Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 25

Læknablaðið - 15.03.1995, Síða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 235 ars vegar fyrir þjónustuhúnæði og hins vegar fyrir hjúkrunarrými, auk aðhvarfsgreiningar til að finna þær breytur sem vega þyngst í aðgrein- ingu hjúkrunar- og þjónustuþarfar. í þriðja lagi vakti þáttur heilabilunar sérstaka athygli okk- ar. Loks var vistunarmat þeirra sem annars vegar fengu vistrými og hins vegar þeirra sem létust á árinu skoðuð í samanburði við þá sem voru metnir á árinu, en ekki vistaðir eða látnir í árslok. Efniviður og aðferðir Gögn vistunarmatsins í Reykjavík frá árinu 1992 voru könnuð. Persónuleyndar var gætt með því að nota raðnúmer í stað nafns eða kennitölu. Gögnin voru flokkuð í mismunandi hópa: 1) Fimmhundruð fjörutíu og sex ein- staklingar sem metnir voru á árinu 1992, 2) 454 á biðlista fyrir vistun í lok ársins 1992, 3) 172 sem fengu vistrými 1992 og 4) 117 einstaklingar sem létust á árinu. Gögn tveggja voru felld út vegna ófullnægjandi og misvísandi upplýsinga. Fyrir línulegar breytur (aldur og heildarstig) voru reiknuð meðaltöl og frávik þeirra og nið- urstöður bornar saman með t-prófi. Fyrir ól- ínulegar breytur (til dæmis stigadreifing í ein- stökum flokkum, kynhlutfall) var gerður sam- anburður á fjölda með kí-kvaðrat prófi. Tölfræðilega marktækur munur var talinn vera ef p-gildi var minna en 0,05 (3). Einnig voru reiknaðar hlutfallslegar líkur á vistun í hjúkr- unarrými samanborið við þjónustuhúsnæði og 95% öryggismörk þeirra gilda. Logistísk að- hvarfsgreining var gerð á tvennan hátt fyrir einstaklinga metna í þörf á árinu, annars vegar með upprunalegri stigagjöf samkvæmt grein- ingarlyklum, en hins vegar eftir að stigagjöf hafði verið einfölduð í hærra og lægra stig, en aðskilnaðar fallgreining (discriminant funct- ions greining) prófaði niðurstöður aðhvarfs- greiningarinnar á gögnunum (4). Niðurstöður Lýðfrœðilegir þœttir: Tafla I sýnir að 304 (55,7% metinna) voru í þörf fyrir vistun í þjón- ustuhúsnæði og 242 (44,3%) í þörf fyrir vistun í hjúkrunarrými. Fylgni er milli heildarstiga og niðurstöðu um þörf, þannig að stigum fjölgar með vaxandi þörf og eru fleiri í hjúkrunarhópi. Af 120 mögulegum stigum eru veitt að meðal- tali 26,4 (±0,8) ef þörf er fyrir þjónustuvistun og 60,7 (±1,3) ef þörf er fyrir hjúkrunarvistun. Flestir voru á aldursbilinu 75-89 ára á báðum þjónustustigum, meðalaldur var 81,6 ár (±0,4) í þjónustuhópi og 81,8 ár (±0,5) í hjúkrunar- hópi. Aldursdreifing, kynhlutfall og hjúskapar- staða eru sýnd í töflu II sem hefur verið aldurs- og kynstöðluð (5) og skipt eftir því hvort þörf var fyrir þjónustuhúsnæði eða hjúkrunarrými. Alls biðu vistunar 33,5 af 1000 íbúum Reykja- víkur 65 ára og eldri. Með hækkandi aldri jókst Tafla III. Einstaklingar metnir 1992. Félagslegar aðstœður, stigadreifing og hlutfallslegar líkur á vistunarþörf í hjúkrunarrými miðað við þjónustuhúsnœði. Þjónusta n= =304 Hjúkrun n= =242 Fjöldi (%) Fjöldi (%> líkur öryggismörk Eigin aðstæður (0) Góðar 16 (5,3) 1 (0,4) 0,1 (0,0-0,6) (3) Ábótavant 67 (22,0) 1 (0,4) 0,0 (0,0-0,1) (5) Lélegar 68 (22,4) 4 (1,7) 0,1 (0,0-0,2) (7) Slæmar 92 (30,3) 48 (19,8) 0,6 (0,4-0,9) (10) Neyðarástand 61 (20,1) 188 (77,7) 13,9 (9,2-21,0) Heimilisaðstæður (0) Góðar 97 (31,9) 67 (27,7) 0,8 (0,6-1,2) (3) Sæmilegar 133 (43,8) 62 (25,6) 0,4 (0,3-0,6) (5) Lélegar 27 (8,9) 26 (10,7) 1,2 (0,7-2,2) (7) Slæmar 14 (4,6) 7 (2,9) 0,6 (0,2-1,6) (10) Neyðarástand 33 (10,9) 80 (33,1) 4,1 (2,6-6,4) Aðstæður maka/aðstandenda (0) Góðar 42 (13,8) 24 (9,9) 0,7 (0,4-1,2) (3) Lélegar 172 (56,6) 92 (38,0) 0,5 (0,3-0,7) (10) Neyðarástand 90 (29,6) 126 (52,1) 2,6 (1,8-3,7)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.