Læknablaðið - 15.01.1993, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ
43
UMRÆÐUR
Hafa ber í huga að rannsóknin nær aðeins til
fanga er afplánuðu fangelsisdóma á Litla-
Hrauni og Kvíabryggju á tímabilinu frá
01.12.1964 - 31.10. 1965. Þeir afbrotamenn
er hlutu vægari fangelsisdóma (almennt minna
en þrjá mánuði) tóku út refsingu annaðhvort
í Hegningarhúsinu Skólavörðustíg 9 eða í
fangelsinu Síðumúla 28. Segja má því að
rannsóknin fjalli um fanga er hlotið hafa
fremur þunga dóma.
Fangar og aðstandendur þeirra tóku almennt
vel í það að taka þátt í rannsókninni.
Margir þeirra leituðu áfram til mín, einkum
aðstandendur, en meðal þeirra gætti oft
mikillar viðkvæmni, stundum beiskju eða
vonleysis.
Ekki liggja fyrir tölur um fjölda fanga er
hlutu fangelsisdóma lengur en þrjá mánuði á
svipuðum tíma og fyrsta athugun fanganna fór
fram, eða í 11 mánuði. A þremur næstu árum
eða 1966, 1967 og 1968, var alls kveðinn
upp 231 óskilorðsbundinn fangelsisdómur
fyrir lengri tíma en þrjá mánuði (2). Þetta
samsvarar 70 dómum á 11 mánaða tímabili.
Dómum hafði þá farið fjölgandi ár hvert
hérlendis (3) og í sumum tilfellum féllu
tveir dómar eða fleiri á hvern fanga. Ætla
má því að rannsóknin hafi náð til þess fjölda
einstaklinga er hlutu um svipað leyti lengri
fangelsisdóma en þrjá mánuði.
Upplýsingar Dómsmálaráðuneytisins um
sakaferil fanga nær frá fyrsta dómi sem
skráður er í sakaskrá hvers fanga fyrir
sig fram til septembermánaðar árið 1982.
Nokkrir fangar voru þá með kærur er ekki var '
búið að afgreiða svo að sakaferli fanganna
var ekki lokið. Mjög fáir í fyrstu þrem
afbrotaflokkunum frömdu aftur sams konar
afbrot, til dæmis fékk enginn aftur dóm fyrir
manndráp.
Eitt af megineinkennum fanga sem verða
síbrotamenn virðist vera að þeir áttu við vissa
sérstöðu að stríða á bams- og unglingsaldri
og að þeir megna ekki að skipuleggja tilveru
sína eða móta sér lífsstíl svipaðan þeim er
meginþorri landsmanna býr við. Skal hér bent
á nokkur atriði:
1. Árið 1964 voru 70% fanga ógiftir (tafla
I). í söntu aldurshópum hjá íslenskum
körlum voru sama ár rúmlega 42% ógiftir.
Árið 1982 voru þrisvar sinnum fleiri
fangar ógiftir en íslenskir karlar í sömu
aldurshópum. Hjá föngum gætir þess
að hjúskapur standi stutt. Árið 1964 var
skilnaðartíðni meðal fanga nærri tólf
sinnum hærri en tfðni hjá íslenskum
körlum í sömu aldurshópum. Fleiri höfðu
skilið árið 1984 en héldust í hjúskap.
Svipaðar niðurstöður hafa komið fram í
erlendum rannsóknum (4,5). Niðurstöður
rannsóknarinnar benda einnig til þess að
saman fari að nokkru að menn haldist ekki
í hjúskap og að menn haldi áfram að brjóta
af sér. Erlendar niðurstöður benda til þess
sama (4,6).
2. Rúmlega 22% fanganna höfðu dvalið
á uppeldisstofnunum lengur en tvö ár.
Nákvæmar tölur um sambærilegt hlutfall
meðal íslenskra barna og unglinga liggja
ekki fyrir en ætla má að það sé undir 5%.
Allir nema einn þeirra fanga er dvöldu á
uppeldisstofnunum höfðu verið dæmdir
fyrir auðgunarbrot. Þessar niðurstöður
gætu bent til þess að börn sem dveljast á
uppeldisstofnunum séu líklegri en önnur
böm til þess að verða drykkjumenn og
til að fremja auðgunarbrot. Svipaðar
niðurstöður koma fram í erlendum
rannsóknum (7).
3. Um 67% fanganna ólust upp hjá foreldrum
fyrstu fimm árin. íslensk rannsókn (8)
hefur sýnt að 90% íslenskra barna alast
upp hjá foreldrum fyrstu fimm árin.
Niðurstöður gætu bent til þess að böm er
alast upp utan foreldraheimilis séu líklegri
en önnur böm til að verða afbrotamenn.
Svipaðar niðurstöður koma einnig fram í
erlendum rannsóknunt (7). Meðal þeirra
fanga er ólust upp hjá foreldrum er að
finna flesta eða 12 af 14 þeirra er frömdu
ofbeldisárásir (manndráp, kynferðisafbrot,
líkamsárásir).
4. Árið 1984 bjuggu tæp 43% fanganna
einir stundum án heimilisfangs og oft við
mjög ófullkominn aðbúnað. Rúm 27% til
viðbótar bjuggu með öðrum, oft einnig
við mjög ófullkominn aðbúnað. Miðað við
að þá hafi um 75% íslenskra karla búið
með maka á eigin heimilum er ljóst að
verulegur mismunur er á félagslegri stöðu
fanga í samanburði við aðra Islendinga.
Verulegur hluti þeirra virtist ekki leggja
áherslu á viðunandi aðbúnað, jafnvel þótt
þeir væru í vinnu eða kæmust yfir fjárráð á
annan hátt.