Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 221 námi vissa þóknun en hins vegar ekki laun til MS-nema né heldur rannsóknarkostnað, en vísar í því sambandi á Rannsóknarnámssjóð sem stofnaður var af Menntamálaráðuneytinu fyrir fáeinum árum til að styrkja meistaraprófs- nám við Háskóla íslands. Arlegar styrkveiting- ar úr þessum námssjóði eru nú um 25 milljónir króna og læknadeild er þar að sjálfsögðu í sam- keppni við aðrar deildir háskólans. Að öðru leyti er umsjónarkennurum og MS stúdentum bent á aðra vísindasjóði, svo sem Rannsóknar- sjóð Háskóla íslands, Rannsóknarsjóð íslands og fleiri. Það er athyglisvert að enginn læknir hefur enn innritast til MS náms við læknadeild, að undanskildum einum frábærum læknanema sem þegar hefur lokið BS prófi og vinnur MS verkefni samhliða lokaprófi við læknadeild. Slíkt MS nám, til dæmis að loknu eins árs starfi deildarlæknis, gæti komið viðkomandi lækni að verulegum notum við frekara framhalds- nám erlendis í harðri samkeppni um bestu há- skólastaðina. Slíkt MS nám kemur að vísu ekki nema að hluta til inn í þær kröfur sem gerðar eru til sérfræðiviðurkenningar á íslandi, en enginn efi er á að slfk gráða nýtist viðkomandi lækni hérlendis svo ekki sé minnst á launa- flokka og mat við umsóknir um stöður. Hér skal þó sérstaklega bent á að rannsókn- arvinnan í slíku MS verkefni kemur til með að nýtast að öllum líkindum sem hluti af doktors- verkefni læknisins ef hann hefði hug á að vinna að slíku þegar hann kæmi aftur til íslands að loknu sérnámi. Á síðastliðnu ári samþykkti læknadeild Háskóla íslands að taka upp form- legt doktorsnám við deildina. Gert er ráð fyrir að slíkt nám taki fimm ár en læknadeild er heimilt að meta nám umfram BS próf, eða sambærilegt nám, svo og fyrri rannsóknarstörf inn í doktorsnámið. Þannig er unnt að innritast á öllum stigum doktorsverkefnisins í slíkt dokt- orsnám, það er að segja alveg frá byrjun eða leggja fram fullgerða doktorsritgerð eins og áður tíðkaðist. Tveir læknar hafa nú þegar inn- ritast til doktorsnáms við læknadeildina og fleiri eru væntanlegir. Enginn vafi er á því að rannsóknatengt nám og framhaldsnám á vegum læknadeildar hefur orðið veruleg lyftistöng fyrir íslenska rann- sóknarstarfsemi og fer hratt vaxandi. Æskilegt væri að íslenskir unglæknar kæmu þar meira inn í og hugleiddu þann möguleika að stunda þennan hluta námsins að nokkru leyti hér heima til eflingar íslenskum rannsóknum en legðu jafnframt grunn að sinni eigin rannsókn- arframtíð hérlendis. Gunnar Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.