Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1993, Side 43

Læknablaðið - 15.01.1993, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79; 37-45 37 Lárus Helgason RANNSÓKN Á ÍSLENSKUM FÖNGUM: II. Andlegt og félagslegt ástand INNGANGUR Dómsmál teljast líkt og heilbrigðismál til stórra málaflokka hvers samfélags. Meiri áhersla virðist vera lögð á rannsóknir og meðferð sjúklinga en afbrotamanna. í báðum tilfellum er um að ræða einstaklinga er eiga við viðkvæm vandamál að strfða. Erfitt er að segja til um hvers vegna meðferð afbrotamanna nýtur ekki eins mikillar athygli. Ef til vill veldur annars vegar takmörkuð vitneskja þar um, en án hennar verða úrræði óljós, og hins vegar að ekki er um að ræða ákveðinn faghóp er vinnur að betri úrlausnum. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna ástand fanga. Fyrsta athugun á föngunum hófst 01.12.1964 og stóð yfir í 11 mánuði. Endurskoðun fanganna fór fram árið 1984 eða um það bil 20 árum síðar. Aður (1) hefur verið gerð grein fyrir þeim hluta rannsóknarinnar er fjallar um afdrif og afbrotaferil. Hér verður gerð grein fyrir andlegu, líkamlegu og félagslegu ástandi fanganna. Einnig er lagt mat á hlutverk geðlæknisfræðinnar í sambandi við afbrot. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin nær til allra fanga í ríkisfangelsunum Litla-Hrauni og Kvíabryggju er þann 01.12.1964 áttu minnst tvo mánuði eftir af afplánun og komu í fangelsin frá þeim degi til 31.10.1965. Alls uppfylltu 56 fangar þessi skilyrði. Einn þeirra óskaði ekki eftir þátttöku og þrír voru náðaðir áður en rannsókn á þeim var lokið. Rannsóknin fjallar því alls um 52 fanga. í upphafi var auk rannsóknarviðtals, sem var að hluta til staðlað og tók um tvær klukkustundir, einnig tekið blóðsýni til almennra rannsókna og sérstakra rannsókna er ástæða þótti til svo sem til að athuga ástand lifrar, skjaldkirtils eða smitsjúkdóma. Greindarpróf Wechslers var lagt fyrir hvem fanga í þeim tilvikum að það hefði ekki verið gert áður. Arið 1984 hófst endurskoðun með tilliti til andlegs, líkamlegs og félagslegs ástands fanga. Það ár dvöldu níu fangar erlendis. Ekki reyndist unnt að ná til þeirra né fjögurra annarra fanga. Alls var því þá haft samband við 27 fanga. I flestum tilfellum var einnig rætt við sömu aðstandendur og við fyrstu athugun. Upplýsingar um búsetu og hjúskaparstöðu voru fengnar úr þjóðskrá. Farið var í gegnum sjúkraskýrslur sjúkrahúsa í Reykjavík og sjúkrahúsa þeirra fanga er bjuggu utan Reykjavíkur hverju sinni. Einnig voru fengnar upplýsingar hjá Vemd og SAA. Dómsmálaráðuneytið veitti margvíslega aðstoð svo sem við könnun á afbrotaferli, með útvegun sakavottorða fanganna allt frá fyrsta afbroti þeirra til september árið 1982. Fyrir lágu upplýsingar frá Dómsmálaráðuneytinu um að nokkrir fanganna væru með kærur sem ekki væri búið að vinna úr. Rétt er að ítreka að könnun á andlegu, líkamlegu og félagslegu ástandi ná fram til ársloka árið 1984 en afbrotaferill samkvæmt upplýsingum Dómsmálaráðneytisins nær aðeins til september árið 1982. Afbrotunum var skipt í eftirfarandi fjóra meginflokka (sjá fyrri gréin (1)): 1. Manndráp: Þar er átt við manndráp af ásetningi og manndráp af vítaverðu gáleysi. 2. Kynferðisafbrot: Þar er átt við nauðgun eða kynmök við böm. 3. Líkamsárás: Þar er átt við aðrar líkamsmeiðingar en manndráp eða kynferðisafbrot. 4. Auðgunarbrot: Þar er átt við peningafals, skjalafals, þjófnað, gripdeildir, fjárdrátt, fjársvik, umboðssvik, fjárkúgun og tékkamisnotkun.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.