Læknablaðið - 15.01.1993, Side 20
14
LÆKNABLAÐIÐ
sem fékk geislajoðmeðferð á tímabilinu. Árið
1991 fékk 51 sjúklingur meðferð fram til
októberloka, og þeirra sem fá aðra meðferð
á því ári er ekki getið sérstaklega, enda önnur
meðferð oftast gefin þremur til níu mánuðum
eftir fyrstu meðferð. Það eru ekki ákveðnar
hreyfingar milli ára í neinum hinna mældu
þátta nema að fjöldi sjúklinga virðist ef til vill
aukast, ef dæma má af fjölda sjúklinga á árinu
1991, en þá bættust sex sjúklingar við fram til
áramóta og urðu 57 talsins. Karlar eru 19,1%
af hópnum.
Aldursdreifing sjúklinganna er sýnd í mynd 1.
Þar eru allir, sem fengu eina meðferð og þeir
41 sem fengu fleiri skammta. Flestir komu til
meðferðar á aldrinum milli 35 og 65 ára og
tíðni endurtekinna meðferða var frá þremur til
sex í þeim aldurshópum. Hafa verður í huga
að önnur meðferð frá árinu 1991 er ekki talin
með, en tíðni einstaklinga með endurtekna
meðferð, eina eða fleiri, fyrir árin þar á undan
var 19% eða tæplega fimmti hver sjúklingur,
sem hefur verið áfram með ofstarfsemi eftir
fyrstu meðferð.
Oreglulegur púls var algengur eða 53% yfir
heildina og dreifðist nokkuð jafnt meðal
aldurshópa, var þó heldur lægri eða 30% og
25% fyrir aldurshópana 21-25 og 26-30 ára.
Betablokkera, aðallega propranólól, notuðu
39% allra sjúklinganna og 53% þeirra sem
höfðu óreglulegan hjartslátt.
Hjá hluta sjúklinganna voru T4 og TSH
mæld í sermi þremur (76% sjúklinga) og
sex (52% sjúklinga) mánuðum eftir meðferð.
Þegar mælt var í sama sjúklingi, var talsvert
misræmi í þessum tveimur mælingum, einkum
bar á þessu ef TSH var hækkað umfram
efri viðmiðunarmörk, en þá var T4 oft ekki
lækkað að sama skapi. Slíkt ósamræmi var í
30% tilfella eftir þrjá mánuði og í meira en
50% tilfella eftir sex mánuði. Þetta misræmi
kom einnig fram í því, að TSH mælingamar
gáfu til kynna 30,2% vanstarfsemi kirtilsins
eftir þrjá mánuði en T4 mælingamar 22%,
og eftir sex mánuði benti TSH mælingin til
27% en T4 mælingin til 13% vanstarfsemi.
Mælingunum bar hins vegar vel saman
varðandi ofstarfsemi kirtilsins, en TSH
niðurstöður bentu til 51% ofstarfsemi eftir
þrjá og sex mánuði og T4 niðurstöður bentu
til 47% og 49% eftir sömu tímabil. Miklar
breytingar urðu á gildum hormónanna í
Number of patients
35-i
30-
25-
20-
15-
■ 1. treatment A9e
2. treatment
Fig. 1. Age distribution of patients who had only one
radioiodine treatment and those who needed a second
treatment or more.
sumum sjúklingum frá því mælt var þremur
mánuðum eftir meðferð og þar til mælt var
aftur þremur mánuðum síðar. Samkvæmt
TSH mælingunum varð þannig um þriðjungur
vanstarfandi kirtla réttstarfandi eða ofstarfandi
og ofstarfandi kirtlar rétt- eða vanstarfandi í
sama mæli á þessu þriggja mánaða tímabili.
Kirtilstærð, aldur, geislaskammtur og fleiri
mælingarþættir við fyrstu komu voru kannaðir
hjá þeim sjúklingum, sem fengu aðeins eina
meðferð og einnig hjá þeim, sem fengu
tvær eða fieiri geislameðferðir. í töfiu II eru
þessir þættir bornir saman og kemur þá í
ljós að kirtilþungi, serum T3 og fjögurra
klukkustunda og 24 klukkustunda upptaka
eru marktækt hærri hjá þeim hópi, sem ekki
svaraði fyrstu meðferð, og þurfti einn eða
fleiri skammta til viðbótar vegna ofstarfsemi
kirtilsins. Á mynd 2 er sýnd tíðnidreifing
kirtilstærða og voru 20 til 30 g kirtlar
algengastir meðal þeirra er fengu aðeins eina
meðferð og einnig hinna sem fengu fleiri. Hjá
þeim, sem þurftu fleiri en eina meðferð, er
kirtilstærðin aftur á móti greinilega öðruvísi
dreifð með tiltölulega mun fleiri kirtlum yfir
30 g. Ekki reyndist vera marktæk breyting á
þyngd skjaldkirtilsins eftir aldri sjúklinganna.
Þegar svörin voru könnuð, sem bárust frá
sjúklingum við spumingalista þeim sem
sendur var út, kom í ljós að 34% sjúklinganna
fengu vanstarfsenii í skjaldkirtilinn innan átta
mánaða (0,7 ár) frá meðferð og innan tveggja