Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1996, Page 44

Læknablaðið - 15.09.1996, Page 44
650 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Lœknisskoðun: Meini Jóns lýsir Guðmundur Magnússon þannig: „Við skoðun sjást þrjár ulceration á og við vinstri fótlið með slöppum granulationum. Ein er rétt aptanvið malleolus int. og við að sond- era hana kemst maður inn í gegnum malleolus og inn í liðinn. Önnur er á malleolus ext. og er hægt að sondera nokkuð inn í beinið; við sond- eringuna á þessum ulcerat. heyrist vel skrapa í beru beini. Þriðja ulcerationin sést fyrir aptan og ofan malleolus ext., við sonderinguna finn- ur maður að rendurnar eru mjög undirminer- aðar, — kemst m. með sondunni bæði nokkuð upp á við, langt inn á og niður á við bak við tendo Achilles. — Útferð er lítil úr sárunum. Fóturinn er í plantarflexion, myndast e. 130°- 140° horni á milli crus og pes. Við palpation finnur maður fremri röndina á tibia að neðan- verðu standa fram. ... Activar hreyfingar í liðnum engar. Passiv extension og flexion eng- in, en abduction og adduction normal." Skurðaðgerðiit: Guðmundur Magnússon gerði þann 2. maí 1907 aðgerð „í chloroform æther narkose“ á vinstri ökklalið til að kanna útbreiðslu sýkingarinnar og nema öklaliðinn brott. Hann lýsir þessu svo: „Liðurinn fullur af fungus; brjóskið alveg horfið af báðum liðflötum en flyksur af því liggja í grautnum. Pað eru sagaðir 2-3 cm. löng flaga neðan af crus og talus tekin burt úr fæti og sýnir sig þá að articul. subtalo er heilbrigður. Hvergi gengur caries langt inn í beinið en það er lint eins og grautur og sömul. calc. án þess maður geti séð í því tuberculosa. Fungus er skafinn burt úr hásin það sem eptir er sýnil. tuber. er dissikerað burt; holan brend með acid. castol. og spir. concentr. Saumað með fishgut nema gömlu fistlarnir. ..“ Jón hafði mikla verki eftir aðgerðina og fékk morfínsprautur. Mikil útferð var úr skurðsár- inu sem gréri ekki heldur kom djúpt drep í aðgerðarsvæðið bæði húð og bein. Guðmund- ur lýsir ástandinu svo þann 22 maí: „það gang- reneraða hefur afmarkað sig, peron. tend. klipptar burtu; engin festa í beininu“ og þann 1. júní ákveður hann sig og segir í sjúklinga- dagbókinni: „Það þykir því örvænt að fóturinn grói og fæst samþykki sjúklings til amputation- ar.“ Þann 2. júní er „í æthernarcose" gerð „Amp- utatio cruris" þar sem „sögunin gegnum beinin verður rétt fyrir ofan miðjan crus“ og beinend- arnir huldir „með vöðvum sem eru dregnir Fig. 3. a. The crutch, broken and repaired in three places. b. The cros- spiece padded with denim andfasten- ed with piece of string. c. A robust repair. Fig. 4. The cane made from iron int- ended for reinforcing concrete with wooden handle joined to it with a brass rifle shell case. saman með catgutsaumum" og „skinnin saum- uð m. fishgut." Jón var verkjalaus strax eftir aðgerðina og skurðsárin gréru eðlilega. Um svæfinguna með klóroformi og eter tjáði Jón sig í útvarpsviðtali við Stefán Jónsson fréttamann árið 1961 (8) og sagði að Guðmundi lækni hafi gengið erfiðlega að svæfa sig með „yngra efninu", en með því „eldra” hefði hann orðið „steindauður undir eins“. „En mér leið vel eftir að búið var að taka fótinn”, sagði Jón í viðtalinu. Jón var Guðmundi afar þakklátur fyrir hjálpina (9).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.