Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.03.1995, Qupperneq 38
246 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Table VI. Admissions to Special CareBaby Unit (SCBU) andlength of stay by natural or in vitro fertilisation (IVF) conception. Natural IVF N <%) N (%) 4 P Admission to SCBU 146 (36.1) 48 (46.2) 1.22 0.5>p>0.1 Length of stay > 7 days 70 (48.0) 23 (47.9) 1.29 0.5>p>0.1 =S 2499g við fæðingu, samanborið við 46 (44,2%) af glasakomnum börnum (xj = 3,63; 0,1 > P > 0,05). Fleiri sveinbörn fæddust í glasakomna hópn- um. Kynhlutfallið var þar 1,34 en 0,79 í sjálf- komna hópnum. Fleiri glasakomnir (46,2%) en sjálfkomnir (36,1%) tvíburar voru lagðir inn á vökudeild, en fleiri sjálfkomnir tvíburar voru 3= sjö daga á vökudeild (tafla VI). Af 508 fóstrum sem náðu 16 vikna meðgöngulengd (víkkuð skilgreining) voru 104 glasakomin og dóu fjögur (38,5/1000) þeirra en af 404 sjálfkomnum fóstrum dóu 22 (54,5/1000). Samkvæmt hefðbundinni skil- greiningu dóu tvö glasakomin börn (19,6/1000) og átta (20,5/1000) sjálfkomin börn (tafla I). Umræða Fyrstu tvö árin 1990 og 1991, sem athugun þessi tók til, fóru nær allar íslenskar konur til annarra landa til glasafrjóvgunar. Árið 1991 var glasafrjóvgun framkvæmd á íslandi í fyrsta sinn og fæddist fyrsta barnið sumarið 1992. Eftir það hafa ferðir til útlanda í þessu skyni að rnestu lagst niður. Glasafrjóvgun hefur aukið verulega tíðni tvíburafæðinga á Islandi. Tví- burafæðingum fjölgaði þannig um 25,7% vegna glasafrjóvgana, en eðlilegum tvíbura- fæðingum virðist einnig hafa fjölgað á undan- förnum árum miðað við tímabilið 1950-1980 (9) þegar hlutfallið var nálægt 1:100. Ástæðu aukningar á sjálfkomnum tvíburum má að ein- hverjum leyti rekja til notkunar á frjósemilyfj- um. Frjósemilyf stuðla ekki eingöngu að aukn- um fjölda eggja við egglos, heldur einnig auk- inni tíðni eggskiptinga eftir egglos (3,10,11). Á móti ætti þó að koma að óalgengara er að konur eigi mjög mörg börn nú, sem ætti að fækka náttúrulegum fjölburafæðingum (9). Þessi athugun sýndi að í stórum dráttum er enginn munur á tvíburameðgöngum og tví- burafæðingum, hvað varðar stærð og heilbrigði barnanna og umönnun mæðra á meðgöngu, hvort heldur getnaður var með eðlilegum hætti eða eftir glasafrjóvgun. Lítil tilhneiging var til að meðhöndla konurnar öðruvísi væri glasa- frjóvgun notuð. Ekki var marktækur munur á ýmsum þáttum varðandi meðgöngu, svo sem meðgöngulengd, reykingum á meðgöngu eða upphafi fæðingar. Inngrip í fæðingu með töng eða sogklukku voru algengari hjá konum með glasakomna tvíbura, en hins vegar voru mark- tækt fleiri frumbyrjur í glasakomna hópnum, sem getur skýrt þennan mun. Valinn keisara- skurður virtist heldur oftar gerður þegar tví- burar voru glasakomnir en á móti kom til- hneiging til fleiri bráðakeisaraskurða í sjálf- komnum þungunum. Þetta gæti bent til meira forvals vegna meintra áhættuþátta í glasa- komnum þungunum. Þá kann að vera lægri þröskuldur fyrir inngripi í fæðingu þegar um er að ræða frumburð konu með fyrrum ófrjósemi- vandamál (12). Samskonar viðhorf gæti legið að baki fleiri innlögnum glasakominna barna á vökudeild. Konur sem fara í glasafrjóvgun hafa verið álitnar hópur sem er í hugsanlega meiri hættu á meðgönguslysi en þær sem verða þungaðar á eðlilegan hátt (13,14). Þetta kann að endur- speglast í lægri meðalfæðingarþyngd barna þessa hóps, bæði hvað varðar fyrri og seinni tvíbura og einnig í því að heldur fleiri glasa- komin börn hafa fæðingarþyngd undir 2500g, þó sá munur hafi ekki verið marktækur og óháður meðgöngulengd. Áhætta í meðgöngu og fæðingu tvíbura virðist óháð því hvernig þungunin er tilkomin, enda ekki munur á burðarmálsdauða á milli glasakominna og eðli- lega getinna tvíbura. Nær tvöfaldur munur var þó á tíðni burðar- málsdauða, eftir því hvort notuð var víkkuð eða hefðbundin skilgreining. Með fullkomnari tækni og betri umönnun á vökudeild lifa æ fleiri börn sem fædd eru löngu fyrir tímann (innan við 28 vikna meðgöngu) (5). Sum þess- ara barna lifa fram yfir fyrstu vikuna en deyja á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.