Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1991, Síða 44

Læknablaðið - 15.02.1991, Síða 44
80 LÆKNABLAÐIÐ fólk nefndi reykingar að fyrra bragði og svo þegar ekkert hafði verið minnst á reykingar og engin merki voru um reykingasjúkdóma. í síðastnefnda tilvikinu kváðust 50% heimililslækna ráðleggja reykbindindi oft eða stundum, 23% skurðlækna kváðust þá ráðleggja reykbindindi oft eða stundum, 40% lyflækna og 30% geðlækna. Óháð reykingavenjum ráðlögðu næstum allir reykbindindi við lungnasjúkdóma, hjartasjúkdóma, meðgöngu, sýkingar í efri öndunarfærum og við maga- og skeifugamarsár. Við reykingar eingöngu ráðlögðu 81% reykbindindi. UMRÆÐUR Árið 1984 samþykkti aðalfundur L.í. að fundir félagsins skyldu vera reyklausir og hefur því verið framfylgt. Þessi könnun á reykingavenjum lækna sýnir að á sama tíma og 32% Islendinga reykja daglega reykja einungis 13% íslenskra lækna daglega (8). Niðurstöður könnunar okkar eru traustar þar eð brottfall úr úrtaki var óverulegt. Óvíða er tíðni reykinga meðal lækna minni en á íslandi (1). Læknar sögðu sjálfir að helsta ástæða þess að reykja ekki væri heilsufarsleg. Læknum er óhægara um vik en mörgum öðrum að reykja opinberlega enda var fordæmi líka tilgreint sem mikilvæg ástæða þess að reykja ekki. Furðu margir læknar reykja stundum, allt að þrisvar sinnum fleiri en meðal þjóðarinnar. Hefur þess verið getið að læknar séu famir að nota tóbak á sama hátt og áfengi, þ.e. um helgar eða við hátíðleg tækifæri (9). Vindlar og pípa njóta mikillar hylli umfram sígarettur og meiri en almennt gerist. Ætla má að þeir sem áður reyktu daglega hafi hætt eða reyki nú minna en daglega. Einnig má ætla að þeir sem áður reyktu sígarettur hafi í auknum mæli skipt yfir í vindla eða pípu en þetta var þó ekki kannað sérstaklega. Það er vel þekkt að þeir sem reykja eru gjamari á að taka upp skaðminni(?) reykfæri fremur en að hætta alveg. Nýleg gögn benda hins vegar til, að pípureykingar að minnsta kosti séu jafn mikill sjúkdómsvaldur og sígarettureykingar (10,11). Lyflæknar og geðlæknar vom mest hallir undir reykingar (höfðu reykt, reykja enn) en heimilislæknar minnst. Það er athyglisvert að því yngri sem læknamir eru þeim mun færri hafa notað tóbak. Þannig hafa meira en helmingur (52%) lækna yngri en 40 ára aldrei reykt en í sama aldurshópi meðal þjóðarinnar var talan 29% árið 1989 (8,12). I könnun á reykingum læknanema á 1. og 6. ári reykti enginn á fyrsta námsári árið 1988 en meðal 6. árs nema reyktu 12.3% daglega (13). Persónulegar reykingavenjur lækna virðast skipta miklu máli þegar kemur að ráðgjöf um reykingar. Þrír af hverjum fjórum læknum sem reykja sjálfir ráðleggja reykbindindi en níu af hverjum tíu þeirra sem aldrei höfðu reykt (tafla VII). Þannig virðast reykingar hafa áhrif á faglega dómgreind og starfshætti lækna. Þetta kemur einnig fram í afstöðunni til reykingabanns á sjúkrahúsum. Þeim sem reykja daglega var mest í mun að réttur til reykinga á sjúkrahúsum væri ekki skertur. Hugmyndinni um reyklausa heilbrigðisþjónustu hefur mjög vaxið ásmegin. Ber þar margt til. Reykingar innanhúss ógna heilsu þeirra sem ekki reykja (14, 15). Ef minnka á sjúkdóma af völdum tóbaksreykinga er eðlilegt að starfsfólk heilbrigðisþjónustu taki fyrst af skarið, enda létt ef tíðnitölur reykinga eru lágar. Það eykur trúverðugleika í starfi. í rannsókn á viðhorfum starfsfólks ríkisspítala til þess að banna reykingar algerlega á heilbrigðisstofnunum, vildi næstum helmingur svarenda að þær verði alveg bannaðar, en 98% að þær verði takmarkaðar (4). Erlendis hafa rannsóknir sýnt að legutími styttist, eldhætta verður minni, umhverfið hreinna og léttara að þrífa (16, 17). Eftir á er reyklaust sjúkrahús öðrum fordæmi. »Ef þeir geta það, þá getum við líka!« Langvinnir sjúkdómar eins og æðakölkun og reyndar ýmis krabbamein eru í dag helstu sjúkdóms- og dánarorsakavaldar meðal Islendinga. Of lítið er vitað um aðdraganda þessara sjúkdóma en nú orðið er þó óumdeilt að tóbaksreykingar eru þar ofarlega á blaði. Þessi þekking væri þó til lítils ef læknar tækju sjálfir ekki mark á henni. I litlu samfélagi fylgist almenningur gerla með lífsháttum lækna og ráð um reykbindindi eru áhrifalítil ef læknirinn reykir sjálfur. Samkvæmt könnunum Hjartavemdar og Tóbaksvamanefndar hefur hundraðshluti reykingamanna minnkað hratt síðustu árin og verður jafnvel undir 20% árið 2000. Fordæmi heilbrigðisstétta er hér mikilvægt.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.