Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1990, Page 64

Læknablaðið - 15.10.1990, Page 64
424 LÆKNABLAÐIÐ árangri með fyrmefndum aðferðum. Má þar fyrst nefna sjaldgæfan formgalla, það er keilubrjóst (tubular breast deformity) sem einkennist af eftirfarandi: Brjóstið er keilulaga fremur en ávalt, ummál brjóstagrunnsins er minna en eðlilegt er. Brjóstagrópin er hærri en vera ber, brjóstvartan er geipistór og brjóstavefurinn virðist þenja út brjóstvörtuna og myndast þá gjaman flöskuhálslögun ofan við brjóstvörtuna. Hins vegar em hangandi brjóst með mjög stómm brjóstvörtum þar sem ysti hluti brjóstvörtunnar lendir á áðumefndum húðflipum, sem þekja undir brjóstvörtunni. Telescope aðgerð hefur reynst handhæg aðferð til lagfæringar á áðumefndum formgöllum. Aðgerðin felst í eftirfarandi: Brjóstvartan er teiknuð eðlilega stór. Umfram brjóstvarta og húð fjarlægð sem hlutþykktarhúð þannig að leðurhúðin standi eftir. Skorið er í gegnum íeðurhúð við ytri hring og brjóstavefurinn losaður frá húðinni niður að brjóstavefnum. Brjóstagrópin er dýpkuð um 2-4 cm. Leðurhúðin saumuð inn undir húð til að minnka líkur á að brjóstavefurinn verpist út á nýjan leik og húð saumuð að brjóstvörtu. Kannaður er árangur aðgerðar á 15 konum með keilubrjóst hálfu til þremur ámm eftir aðgerð og er árangur góður í 11 tilvikum en í fjómm tilfellum hefði húðtakan mátt vera meiri til að forðast alveg flöskuhálsmyndun. Einnig var kannaður árangur af aðgerð á sex sjúklingum með mjög stórar brjóstvörtur og vom allir sjúklingar ánægðir og enginn þeirra með recidiv. Höfuðkostir telescope aðgerðar em að hún tekur tiltölulega stuttan tíma, ömggt blóðflæði er til brjóstvörtu, engin tmflun á tilfinningu í brjóstvörtuna, ræsing frá sárinu er óþörf og eingöngu myndast ör í kringum brjóstvörtuna. »THROMBOGENECITET« UPPLEYSANLEGS OG ÓUPPLEYSANLEGS MICROSEYMIS Höfundar: Olafur Einarsson lýtalœkningadeild Landspítala, Sören Hammen, Protein Labaratoriet Köbenhavn, Muneo Miyasaka, Tokai University Hospital Isehara Japan Flytjandi: Olafur Einarsson Á allra síðustu ámm hefur »resorberbar microþráður« komið á sjónarsviðið (monofilament polyglactin; 10-0 Vicryl). Slíkur resorberbar polyester saumur hefur verið notaður ámm saman, sem macroþráður. Sýnt hefur verið fram á að hann hefur, sem slíkur, vissa kosti umfram »nonresoberbar« þræði við notkun í anastomosur í vaxandi æðum (Myers et al 1982). Auk þess er hann álitinn minna vefsertandi (Hermann et al. 1970; Steen et al 1984). Þessi nýi uppleysanlegi microþráður gæti því verið athyglisverð og nytsamleg viðbót við það óuppleysanlega microseymi, sem til er fyrir. Vegna þess að algengasta orsök þess að microanastomosur mistakast er thrombosa, er mikilvægt að kanna »thrombogenicitet« þessa nýja seymis og bera saman við það, sem best hefur reynst hingað til. Samanburður á ýmsum þekktum nonresorberbar microþráðum hefur leitt í Ijós, að polypropylene (10- 0 Prolene) hefur minnsta tilhneigingu til að valda thrombosu (Lixfeld og MacGregor 1974; Krag et al 1981). Því er í þessari rannsókn, með tilraunum á rottum, gerður samanburður á thrombogeniciteti hjá nonresorberbar 10-0 og Prolene resorberbar 10-0 Vicryl. Þráðunum var komið fyrir í sitt hvorri vv femoris communis og stærð áhangandi thromba athuguð eftir tiltekinn tíma. í 10 tilfellum af 11 reyndist thrombosan vera stærri hjá Vicryl og að meðaltali voru thrombar á hinu resorberbara Vicryl 30% stærri en á nonresorberbar Prolene. Ekki er hægt að mæla með notkun Vicryl í microanastomosur. ÞJÓLÆRISFLIPI (GLUTEAL THIGH FLAP), KLÍNÍSK REYNSLA Höfundur: Ólafur Einarsson lýtalœkningadeild Landspítala Flytjandi: Olafur Einarsson Meðal algengustu legu- eða þrýstingssára eru sár yfir sitjandabeini (túber Ischii) og yfir beininu helga (os sacrum). Þegar um er að ræða lamað fólk (paraplegiu o.fl.) koma margskyns myocutan flipar til greina til viðgerða á slíkum sárum. Þá eru notaðir vöðvar, sem hvort eð er hafa enga hreyfifunktion. Hins vegar er síður kosið að nota myocutan flipa hjá fólki, sem af öðrum ástæðum en lömun hefur fengið sár á ofangreind svæði. Þá er þjólærisflipinn ákjósanlegur valkostur enda lítilli eða engri »vöðvastarfsemi« fómað. Raunar má nota þennan flipa hjá paraplegicerum einnig ef svo ber undir. Þessum flipa hefur verið beitt í allmörgum tilfellum undanfarin þrjú ár á lýtalækningadeild Landspítalans. Flipinn hefur verið notaður í ýmsum myndum allt frá »random cutan flipa« upp í »axial fasciocutan island flipa«. Blóðrás í honum hefur reynst traust enda þótt ekki sé í honum neinn vöðvi. Sömuleiðis hefur hann reynst stabill og endingargóður á þessi tvö svæði, sem mikið mæðir á í daglegu lífi. FRÍR VÖÐVAFLUTNINGUR Á RIST VEGNA ALVARLEGS ÁVERKA Höfundar: Ólafur Einarsson lýtalœkningadeild Landspítala, Jens Kjartansson St. Jósefsspítali Hafnarfiröi, Þráinn Rósmundsson barnadeild Landspítala Flytjandi: Olafur Einarsson Ungur sjómaður varð fyrir alvarlegu slysi á rist. Öll metatarsal bein brotnuðu og húð og mjúkpartar skófust af ristinni frá öklalið fram á tær. Verulegur hluti mjúkpartanna nekrótíseraði. Til að græða defectinn og hylja ristarbein var latissimus dorsi vöðvi fluttur frítt á ristina, en hann síðan þakinn með húðflutningi. Aðgerð tókst vel, en nokkur bjúgur var í flipanum í fyrstu sem hjaðnaði. Ein revisio var gerð eftir að blóðflæði var stabflt. Sjómaðurinn hélt fætinum og gengur nú á hann, en notar enn sem komið er sérsmíðaða skó. GREIND TILFELLI AF BRJÓSTAKRABBAMEINI 1988 Á LEITARSTÖÐ K.f. Höfundar: Einar Hjaltason og lœknar LeitarstóÖvar K.í. Flytjandi: Einar Hjaltason Urvinnsla: Alls greindist 121 kona. Greint er frá

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.