Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
637
sem hámarksþrýstingsfall &30 mmHg; 44
(77%) höföu ósæðarlokukölkun með minna
þrýstingsfalli, en 25 (44%) höfðu míturloku-
leka, þar af 1° af 4° í f9 af 25 tilfellum.
Næmi og sértæki klínískrar skoðunar lækna
með tilliti til ómskoðunar var: Fyrir ósæðar-
þröng, næmi 62-100% og sértæki 71-77%, fyrir
ósæðarlokukölkun, næmi 54-56%, sértæki 85-
92% og fyrir míturlokuleka, næmi 24-52%,
sértæki 69-97%.
Slagbilsóhljóð eru algeng hjá öldruðum, al-
gengari í konum en körlum og tengjast oftast
ósæðarlokukölkun en þó í umtalsverðum
minnihluta ósæðarþröng. Tvívíddar- og
Dopplerómun er hjálpleg við greiningu á ósæð-
arþröng, í ljósi þess að greiningin er erfið, þar
sem ósértæk slagbilsóhljóð ósæðarlokukölkun-
ar og minni háttar míturlokuleki eru yfirgnæf-
andi algeng. Niðurstöðurnar eru sambærilegar
við það sem lýst hefur verið í erlendum rann-
sóknurn.
Inngangur
Algengi slagbilsóhljóða vex með aldri og
heyrast hjá um eða yfir 50% aldraðra sam-
kvæmt erlendum rannsóknum (1-3). Aukning-
in er fyrst og fremst vegna ósæðarlokukölkun-
ar og þykknunar (aortic sclerosis) sem er nú
talin algengasta orsök slagbilsóhljóða aldraðra
(1,4). Kölkun ósæðarloku getur valdið ósæðar-
þröng en aldurstengd kölkun í ósæðarloku er
nú algengasta meingerð ósæðarþröngar (5, 6).
Aður voru gigtsótt og tveggja blöðkuloka al-
gengustu orsakirnar en hin mikla fjölgun aldr-
aðra og auknar lífslíkur ásamt fækkun gigtsótt-
artilfella hefur raskað hlutföllum. Míturloku-
leki er einnig algeng orsök slagbilsóhljóða (7,
8).
Klínísk greining á orsökum slagbilsóhljóða
með sögu og skoðun getur verið erfið. Sérstak-
lega getur verið erfitt að greina meinlausa ós-
æðarlokukölkun frá ósæðarþröng (9,10). Einn-
ig getur aðgreining ósæðar- og míturloku-
óhljóða reynst erfið þar sem því er lýst að hin
fyrrnefndu geti heyrst hæst við brodd hjartans
(6).
Tvívíddarhjartaómun með Doppler rann-
sókn hefur reynst gagnleg til orsakagreiningar
slagbilsóhljóða og sérstaklega til að ákvarða
þrýstifall yfir ósæðarloku og flatarmál hennar
og greina þannig marktæka ósæðarþröng (11-
14).
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
algengi og orsakir slagbilsóhljóða aldraðra á
íslensku bráðasjúkrahúsi, einnig næmi og sér-
tæki klínískrar greiningar samanborið við tví-
víddar- og Dopplerómun af hjarta.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin stóð með hléum, sólarhring í
senn, frá 15. febrúar 1993 til 28. febrúar 1994,
samtals í 101 sólarhring. Hún tók til þeirra
sjúklinga sem urðu 80 ára eða eldri á innlagnar-
árinu og lögðust inn brátt á lyflækningadeild
Borgarspítalans, óháð innlagnarorsök. Und-
anskildir voru þeir sem dvöldu minna en einn
sólarhring á gæsludeild, svo og þeir sem lögð-
ust inn í annað sinn á tímabilinu eða síðar. Þá
voru undanskildir þeir sjúklingar sem höfðu
þekktan hjartalokusjúkdóm. Alls uppfylltu 213
einstaklingar upphafsskilyrði rannsóknarinn-
ar. Þeir voru á aldrinum 79-101 árs, meðalald-
ur 85±4, 84 (39%) karlar og 129 (61%) konur.
Af þeim voru 16 útilokaðir en þeir höfðu
þekktan hjartalokusjúkdóm sem mögulega or-
sök slagbilsóhljóðs eða höfðu verið hjartaóm-
aðir eða hjartaþræddir af hjartalækninum.
Fjörutíu og fjórum sjúklingum til viðbótar varð
að sleppa úr rannsókninni vegna þess að þeir
útskrifuðust það fljótt að ekki náðist að skoða
þá í tæka tíð, voru fluttir á aðra deild eða létust
skömmu eftir komu, eða neituðu þátttöku.
Þannig mat deildarlæknir 153 (72%) af þeim
einstaklingum sem upphaflega komu til greina,
meðalaldur þeirra var 85±4 ár, 60 karlar og 93
konur. Meðalaldur og kynjahlutfall allra þess-
ara hópa var sambærilegt. Fimm einstaklingar
urðu 80 ára á árinu en höfðu ekki náð þeim
aldri þegar rannsóknin fór fram.
Deildarlæknir skoðaði sjúklingana með til-
liti til slagbilsóhljóða og mældi blóðþrýsting
sjúklinga liggjandi og standandi. Sjúklingar
voru hlustaðir á hefðbundnum svæðum brjóst-
kassans í rúmi í hvíld, útaf liggjandi, á baki og í
hliðarlegu og í inn- og útöndun. Þeir voru
hlustaðir sitjandi og standandi ef læknir sá
ástæðu til. Þeir sjúklingar sem voru tiltækir og
höfðu óhljóð að mati deildarlæknis voru síðan
hlustaðir af hjartalækni og öldrunarlækni.
Skráð var mat læknanna á því hvort óhljóð væri
til staðar og sérstaklega hvort míturlokuleki,
ósæðarlokukölkun eða marktæk ósæðarþröng
væri undirliggjandi. Þannig var einblínt á
vinstri hluta hjartans.
Hjartalæknirinn framkvæmdi tvívíddaróm-
un, M-tæknihreyfiómrit (M-mode echocar-