Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 229 fellum haldast um 50% sjúklinga í takti sex mánuðum síðar (7). Kínidín getur hins vegar valdið alvarlegum hjartsláttaróreglum frá slegli (torsades de pointes) og þar með aukinni hættu á skyndidauða (26). Sótalól er beta- hamlari sem einnig hefur sérstök áhrif á hjart- sláttaróreglu (flokkur III áhrif). Lyfið hefur smávægilega aukna áhættu á að valda líka hjartsláttaróreglu frá sleglum og sama má segja um flest hjartsláttaróreglulyf úr flokki 1A (27). Própafenón (lyf í flokki 1C) hefur svipuð áhrif og sótalól, um 40% sjúklinga á lyfinu haldast í sínustakti einu ári eftir rafvendingu (28). Lág- skammta amíódaróne-meðferð hefur lofað góðu hvað varðar árangur við að halda sjúk- lingum í sínustakti eftir rafvendingu vegna hjartsláttaróreglu frá gáttum. Eftir rúmlega tveggja ára meðaleftirlitstíma voru enn um 78% sjúklinga í sínustakti (29). Lyfið hefur minni tilhneigingu til að valda alvarlegri hjart- sláttaróreglu frá sleglum og veldur síður hjarta- bilun en önnur hjartsláttaróreglulyf. Lyfið hef- ur hins vegar verulegar aukaverkanir, einkum ef það er notað í of háum skömmtum. Hjá sjúklingum sem ekki fara í sínustakt eftir rafvendingu, eða hjá þeim sem aftur fá hjart- sláttaróreglu frá gáttum, einkum gáttatif, er markmið frekari meðferðar einkum þríþætt; koma í veg fyrir segarek með viðunandi blóð- þynningarmeðferð, halda niðri hjartsláttar- tíðni og meðhöndla og halda í skefjum hjarta- bilun. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á ár- angur langtíma blóðþynningarmeðferðar hjá sjúklingum með gáttatif til þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar segareks og hefur það nánar verið rætt áður (11,30-34). f völdum tilfellum þar sem frábendingar eru fyrir lang- tíma blóðþynningu eða hún hentar ekki, kem- ur til greina að nota aspirín í staðinn (35). Þótt dígóxín hafi löngum verið notað til þess að hafa áhrif á hjartsláttartíðni hefur það einkum slík áhrif í hvfld, við álag eru áhrif þess mun lakari (36). Því getur verið nauðsynlegt að nota beta- eða kalsíum-hamla eins og verapamfl til þess að ná betri stjórn á hjartsláttartíðni. Hjá sjúk- lingum sem svara illa lyfjameðferð við hjart- sláttaróreglu eða þola hana ekki kemur til greina að gera glóðun á AV-hnúðnum með útvarpsbylgjum. Slíkir sjúklingar þurfa yfirleitt gangráð eftir á, en nýlega var lýst nýrri tækni þar sem aðeins er gerð takmörkuð glóðun á AV-hnúð til þess að hægja á sleglatíðni hjá sjúklingum með gáttatif (37). Lokaorð Rannsókn þessi sýndi að hjá sjúklingum með hjartsláttaróreglu frá gáttum, einkum gáttatif, hefur aukin hjartastærð á röntgenmynd og í minna mæli stækkuð vinstri gátt við hjarta- ómun, tegund hjartsláttaróreglu og varanleiki hjartsláttaróreglu áhrif á það hvort sjúklingar haldast í sínustakti til langframa eftir rafvend- ingu. Bæði hjartastærð á röntgenmynd og stærð vinstri gáttar mæld með hjartaómun eru umdeildir þættir þar sem mikil skörun er á milli þeirra hópa sem haldast og haldast ekki í sín- ustakti. Varanleiki hjartsláttaróreglu fyrir raf- vendingu er hins vegar þáttur sem flestar rann- sóknir sýna að skiptir máli, þó erfitt geti verið í sumum tilfellum að ákvarða hversu lengi hjartsláttaróreglan hefur varað. Teljum við því að reyna eigi rafvendingu hjá sem flestum sjúklingum með hjartsláttaróreglu frá gáttum, en taka beri tillit til klínískra þátta, hjarta- stærðar á röntgenmynd og niðurstöðu hjarta- ómunar áður en ákvörðun er tekin um hvernig og hvort rafvendingu skuli beitt. HEIMILDIR 1. Petersen P. Thromboembolic complications of atrial fi- brillation and their prevention. Am J Cardiol 1990; 65: 24-8C. 2. Wipf JE, Lipsky BA. Atrial fibrillation. Thromboem- bolic risk and indications for anticoagulation. Arch In- tem Med 1990; 150: 1598-1603. 3. Sherman D, Goldman L, Whiting R, Jurgensen K, Kaste M, Easton J. Thromboembolism in patients with atrial fibrillation. Arch Neurol 1984; 41: 708-10. 4. Tischler MD, Lee TH, McAndrew KA, Sax PE, Sutton M, Lee RT. Clinical, echocardiographic and Doppler correlates of clinical instability with onset of atrial fibril- lation. Am J Cardiol 1990; 66: 721—4. 5. Broch O, Muller O. Hemodynamic studies during auric- ular fibrillation and after restoration of sinus rhythm. Br Heart J 1957; 19: 222-8. 6. Amar DO, Danielsen R. Frumárangur rafvendinga vegna hjartsláttartruflana frá gáttum. Læknablaðið 1992; 78: 87-93. 7. Juul-Möller S, Edvardsson N, Rehnquist-Ahlberg N. Sotalol versus quinidine for maintenance of sinus rhythm after direct current cardioversion of atrial fibril- lation. Circulation 1990; 82: 1932-9. 8. Dittrich HC, Erickson JS, Schneidermann T, Blacky AR, Savides T, Nicod PH. Echocardiographic and clin- ical predictors for outcome of elective cardioversion of atrial fibrillation. Am J Cardiol 1989; 63: 193-7. 9. Brodsky MA, Allen BJ, Capparelli EV, Luckett CR, Morton R, Henry WL. Factors determining mainte- nance of sinus rhythm after chronic atrial fibrillation with left atrial dilatation. Am J Cardiol 1989; 63:1065-8. 10. Henry WL, Morganroth J, Pearlman AS, Clark CE, Redwood DR, Itscoitz SB, Epstein SE. Relation be- tween echocardiographically determined left atrial size and atrial fibrillation. Circulation 1976; 53: 272-9. 11. Amar DO, Danielsen R. Gáttatif og blóðþynning. Læknablaðið 1992; 78: 419-21.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.