Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1996, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.09.1996, Qupperneq 6
618 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82 Ritstjórnargrein Kostnaður sparnaðar Á undanförnum árum hefur hinn mikli kostn- aður við íslenska heilbrigðiskerfið verið til stöðugrar umræðu. Mikill niðurskurður hefur verið framförum og þróun fjötur um fót, og er það vissulega mikið áhyggjuefni. Umræða þessi hefur oftast verið neikvæð og fjölmiðlar hafa flutt fréttir af hallarekstri sjúkrahúsanna, unrframeyðslu og miklum kostnaði heilbrigðis- kerfisins. Ekki hefur verið fjallað um árangur eða ávinning, betra líf eða bætta heilsu. Þrátt fyrir að sjúklingum hafi fjölgað, til dæmis á ríkisspítölum, hefur stöðugildum fækkað og meðalkostnaður á hvern sjúkling hefur farið lækkandi síðastliðin 15 ár. Hagræðing innan heilbrigðiskerfisins hefur verið mjög árangurs- rík, jafnt í krónum og aurum talið sem og í heilsu og heilbrigði. Fjölmörg augljós dæmi má nefna um fjárfest- ingar sem skila verulegum bótum, jafnvel í beinhörðum peningunr. Ungbarnavernd á ís- landi hefur verið mjög árangursrík. Þegar sú djarfa ákvörðun var tekin að hefja bólusetning- ar gegn Haetnophilus influenzae á íslandi voru það nánast nýmæli í heiminum. Árangurinn er sá að heilahimnubólga, barkaloksbólga eða blóðsýkingar af völdum þessarar bakteríu hafa nánast horfið af sjónarsviðinu hérlendis. Hjartaaðgerðir, bæði barna og fullorðinna, munu vafalítið spara íslenska ríkinu fé og sama er uppi á teningnum varðandi kransæðaað- gerðir í hjartaþræðingu. Kviðarholsaðgerðir um holsjá stytta legutíma sjúklinga margfalt og er ávinningur þannig augljós. Fjölmörg fleiri dæmi má nefna um sparnað sem næst, þó með nokkrum tilkostnaði. Ótalin er þá bætt líðan þeirra einstaklinga sem þjónustunnar njóta. í umræðu um kostnað heilbrigðiskerfisins og hagræðingu innan þess hefur nýbygging fyrir Barnaspítala Hringsins oft borið á góma. Barnaspítali Hringsins var stofnaður sumarið 1957. Arið 1965 fluttist spítalinn í núverandi húsnæði. Það.var ekki hannað sem barnaspítali og fljótlega varð ljóst að húsnæðið var of lítið og á margan hátt óheppilegt. Kappsmál er að búa sómasamlega að veikum börnum á íslandi. Það var mikið ánægjuefni þegar samningur var undirritaður þann 24. maí 1994 af þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þáver- andi forstjóra ríkisspítala og formanni Kvenfé- lagsins Hringsins um byggingu nýs Barnaspít- ala Hringsins á Landspítalalóð. Byggingar- nefnd hefur starfað síðan þó enn hafi skriður ekki komist á málið. Samstaða um nauðsyn þessa verks er breið. Þannig hafa yfirlæknar, forstöðulæknar, sviðsstjórar og prófessorar á Landspítala skorað á Alþingi að hrinda bygg- ingunni í framkvæmd. Sömuleiðis hefur hjúkr- unarforstjóri ásamt deildarstjórum, fram- kvæmdastjórum og sviðsstjórum hjúkrunar á Landspítala skorað á alþingismenn að veita fé til byggingar barnaspítala á Landspítalalóð og hvetja til þess að málefni sjúkra barna hafi forgang varðandi fjárveitingar og framkvæmd- ir. Áætlað hefur verið að kostnaður við bygg- ingu nýs Barnaspítala Hringsins sé um 800 milljónir króna. Af því fé fengi ríkið endur- greitt rúmar 300 milljónir í formi virðisauka- skatts, skatta, tolla og fleira. Jafnframt liggur fyrir að framlag styrktaraðila og velunnara Barnaspítalans með Kvenfélagið Hringinn í broddi fylkingar yrði á annað hundrað milljón- ir. Endanlegt framlag ríkisins til framkvæmdar- innar þegar allt kemur til alls eru því 350-400 milljónir, sem væntanlega myndu dreifast á þrjú til fjögur ár. Við byggingu Barnaspítala Hringsins losnaði húsnæði innan veggja Land- spítalans sem nýta mætti til dæmis fyrir lungna- deild eða aðra starfsemi sem nú fer fram ann- ars staðar, þannig má hagræða í rekstri spítal- ans. í nýjum Barnaspítala Hringsins verður mikil áhersla lögð á öfluga göngudeild og góða dag- deild. Á göngudeild og dagdeild er hægt að nreðhöndla og annast veik börn og börn sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.