Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 28

Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 28
638 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table I. 2-D and Doppler echocardiography results in 57 patients with systolic murmurs. Max. gradient (mmHg) N % Range Average Aortic sclerosis 44 (77) 0-29 (max. grad. <30 mmHg) Grade 1 19 Grade 2 21 Grade 3 3 Grade 4 1 Aortic stenosis 8 (14) 0-71 50 Mild or moderate 4 30-45 37 (max. grad. 30-49 mmHg) Severe 4 53-71 63 (max. grad. >50 mmHg) Mitral regurgitation 25 (44) Grade 1 19 Grade 2 4 Grade 3 2 Grade 4 0 diography) og órofna (continous wave) og rofna (pulsed) Doppler hjartaómun með sjúk- lingana í vinstri hliðarlegu. Notað var Hewlett Packard ómtæki (model 77020AC), með 2,5/ 1,9 MHz nema (transducer). Leitað var eftir teiknum um lokusjúkdóma sem gætu valdið slagbilsóhljóði. Metin var þykknun og kölkun ósæðarloku og hún flokkuð sjónrænt í 1-4° eftir umfangi breytinganna, auk þess var metin opn- un hennar. Með Dopplerómun var metið á hefðbundinn hátt þrýstifall í slagbili yfir ósæð- arloku og leki um míturloku (sem var kvarðað- ur á bilinu 1-4°). Einnig var ákvörðuð vegg- þykkt skilveggjar og bakveggjar í lok hlébils og þvermál vinstri slegils í lok slagbils og hlébils og fundið útfallsbrot (ejection fraction) með aðferð Teicholz (17). Marktæk ósæðarþröng var skilgreind sem hámarksþrýstifall (maximal gradient) >30 mmHg yfir ósæðarloku, hún var talin væg ef þrýstifallið var 30-49 mmHg en mikil ef það var 5=50 mmHg. Næmi og sértæki læknanna þriggja við greiningu ósæðarþröngar, ósæðar- lokukölkunar og míturlokuleka var metin. Fengið var samþykki starfs- og siðanefndar Borgarspítalans fyrir rannsókninni. Við mat á niðurstöðum var beitt tvíhliða t-prófun og kí- kvaðrat prófi. Marktæknimörk voru sett við p-gildi <0,05. Niöurstöður Algengi: Deildarlæknir greindi slagbils- óhljóð hjá 53% (78 af 148) hlustaðra sjúklinga 80 ára og eldri, 61% kvenna (55 af 90) og 40% karla (23 af 58), sem er marktækur kynjamun- ur (p<0,025). Meðalaldur þeirra sem höfðu slagbilsóhljóð og þeirra sem voru hlustaðir var sambærilegur. Orsakir: Tafla I sýnir niðurstöður ómskoð- unar á 57 sjúklingum með slagbilsóhljóð. Gæði ómrannsóknarinnar var ásættanleg hjá þeim öllunr. Reyndust 44 (77%) (14 karlar og 30 konur) nreð ósæðarlokukölkun, með hámarks- þrýstifalli <30 mmHg, átta (14%) (tveir karlar og sex konur) með hámarksþrýstifalli 5=30 mmHg, það er ósæðarþröng og 25 (44%) (11 karlar og 14 konur) með míturlokuleka. Allir sjúklingarnir með ósæðarþröng höfðu áber- andi ósæðarlokukölkun (einn með 1°, fimm með 3° og tveir með 4° kölkun), fjórir þeirra höfðu einnig míturlokuleka (þrír með 1°, einn með 2°) og einn hafði þrílokuleka (tricuspid regurgitation). Útfallsbrot þeirra var á bilinu 0,32-0,81, tveir þeirra höfðu útfallsbrot <0,5. Allir höfðu þeir sögu um hjartabilun og/eða brjóstverki. Sjö sjúklingar höfðu ósæðarlokukölkun með hámarksþrýstifall 20-29 (meðaltal 25) mmHg og höfðu þrír þeirra útfallsbrot <0,40. Af þeim 57 sjúklingum sem voru hjartaóm- aðir reyndust fimm (9%) (þrír karlar og tvær konur) með míturlokuleka sem eina mark- verða lokusjúkdóminn (þrír með 1°, einn með 2° og einn með 3° leka), fyrir utan að einn þeirra hafði þrflokuleka að auki. Tuttugu sjúklingar (35%) (átta karlar og 12 konur)

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.