Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
653
Fig 8. The younger wooden leg was made in 1935 and without tliefaults ofthe olderone. Jón used it until his death in 1962. a.
drawing b. viewed from the front c. viewed from the side.
tréfótinn varð skakkt og hann hallaði inn á við
undan þunganum. Skýr merki um þetta sjást á
tréleggnum. Hann slitnaði nær eingöngu utan-
vert við göngu (j') og lagðist í hverju skrefi
þvert á innri spelkuendann, sem smám saman
svarf holu í hliðina (t T )• Vegna þvingunar-
átaksins brast tréleggurinn að endilöngu.
Spennan olli því að innri spelkan brotnaði
vegna málmþreytu. Gert hefur verið við hana
(t t t)< en fremur ólánlega þar sem innri
brotendinn skagar inn að stúfnum og gæti hafa
rekist í hann og sært enn frekar. Tréfóturinn
virðist gjörónýtur enda fór svo að Jón hætti að
nota hann og kaus heldur að ganga við staf og
slá tún á hnjánum meðan hann beið eftir nýjum
fæti.
Til viðgerða á eldri fætinum var gengið í
srniðju til Árna Einarssonar (15) vélstjóra og
sjálfmenntaðs járnsmiðs í Flatey. Hann var
óvenju náttúruhagur maður, enda var leitað til
hans af öllu Breiðafjarðarsvæðinu um báta-
smíðar og vélaviðgerðir. Ætla má að kynni
Árna af gervilimnum hafi verið kveikjan að því
að hann smíðaði á árunum 1935-1938 (16) nýj-
an og endurbættan fót fyrir Jón (mynd 8). Ekki
er fullljóst hvort Árni hafði aðra fyrirmynd en
gamla fótinn, en þó segja munnmæli að um
svipað leyti hafi kona á eyjunni notað gervifót.
Árni gerði nokkrar veigamiklar umbætur frá
fyrri fæti. Hann gætti þess að líkamsþunginn
Fig. 9. A view inside the socket of the younger wooden leg.
kærni á tréfótinn miðjan, en við það jókst stöð-
ugleiki hjálpartækisins verulega. Þá veitti hann
stúfnum aukið aðhald með traustri, 18 cm
hárri, leðurhulsu, sent lá frá hringgjörðinni
niður á tréfótinn. Aðalfesting spelkunnar var,
eins og á eldri fætinum, við lærið en í stað
segldúks setti Árni leðurborða. Hann hækkaði
trélegginn urn þrjá cm í 22 cm og hækkaði
gervifótinn samsvarandi í 73 crn. Loks notaði
Árni betri við í trélegginn, birki í stað furu og
klæddi slitföt hans með leðri í stað járns og
síðar bíldekkjagúmmíi.
Þessar umbætur urðu til þess að líkantsþung-
inn dreifðist jafnar um gervifótinn og stúfurinn