Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 69

Læknablaðið - 15.10.1990, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 429 ENDAÞARMSKRABBAMEIN Á BORGARSPÍTALA í 14 ÁR Höfundar: Páll Helgi Möller, Gunnar H. Gunnlaugsson, Jónas Magnússon Flytjandi: Páll Helgi Möller Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða lifun eftir aðgerð og tíðni ítrekaðs (recurrent) krabbameins í grindarholi hjá sjúklingum sem hafa gengist undir aðgerð á Borgarspítala vegna endaþarmskrabbameins. EfniviÖur og aðferðir: Afturskyggð leit var gerð í skjalasafni Borgarspítalans að sjúklingum er gengust undir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins árin 1975- 1987. Dukes flokkun var notuð við stigun sjúkdómsins. Lifun var metin með líftöflu að hætti Kaplan-Meyer og miðast við I. janúar 1989. Niðurstöður: Alls fundust 63 sjúklingar, þar af 38 karlar og 25 konur. Dukes flokkun Á: sex sjúklingar, B: tuttugu sjúklingar, C: tíu sjúklingar, 27 sjúklingar reyndust hafa ólæknandi sjúkdóm, þar af 15 sjúklingar með staðbundinn ólæknandi sjúkdóm. Dánartala eftir aðgerð var 1,5%. Lifun reyndist vera 100% í Dukes A, 55% í Dukes B og 24% í Dukes C. Lifun fyrir allan hópinn reyndist 30%. Þegar curativ aðgerð var framkvæmd reyndist lifunin vera 49%. Tíðni ítrekaðs krabbameins reyndist vera 5% í Dukes flokki B og 70% í Dukes flokki C. Enginn í Dukes flokki A fékk ítrekað krabbamein. Tíðni ítrekaðs (recurrent) krabbameins í grindarholi hjá þeim er gerð var á curativ aðgerð var 25%. Alyktun: Árangur af skurðaðgerð á Borgarspítala með tilliti til lifunar eftir aðgerð og ítrekað krabbameins er svipaður og í erlendum greinum. Tíðni ítrekaðs krabbameins í grindarholi í Dukes flokki C er mikil. Leiðir það hugann að til dæmis adjuvant pre-/post op geislameðferð eða að aðgerðartækninni sé ábótavant. BRISSTEINAR Höfundur: Sigurgeir Kjartansson, Landakotsspítala Flyljandi: Sigurgeir Kjartansson Kalkanir í brisi fylgja oft hægfara brisbólgu, en steinar í brisgangi eru hins vegar mun sjaldgæfari en við mætti búast, þar sem aðaluppistaða þeirra, Ca C03 er í yfirmettaðri lausn í eðlilegum brissafa og myndi falla út ef ekki kæmi til sérstakt prótein, (Pancreatic Stone Protein) sem vamar útfellingu við eðlilegar aðstæður. Hér er rakinn ferill þriggja sjúklinga, er komu til meðferðar vegna brissteina á Landakotsspítala á 17 ára tímabili, 1972-89. Um var að ræða einn karl, 67 ára og tvær konur, 50 og 70 ára. Brisbólga og stíflueinkenni ríktu í sjúkdómsmynd. Ofneysla áfengis kom ekki fram í sögu þeirra. Einkenni: Niðurgangur: 3/3. Verkir: 3/3. Létting: 2/3 4,12 kg. Greining staðfest með: ERCP: 2/3. Rtg yfirlit: 2/3. Ómskoðun: 2/3. Meðferð: Laparotomi: 3/3. Sphinchteroplastic Oddi & Ducti Pancreatici: I. Sphinchterotomi & Expl. Ducti Pancr: 1. Posterior Pancreatomi: I. Skakkafölt: Dehiscence hjá 70 ára konu eftir aðgerð vegna bráðabrisbólgu af völdum brissteins. Utskrift á áttunda, 11. og 21. degi eftir aðgerð. Afdrif: Fimmtíu ára kona 10 ár eftir aðgerð, án einkenna frá brisi, án lyfja. Sextíu og sjö ára karlmaður átta mán. eftir aðgerð, verkjalaus, þarfnast pancreas. enzyms P O. Sjötíu ára kona, sjö mán. eftir aðgerð einkennalaus, án lyfja. Niðurstaða: Sjaldgæfur sjúkdómur með einkennandi sjúkdómsmynd, vegna stíflu í brisgangi, án truflunar á innkirtilstarfsemi. Svarar vel meðferð sé skorið til steina áður en varanleg skemmd á brisvef hefur hlotist af. BLÓÐÞÉTTNI SÉRHÆFÐS MÓTEFNAVAKA FYRIR HVEKK (PROSTATIC SPECIFIC ANTIGEN = PSA) Höfundar: Magnús Valdimarsson, Matthías Kjeld. Guðmundur V. Einarsson, Egill Jaeobsen, Kristinn P. Magnússon. Rannsóknastofa í Domus Medica, handlœkningadeild Landspítala Flytjandi: Magnús Valdimarsson Nýlega hefur tekist að finna og einangra mótefnavaka, sem er sérhæfður fyrir hvekksvef (blöðruhálskirtilsvef). PSA er einnar keðju glycoprótín (34000 dalton). Efna- og ónæmisfræðilegir eiginleikar PSA eru frábrugðnir eiginleikum súrs fosfatasa (PAP), sem til þessa hefur verið eini æxlismarkinn (tumor marker) til greiningar hvekkskrabbameina. Nokkur sermisþéttni PSA finnst hjá sjúklingum með sjúkdóma í hvekk, til dæmis krabbamein og góðkynja stækkun kirtilsins. Ekki er um marktæka hækkun á PSA að ræða við krabbamein í öðrum vefjum en hvekksvef. Þessi könnun á þéttni PSA í viðmiðunarskyni náði til 94 ára. Flestir einstaklingamir voru blóðgjafar í söfnunarferðum Blóðbankans, auk nokkurra, sem valdir voru af handahófi. Þéttni PSA og PAP var borin saman hjá hópi 46 meintra sjúklinga. RIA aðferðir voru notaðar við mælingamar (PSA; Hybritech Inc., PAP; Amersham). Niðurstöður benda til hækkunar á PSA með aldri. Meðalgildi PSA hjá körlum reyndist vera 1,1 ng/ml. Hjá körlum yngri en 40 ára 0,6 ng/ml, en hjá körlum eldri en 40 ára 1,4 ng/ml. Hjá konum var meðalgildið mun lægra eða 0,1 ng/ml. Allir karlar yngri en 40 ára og 94% karla eldri en 40 ára mældust með PSA <4 ng/ml. 6% eldri karlanna mældust með PSA 4-10 ng/ml. Við samanburð á PSA og PAP kemur í Ijós allgóð fylgni (correlation) milli þessara tveggja mælinga (r= 0,48, p<0,001). ALGENGI HÆKKAÐS STYRKS SÁÐFRUMUMÓTEFNA í SERMI HJÁ ÍSLENSKUM KÖRLUM OG KONUM. FORKÖNNUN Höfundar: Kristinn P. Magnússon, Matthías Kjeld, Guðmundur Vikar Einarsson. Rannsóknastofan í Domus Medica, skurðlcekningadeild Landspítala Flytjandi: Kristinn P. Magnússon Fundið var algengi hækkaðs styrks sáðfrumumótefna í sermi hjá heilbrigðum hópi íslendinga (blóðgjafar úr söfnunarferðum Blóðbankans). Forkönnun þessi er

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.