. Fyrsta einkenni þessa sjúkdóms er venjulega, að ekki verða neinar tíðir hjá annars eðlilega þroskuðum konum með eðlileg ytri kynfæri, það er að segja eggjastokkar starfa eðlilega. Nauðsynlegt er að rannsaka sjúklinga fyrir aðgerð með tilliti til ectopisks nýra í grindarholi sem getur verið frábending fyrir aðgerð. Lýst er þeim meðfylgjandi formum sem náð hafa mestum vinsældum á síðastliðinni öld og byggjast á mismunandi aferðum, það er myndun holrúms á milli urethrae og rectum, sem látið er gróa ýmist án húðflutnings eða með, flutningur þarmabúta, endursköpun með húð eða vöðvaflipum og loks endursköpun með einföldum þrýstingi án frekari aðgerðar. Nú á tímum eru notaðar þrjár þessara aðferða: Flipar eru notaðir við endursköpun stórra skaða til dæmis eftir krabbameinsaðgerð. Húðtransplantöt og þrýstingur eru eingöngu notaðar til endursköpunar eftir meðfædda vöntun vagina. Þrýstingsaðferð gefur viðunandi árangur í 70-80% tilfella en meðhöndlunartiminn er mjög langur og algengur fylgikvilli er framfall skeiðarhúðar. Árangur endursköpunar skeiðar með myndun holrúms og ígræðslu húðar með fyllingu hefur sýnt bestan árangur en lýst hefur verið verulegum óþægindum sjúklinga vegna fyllingarinnar sem þarf að vera til staðar lengi til að hindra samdrátt í hinni ágræddu húð. Notast hefur verið við sívala fyllingu sem leggst illa að anatomíu grindarhols kvenna og því var árið 1974 hönnuð við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi ný fylling sem aðlöguð var anatomíunni og situr þar af leiðandi mun betur, veldur minni óþægindum og hægt er að koma henni fyrir í aðgerð við sterflar aðstæður og laga að passlegri stærð skeiðarholsins. Þessi fylling er flöt og mjúk og leggst á sama hátt og vagina gerir hjá normal konu. Fyllingin er hönnuð þannig að hún ræsir stöðugt fram sárið. Rannskaður var árangur tíu kvenna sem gengist höfðu undir endursköpun skeiðar með flatri fyllingu. Meðalaldur var 19,5 ár og dreifðist frá 17-24 ára. Uterus vantaði í allar konumar og einungis annar eggjastokkur var til staðar hjá tveimur. Introitus og clitoris voru til staðar hjá öllum sjúklingum. Sjúklingamir vom skoðaðir einu til tíu ámm eftir aðgerð og að þeirra dómi var árangur góður, vagina mældist 7- 8 cm. djúp. Kostir flatrar fyllingar em að hún er léttari og þægilegri fyrir sjúklinginn, fellur vel að anatomíu grindarholsins og ræsir út hið transplanteraða svæði. TELESCOPE AÐGERÐ Á BRJÓSTUM Höfundur: Jens Kjartansson, St. Jósefsspítali Hafnarfirði Flytjandi: Jens Kjartansson Helstu sköpulagsaðgerðir á brjóstum byggja á flutningi brjóstvörtu á kirtil og leðurhúðflipa ofar á brjóstið, brottnám brjóstavefs og/eða húðar neðar af brjósti og þekja undir brjóstvörtu er fengin með miðlægum og hliðlægum húðflipum sem mætast undir brjóstvörtum. I langflestum tilvikum er hægt að notfæra sér áðumefnda aðferð til formbreytinga á brjóstum með góðum árangri. Þó eru að minnsta kosti tvö afbrigði af formgöllum á brjóstum þar sem erfitt getur verið að ná góðum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.