Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1996, Side 33

Læknablaðið - 15.09.1996, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 643 við leiðréttingu flestra meðfæddra hjartagalla. Þessar framfarir má meðal annars rekja til bættrar greiningar á hjartagöllum. þróunar nýrrar skurðaðgerðartækni og framfara í gjör- gæslumeðferð eftir aðgerð (1). Skurðaðgerðir fyrir ákveðna meðfædda hjartagalla hafa nú verið framkvæmdar á ís- landi undanfarin ár en þær höfðu fram að þeim tíma verið gerðar erlendis, aðallega í Bretlandi og Bandaríkjunum. Staða íslands er sérstök í þessu sambandi vegna legu þess og fámennis, en töluverðar umræður hafa átt sér stað nýlega um hugsanlegan flutning á hjartaskurðaðgerð- um á börnum til Islands. Tilgangur þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir hjartaskurðaðgerðum á börnum sem gerðar hafa verið hérlendis undanfarin sex ár. Litið er á tegundir þeirra aðgerða sem hér eru gerðar, aðdraganda og árangur. Reynt er að meta þörf fyrir aðrar tegundir hjartaað- gerða á börnum hérlendis. Einnig er hugað að þjóðhagkvæmni og sparnaði samfara hugsan- legum flutningi þessara aðgerða og annarra á meðfæddum hjartagöllum alfarið til íslands. Efniviður og aðferðir Rannsóknin nær til barna og unglinga (18 ára og yngri) sem gengist hafa undir hjartaskurð- aðgerð á íslandi vegna meðfædds hjartagalla á árunurn 1990-1995. í þessu yfirliti eru ekki teknar með aðgerðir vegna opinnar fósturæðar í fyrirburum enda því verið gerð skil annars staðar (3). Um er að ræða afturskyggna rann- sókn og var farið yfir sjúkraskrár, aðgerðarlýs- ingar, ómskoðanir og aðrar rannsóknir tengd- ar þessum sjúklingum. Göngudeildarnætur og sjúkraskrár frá stofu sérfræðings í hjartasjúk- dómum voru athugaðar til að kanna afdrif sjúklinganna. Við mat á þörf fyrir hjartaaðgerðir hér á landi var stuðst við upplýsingar frá Trygginga- stofnun ríkisins og siglingarnefnd um hjartaað- gerðir á íslenskum börnum erlendis á rann- sóknartímabilinu. Þá var jafnframt miðað við faraldsfræðilega rannsókn á algengi með- fæddra hjartagalla á Islandi (2) og erlendar athuganir á svipuðu sviði (4). Tölur sem hér birtast um útreikning og sam- anburð á kostnaði aðgerða hérlendis og er- lendis eru fengnar frá Siglinganefnd Trygg- ingastofnunar ríkisins í samvinnu við nefnd sem hugað hefur að þessum málum hérlendis (birtar heimildir). Allar þær aðgerðir sem hér er lýst voru framkvæmdar erlendis fyrir árið 1990. Skilgreiningar Hjartaskurðaðgerðir sem gerðar eru við meðfæddum hjartagöllum eru tvenns konar. Tímabundnar aðgerðir (palliative surgery) miðast að því að bæta tímabundið ástand en leiðréttingaraðgerð (corrective surgery) leitast við að leiðrétta gallann eða gera við hann á varanlegan hátt. Gerður er greinamunur á bráðum og völdum (elective) hjartaskurðaðgerðum. Bráðar teljast þær aðgerðir hér sem nauðsyn þykir að gerðar séu innan nokkurra klukkustunda eða örfárra daga, enda sé sjúklingur annars í lífshættu. Þessir sjúklingar eru jafnan háðir prostagland- ín dreypi til að halda opinni fósturæð þar til aðgerð hefur farið fram. Valdar aðgerðir eru hins vegar þess eðlis að sjúklingur er ekki í hættu og óhætt er að bíða um tíma með aðgerð- ina. Þá er jafnframt gerður greinarmunur á opnum og lokuðum hjartaskurðaðgerðum. Hjartaskurðaðgerð telst opin ef sjúklingurinn er tengdur við hjarta-lungnavél við aðgerðina og vélin látin starfa tímabundið í stað hjarta og lungna. Hjartaskurðaðgerð telst lokuð ef hjarta er látið starfa sjálft alla aðgerðina og jafnvel þótt hjarta-lungnavél sé notuð til að sjá um blóðflæði um hluta líkamans. Líkamskæl- ingu er unnt að nota við bæði opnar og lokaðar hjartaskurðaðgerðir svo og tímabundna skerð- ingu á blóðflæði ýmist til lungna eða út í líkam- ann meðan á aðgerð stendur. Mikla líkamskæl- ingu og algera blóðrásarstöðvun tímabundið Table Ia. Number of operaríons according to diagnosis. Newborn infants Older children Total Male Female Male Female Coarctatio aortae 2 4 4 4 14 Shunt 3* 1 0 0 4 ASD 0 0 1 3 4 Other operations 0 1 2 1* 4 *} One patient from each group underwent two operations Table Ib. Operaríons for coarcmion ofthe aorta End-to-end resection og anastomosis 9 Subclavian flap 4 Resection á aneurisma 1 Total 14

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.