Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 28
638 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Table I. 2-D and Doppler echocardiography results in 57 patients with systolic murmurs. Max. gradient (mmHg) N % Range Average Aortic sclerosis 44 (77) 0-29 (max. grad. <30 mmHg) Grade 1 19 Grade 2 21 Grade 3 3 Grade 4 1 Aortic stenosis 8 (14) 0-71 50 Mild or moderate 4 30-45 37 (max. grad. 30-49 mmHg) Severe 4 53-71 63 (max. grad. >50 mmHg) Mitral regurgitation 25 (44) Grade 1 19 Grade 2 4 Grade 3 2 Grade 4 0 diography) og órofna (continous wave) og rofna (pulsed) Doppler hjartaómun með sjúk- lingana í vinstri hliðarlegu. Notað var Hewlett Packard ómtæki (model 77020AC), með 2,5/ 1,9 MHz nema (transducer). Leitað var eftir teiknum um lokusjúkdóma sem gætu valdið slagbilsóhljóði. Metin var þykknun og kölkun ósæðarloku og hún flokkuð sjónrænt í 1-4° eftir umfangi breytinganna, auk þess var metin opn- un hennar. Með Dopplerómun var metið á hefðbundinn hátt þrýstifall í slagbili yfir ósæð- arloku og leki um míturloku (sem var kvarðað- ur á bilinu 1-4°). Einnig var ákvörðuð vegg- þykkt skilveggjar og bakveggjar í lok hlébils og þvermál vinstri slegils í lok slagbils og hlébils og fundið útfallsbrot (ejection fraction) með aðferð Teicholz (17). Marktæk ósæðarþröng var skilgreind sem hámarksþrýstifall (maximal gradient) >30 mmHg yfir ósæðarloku, hún var talin væg ef þrýstifallið var 30-49 mmHg en mikil ef það var 5=50 mmHg. Næmi og sértæki læknanna þriggja við greiningu ósæðarþröngar, ósæðar- lokukölkunar og míturlokuleka var metin. Fengið var samþykki starfs- og siðanefndar Borgarspítalans fyrir rannsókninni. Við mat á niðurstöðum var beitt tvíhliða t-prófun og kí- kvaðrat prófi. Marktæknimörk voru sett við p-gildi <0,05. Niöurstöður Algengi: Deildarlæknir greindi slagbils- óhljóð hjá 53% (78 af 148) hlustaðra sjúklinga 80 ára og eldri, 61% kvenna (55 af 90) og 40% karla (23 af 58), sem er marktækur kynjamun- ur (p<0,025). Meðalaldur þeirra sem höfðu slagbilsóhljóð og þeirra sem voru hlustaðir var sambærilegur. Orsakir: Tafla I sýnir niðurstöður ómskoð- unar á 57 sjúklingum með slagbilsóhljóð. Gæði ómrannsóknarinnar var ásættanleg hjá þeim öllunr. Reyndust 44 (77%) (14 karlar og 30 konur) nreð ósæðarlokukölkun, með hámarks- þrýstifalli <30 mmHg, átta (14%) (tveir karlar og sex konur) með hámarksþrýstifalli 5=30 mmHg, það er ósæðarþröng og 25 (44%) (11 karlar og 14 konur) með míturlokuleka. Allir sjúklingarnir með ósæðarþröng höfðu áber- andi ósæðarlokukölkun (einn með 1°, fimm með 3° og tveir með 4° kölkun), fjórir þeirra höfðu einnig míturlokuleka (þrír með 1°, einn með 2°) og einn hafði þrílokuleka (tricuspid regurgitation). Útfallsbrot þeirra var á bilinu 0,32-0,81, tveir þeirra höfðu útfallsbrot <0,5. Allir höfðu þeir sögu um hjartabilun og/eða brjóstverki. Sjö sjúklingar höfðu ósæðarlokukölkun með hámarksþrýstifall 20-29 (meðaltal 25) mmHg og höfðu þrír þeirra útfallsbrot <0,40. Af þeim 57 sjúklingum sem voru hjartaóm- aðir reyndust fimm (9%) (þrír karlar og tvær konur) með míturlokuleka sem eina mark- verða lokusjúkdóminn (þrír með 1°, einn með 2° og einn með 3° leka), fyrir utan að einn þeirra hafði þrflokuleka að auki. Tuttugu sjúklingar (35%) (átta karlar og 12 konur)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.