Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1994, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.03.1994, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80: 115-123 115 Tómas Guðbjartsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Egill Jacobsen, Jónas Magnússon KRABBAMEIN í NÝRNASKJÓÐU OG ÞVAGLEIÐURUM Afturskyggn klínísk rannsókn ÁGRIP Harla lítið er vitað um krabbamein í nýmaskjóðu og þvagleiðurum hérlendis. Marknrið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi þessara krabbameina, með hvaða hætti þau greinast og stigun þeirra. Einnig voru lífshorfur sjúklinganna rannsakaðar. Klínísk afturskyggn rannsókn var gerð á sjúklingum sem greindust með krabbamein í nýmaskjóðu (cancer pelvis renis, n=45) eða þvagleiðurum (cancer ureteris, n=13) á íslandi árin 1971-1990. í öllum tilvikum nema tveimur var um að ræða umskiptaþekjukrabbamein (carcinoma transitionale), oftast illa þroskuð. Alls greindust 42 karlar og 16 konur og var meðalaldur tæp 70 ár. Flestir sjúklinganna (86%) gengust undir aðgerð á nýra og/eða þvagleiðara. Sjúkdómseinkenni og tímalengd einkenna fyrir greiningu vom skráð, einnig á hvaða stigi (Grabstald) sjúklingarnir greindust. Lífshorfur voru reiknaðar fyrir hvert stig og fjölbreytugreining notuð til að kanna forspárgildi ýmissa breyta með tilliti til lífshorfa. Aldursstaðlað nýgengi nýrnaskjóðukrabba- meina á þessu tímabili var l.l/lO5 karlar og 0,4/105 konur á ári, og nýgengi krabbameina í þvagleiðara var 0,4/105 karlar og 0,1/105 konur á ári. Blóð í þvagi og kviðverkir voru algengustu einkennin. Á stigi I-III voru 28 sjúklingar (54%) en 24 á stigi IV (46%). Meinvörp fundust hjá 22% sjúklinganna og voru algengust í eitlum og lungum. Fimm ára lífshorfur reyndust 44% fyrir sjúklingana í heild. 88% fyrir stig I en 21% fyrir stig IV. Greiningarár hafði ekki marktæk áhrif á lífshorfur. Frá handiækninga- og þvagfæraskurðdeild Landspítalans og læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, handlækningadeild, Landspítalinn, 101 Reykjavík. Krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum eru sjaldgæf á íslandi. Þau eru í meðallagi algeng miðað við nágrannalönd og hegða sér í flestu svipað. Lífshorfur sjúklinga eru einnig vel sambærilegar, ekki síst sjúklinga með meinvörp. Horfur sjúklinga með þessi æxli hafa ekki batnað síðustu tvo áratugi hér á landi. INNGANGUR Krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum eru sjaldgæf eða innan við 1% nýgreindra krabbameina hérlendis (1). Lífshorfur sjúklinga eru ekki góðar, en innan við helmingur sjúklinga er á lífi fimm áxum eftir greiningu (2-9). Bæði krabbameinin eiga undantekningarlítið uppruna sinn í frumum þvagfæraþekju og vefjagerð því svipuð krabbameinum í blöðru og þvagrás. Klínísk hegðun er á hinn bóginn nokkuð frábrugðin krabbameinum í neðri þvagvegum. Einkenni minna fremur á nýrnakrabbamein (kviðverkir og blóðmiga) (10) en hjá sjúklingum með blöðrukrabbamein er verkjalaus blóðmiga algengasta einkennið. Rannsóknir benda einnig til þess að lífshorfur sjúklinga með blöðrukrabbamein séu betri en sjúklinga með krabbamein í nýrnaskjóðu eða þvagleiðurum (11). Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um krabbamein í nýrnaskjóðu og þvagleiðurum hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi þeirra hér á landi. með hvaða hætti æxlin greinast og stigun þeiiTa við greiningu. Jafnframt að athuga hvernig sjúklingunr reiðir af eftir greiningu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Frá árinu 1955 hafa öll krabbamein á íslandi verið skráð í Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands. Samkvæmt henni greindust 45 sjúklingar með krabbamein í nýrnaskjóðu (carcinoma pelvis renis, ICD 189,1) og 13 með krabbamein í þvagleiðurum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.