Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 14
226 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 2 hvernig hlutfall sjúklinga er héldust í sínus- takti eftir rafvendingu breyttist á eftirlitstíman- um. Eftir þrjá mánuði voru rúmlega 70% hóps- ins enn í sínustakti, en eftir eitt ár um 59%. Af klínískum þáttum reyndust hvorki aldur né kyn hafa afgerandi áhrif á það hvort sjúk- lingar héldust í sínustakti né heldur þeir grunn- sjúkdómar sem tíundaðir eru í töflu I. Tegund upphafs hjartsláttaróreglu hafði hins vegar væg áhrif; minnst 12 af 26 sjúklingum með gáttatif (46,2%) héldust í sínustakti, en 13 af 18 sjúk- lingum (72,2%) er voru með gáttaflökt (p=0,12). Varanleiki hjartsláttaróreglu fyrir rafvendingu hafði líka væg áhrif. Alls voru 12 af 16 sjúklingum (75%) erhöfðu haft hjartslátt- aróreglu skemur en eina viku fyrir rafvendingu í sínustakti í lok eftirlitstímans, en 13 af þeim 28 sjúklingum (46,4%) er höfðu haft takttruflun í meira en viku eða óvíst hve lengi (p=0,ll). Upplýsingar um hjartastærð á röntgenmynd lágu fyrir hjá 35 af þeim 44 sjúklingum sem útskrifuðust í sínustakti. Sjúklingar er voru með stækkað hjarta á röntgenmynd héldust síður í sínustakti. Hjarta-/brjóstholshlutfall á röntgenmynd var 0,48 ± 0,03 hjá þeim 20 er voru í sínustakti í lok eftirlitstímans en 0,51 ± 0,06 hjá þeim 15 er fóru úr takti (p=0,03). Tveir af átta sjúklingum (25%) með hlutfall 0,52 eða stærra voru í sínustakti í lok meðaleft- irlitstímans, en 18 af 27 (66,7%) með hjarta- stærð minni en 0,52 (p= 0,05). Tengsl hjarta- stærðar á röntgenmynd við fjölda þeirra er hélst í sínustakti sjást nánar á mynd 3. Vinstri gátt hafði einnig tilhneigingu til þess að vera stærri við hjartaómun hjá þeim sem ekki héldust í sínustakti. Aðeins tveir af átta sjúklingum (25%) með gáttarstærð yfir 5,3 cm voru í sínustakti í lok eftirlitstímans, en 18 af 29 sjúklingum (65,5%) sem voru með gáttarstærð undir þessum mörkum (p=0,10). Áhrif gáttar- stærðar á það hversu vel sjúklingar héldu sín- ustakti sjást skýrar á mynd 4. Aðrir þættir sem metnir voru með hjartaómun höfðu ekki mark- tæk áhrif á langtímaárangur rafvendingar. Lyfjanotkun eftir rafvendingu: Lyf er sjúk- lingar voru á við útskrift eru tilgreind í töflu III. Þeir sjúklingar er voru á langtíma blóð- þynningu fyrir rafvendingu héldu því áfram við útskrift (36%). Rúmlega helmingur var ennþá á dígóxíni, en af þeim sem voru á beta-hamla reyndust nú fleiri fá sótalól en fyrir rafvend- ingu. Lyfjanotkun við útskrift var könnuð sér- staklega hjá þeim 44 sjúklingum er fóru í sín- ustakt og fundust ekki tengsl á milli lyfjanotk- unar og hvort þeir héldust áfram í takti eða ekki. Langtímafylgikvillar: Einkenni um segarek á eftirlitstímanum fengu tveir af 58 sjúklingum (3,4%) er gögn ná til. Fyrsti sjúklingur var 54 ára karl sem áður hafði fengið heilaáfall. Hann hafði haft gáttatif í meira en viku fyrir rafvend- inguna en fór í sínustakt. Hann var með háþrýsting, aukna veggþykkt á vinstri slegli við hjartaómun og vinstri gátt var vægt stækkuð í 4,7 cm. Hann fékk nýtt heilaáfall um mánuði eftir rafvendinguna, var þá aftur kominn með % in sinus rhythm o 1 3 6 12 Months of follow up No. of pts.: 44 42 41 41 39 Fig. 2. Follow up of patients who were converted to sinus rhythm showing per cent of those who remained in sinus rhythm after one year. LA-size No.of I ■ < 5.3 cm 33 32 31 30 29 I □ 25.3cm 9 8 8 9 8 Fig. 3. Relation between cardio-íthoracal ratio on cest X-ray and the per cent ofpatients remaining in sinus rhythm during follow up.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.