Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1991, Side 47

Læknablaðið - 15.02.1991, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 83-8. 83 Tómas Zoéga ATHUGUN Á SAMSKIPTUM 1608 EINSTAKLINGA VIÐ GEÐLÆKNI Á STOFU 1982-1989 INNGANGUR Nokkrar athuganir hafa verið gerðar hérlendis á samskiptum einstaklinga við heimilislækna/heilsugæslulækna og annað starfsfólk heilsugæslustöðva (1-9). í ljós hefur komið að allt að 90% af íbúum heilsugæslusvæða hefur samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðva á ári hverju (5). Geðsjúkdómar voru aðalástæða samskiptanna í 5.1% til 12.2% tilvika (4,5). Hæst var hlutfallið í könnun þar sem viðkomandi læknir hafði sérþekkingu á geðsjúkdómum (4). Kannanir sem fram fóru á vegum landlæknisembættisins á árunum 1974 og 1981 leiddu í ljós að læknar töldu að 6.5% og 4.7% samskiptanna væru vegna geðsjúkdóma og taugaveiklunar. I fyrri könnuninni var engum vísað til geðlæknis, en fjórum í hinni síðari, eða 2% af öllum tilvísunum til sérfræðinga (1,6). Lítið er vitað um að hve miklu leyti einstaklingar leita beint til sérfræðinga eða hve mikla milligöngu heimilislæknar hafa þar um. I athugun á bráðaþjónustu geðdeilda í Reykjavík árið 1983 kom í ljós að eingöngu 17.2% þeirra, sem leituðu sér aðstoðar þar, komu að tilhlutan heimilislæknis eða vaktlæknis (10). Sú rannsókn, sem hér verður fjallað um, beinist að því að kanna hvort læknir eða sjúklingur sjálfur og hans nánustu hafa frumkvæði að því að hann leiti sér aðstoðar hjá geðlækni. Einnig verður greint frá sjúkdómsgreiningu einstaklinganna og aldri er þeir leituðu fyrst aðstoðar á tímabilinu. Loks er athugað hvort sjúkdómsgreiningar hafa áhrif á það eftir hvaða leiðum sjúklingamir koma til geðlæknis. Frá geðdeild Landspítalans AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Upplýsingar voru fengnar hjá 1608 einstaklingum sem leituðu sér aðstoðar hjá geðlækni á stofu á árabilinu 1982-1989. Um er að ræða stofu geðlæknis þar sem leitast var við að hafa biðtíma ekki alltof langan og jöfnum höndum var beitt viðtalsmeðferð og lyfjameðferð. I byrjun fyrsta viðtals, eftir að skráð hafði verið niður nafn, fæðingardagur, heimilisfang og sími, var spurt um nafn heimilislæknis og þar á eftir var spurt hver hefði ráðlagt sjúklingi að leita sér aðstoðar hjá geðlækni. í lok hvers viðtals var gerð sjúkdómsgreining, en stundum var endanleg greining ekki gerð fyrr en að loknum nokkrum viðtölum. Við undirbúning þessarar greinar voru sjúkdómsgreiningar endurmetnar í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir og voru skráðar samkvæmt greiningarkerfi bandaríska geðlæknafélagsins, DSM-III- R (11). Astæðan fyrir því að það kerfi var notað en ekki sjúkdómsgreiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar var aðallega sú að skilmerkin í DSM-III eru skýrari og áreiðanleiki því meiri. Eingöngu er um að ræða mat viðkomandi geðlæknis. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að sannreyna greininguna með því að fá álit annarra. Könnuð var aldursdreifing sjúklinganna, er þeir komu fyrst til viðtals á tímabilinu, og hún borin saman við aldursdreifingu landsmanna. Fengnar voru upplýsingar frá Hagstofu Islands um mannfjölda og aldursdreifingu 1. desember 1987 og athugað með kí-kvaðrat aðferð, hvort munur er aldursdreifingu sjúklingahópsins og aldursdreifingu þjóðarinnar. Loks var athugað með kí-kvaðrat aðferð, hvort mismunur væri á tilvísunarleiðum eftir sjúkdómsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Af þeim 1608 einstaklingum, sem leituðu sér

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.