Læknablaðið - 15.09.1996, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
649
Gervifótunum er gefinn sérstakur gaumur,
þeir teiknaðir og metnir eftir vinnuaðferðum
bæklunarlæknisfræðinnar og bornir saman við
fætur sem voru í boði á meginlandinu á þessum
tíma.
Sjúkrasaga
Munnmœli um fótarmeinið: Jón Thorberg
Guðmundsson var 16 ára er hann fór til sjós á
skútu frá Flatey á Breiðafirði árið 1888. Sagan
segir að Jón hafi einhverju sinni keypt sér
hnalla; klofliá sjóstígvél úr leðri, sem negld
voru á tréskó (mynd 1). Stígvélin voru heldur
þröng svo hann fékk sár á vinstri fót sem tók að
bólgna upp. Jóni þótti sárt að taka stígvélið af
sér og brá á það ráð að sofa í stígvélinu. Fótur-
inn þrútnaði sífellt rneira og að lokurn varð að
skera stígvélið utan af honum (2, 3). Kom þá í
ljós mikil sýking og drep í fætinum og sýnt var
að taka þyrfti hann af. Fór Jón þeirra erinda
nteð skipi til Reykjavíkur (4, 5).
Sjúkrasaga í sjúklingadagbók á Landakoti: A
Landakotsspítala er varðveitt inn- og útskrift-
arbók sjúklinga — „prótókollur'* — frá árinu
1907, rituð á dönsku, þar sem dvalar Jóns er
getið í einni línu svohljóðandi:
„No: 99; Fulde Navn: Jón Porberg Guð-
mundsson; Alder: 31 Aar; Bopæl: Kirkjubóli í
Múlasveit; Sygdom: arthroit. ped. tubercu-
losa; indl.: 27/4 1907; udg.: 2/7 1907; Dage: 66;
Lægen: Magnússon; Anmærkninger: Resect.
pedis“ (6).
Samkvæmt þessu hefur Guðmundur Magn-
ússon prófessor annast Jón. Guðmundur skrif-
aði með eigin hendi sjúkraskrá fyrir sjúklinga
sína. Þessarskrár eru nú varðveittar íhandrita-
safni Landsbókasafnsins, sem „Lækningadag-
Fig. 1. Fishermen wearing leatherboots with wooden soles.
Fig. 2. Handwritten medical record. Pltoto: Handritadeild
Landsbókasafns.
bækur Guðmundar Magnússonar“ (7) (mynd
2). Þar segir um sjúkrasögu Jóns:
„Fyrir e. 9-10 mán. síðan, var hann til sjós,
fór hann þá að fá þrota í vinstri fótinn og
brunaseiðing, var þrotinn meiri á daginn við
stöðurnar, en minni á nótunni er hann lá fyrir,
en þá var brunaseiðingurinn mestur. Eptir að
hann var farinn af skipinu og tekinn til að vinna
í landi, fór hann að fá stirðleik í fótliðinn og
hreyfingar, að verða sárar, þroti var alltaf
nokkur í fætinum. Hreyfingar í fætinum, sér-
stakl. sárar þegar hann sté fram á fótinn, en
fann ekki til þó hann stigi á hælinn. Einn dag er
hann var við verk á túnaslættinum snérist undir
honurn fóturinn. Fékk hann mikla verki í fót-
liðinn eptir það og tók hann þá að bólgna.
Allar hreyfingar urðu sárari, og bólgan meiri í
kringum liðinn. Þannig á sig kominn gekk
hann samt að verki allt sumarið fram að rétt-
um, en e. 3. viku vetrar leitaði hann til læknis
en fékk litla aðgerð; leggst hann þá í rúmið.
Eptir nýár fór að koma stórt kýli aptanvert og
framanvert við malleolus ext. stækkaði fljótt;
bjúgur var þá fram á tær í fætinum og upp á
legginn. Stakk hann á kýlinu og kom út blóð-
vatn, að hann segir, e. þetta. Skömmu seinna
datt gat á rétt á malleolus ext. og kom út gröpt-
ur og blóð; svo fór að bera á kýli innanvert við
malleol. int. og datt gat á það nokkru seinna og
kom út gröptur. Útferðin var mikil á eptir, en
er lítil, sem engin nú og bólgan mikið minnkað
síðan. Hann hafði aldrei tekið eptir að bein
hafi komið út úr sárunum. Feber heldur hann
að hann hafi aldrei haft.“