Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 649 Gervifótunum er gefinn sérstakur gaumur, þeir teiknaðir og metnir eftir vinnuaðferðum bæklunarlæknisfræðinnar og bornir saman við fætur sem voru í boði á meginlandinu á þessum tíma. Sjúkrasaga Munnmœli um fótarmeinið: Jón Thorberg Guðmundsson var 16 ára er hann fór til sjós á skútu frá Flatey á Breiðafirði árið 1888. Sagan segir að Jón hafi einhverju sinni keypt sér hnalla; klofliá sjóstígvél úr leðri, sem negld voru á tréskó (mynd 1). Stígvélin voru heldur þröng svo hann fékk sár á vinstri fót sem tók að bólgna upp. Jóni þótti sárt að taka stígvélið af sér og brá á það ráð að sofa í stígvélinu. Fótur- inn þrútnaði sífellt rneira og að lokurn varð að skera stígvélið utan af honum (2, 3). Kom þá í ljós mikil sýking og drep í fætinum og sýnt var að taka þyrfti hann af. Fór Jón þeirra erinda nteð skipi til Reykjavíkur (4, 5). Sjúkrasaga í sjúklingadagbók á Landakoti: A Landakotsspítala er varðveitt inn- og útskrift- arbók sjúklinga — „prótókollur'* — frá árinu 1907, rituð á dönsku, þar sem dvalar Jóns er getið í einni línu svohljóðandi: „No: 99; Fulde Navn: Jón Porberg Guð- mundsson; Alder: 31 Aar; Bopæl: Kirkjubóli í Múlasveit; Sygdom: arthroit. ped. tubercu- losa; indl.: 27/4 1907; udg.: 2/7 1907; Dage: 66; Lægen: Magnússon; Anmærkninger: Resect. pedis“ (6). Samkvæmt þessu hefur Guðmundur Magn- ússon prófessor annast Jón. Guðmundur skrif- aði með eigin hendi sjúkraskrá fyrir sjúklinga sína. Þessarskrár eru nú varðveittar íhandrita- safni Landsbókasafnsins, sem „Lækningadag- Fig. 1. Fishermen wearing leatherboots with wooden soles. Fig. 2. Handwritten medical record. Pltoto: Handritadeild Landsbókasafns. bækur Guðmundar Magnússonar“ (7) (mynd 2). Þar segir um sjúkrasögu Jóns: „Fyrir e. 9-10 mán. síðan, var hann til sjós, fór hann þá að fá þrota í vinstri fótinn og brunaseiðing, var þrotinn meiri á daginn við stöðurnar, en minni á nótunni er hann lá fyrir, en þá var brunaseiðingurinn mestur. Eptir að hann var farinn af skipinu og tekinn til að vinna í landi, fór hann að fá stirðleik í fótliðinn og hreyfingar, að verða sárar, þroti var alltaf nokkur í fætinum. Hreyfingar í fætinum, sér- stakl. sárar þegar hann sté fram á fótinn, en fann ekki til þó hann stigi á hælinn. Einn dag er hann var við verk á túnaslættinum snérist undir honurn fóturinn. Fékk hann mikla verki í fót- liðinn eptir það og tók hann þá að bólgna. Allar hreyfingar urðu sárari, og bólgan meiri í kringum liðinn. Þannig á sig kominn gekk hann samt að verki allt sumarið fram að rétt- um, en e. 3. viku vetrar leitaði hann til læknis en fékk litla aðgerð; leggst hann þá í rúmið. Eptir nýár fór að koma stórt kýli aptanvert og framanvert við malleolus ext. stækkaði fljótt; bjúgur var þá fram á tær í fætinum og upp á legginn. Stakk hann á kýlinu og kom út blóð- vatn, að hann segir, e. þetta. Skömmu seinna datt gat á rétt á malleolus ext. og kom út gröpt- ur og blóð; svo fór að bera á kýli innanvert við malleol. int. og datt gat á það nokkru seinna og kom út gröptur. Útferðin var mikil á eptir, en er lítil, sem engin nú og bólgan mikið minnkað síðan. Hann hafði aldrei tekið eptir að bein hafi komið út úr sárunum. Feber heldur hann að hann hafi aldrei haft.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.