Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 54

Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 54
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 660 íðorðasafn lækna 81 Heilkenni Tourettes (framh.) Glöggur lesandi hringdi og spurði hvort ekki væri réttara að nota samsetninguna heilkenni Tourettes heldur en Tourette heilkenni, sem undirritaður hefur notað í tveimur síðustu pistlum. Því er til að svara að í 72. pistli var skýrt frá þeirri reglu Orðanefndar að nafnheiti (eponym) verði framvegis skráð í íðorðasafnið til jafns við önnur samheiti, en þá þannig að fyrst komi nafn þess, sem fyrirbærið er kennt við, með réttum er- lendum rithætti, þá eignar- falls-,s“ og loks kerfisheitið, svo sem heilkenni eða sjúkdómur. Þó yrði eignarfalls-,s“-i sleppt ■þegar rík hefð væri fyrir slíku. I samræmi við þessa meginreglu og undantekninguna hefur und- irritaður því skrifað Tourette hcilkenni, þar sem honum fannst heitið oftast koma þann- ig fyrir í tiltækum erlendum gögnum. Með skráningarregl- unni er hins vegar ekki verið að taka afstöðu til þess hvað er rétt og hvað er rangt, heldur er verið að gæta þess að hin erlendu nöfn finnist auðveldlega á sín- um stað í stafrófsröð íðorða- safnsins. Líklegt er að rétt sé, samkvæmt íslenskri málvenju, að fyrst komi mannsnafnið, þá eignarfalls-,s“ og loks kerfis- heitið, og að heitið sé eitt sam- sett orð en ekki tvö. Ritað verði þá Tourettesheilkenni alveg eins og Ásgrímssafn og Jónshús. Baldur Jónsson, forstöðumaður Islenskrar málstöðvar, var spurður álits og taldi hann enga fasta reglu gilda um meðferð er- lendra heita. Sjálfur sagðist hann heldur amast við eignar- falls-,s“-inu og fremur kjósa tengistrik, og myndi því rita Tourette-heilkenni. Hvað sem þessu líður er það sjálfsagt gott stílbragð að nota einnig öðru hvoru samsetninguna heilkenni Tourettcs. Kækir, kippir, taktar Umræðan unt Tourette heil- kenni hófst með beiðni for- manns íslensku Tourette sam- takanna urn að tekin yrðu til umræðu nokkur heiti sem tengj- ast heilkenninu. Brýnasta verk- efnið sagði formaðurinn vera að finna íslenskt heiti á þær sér- stöku hreyfitruflanir sem á frönsku nefnast tic. Þær hafa verið nefndar kækir, en þar sem kækir eru bæði taldir ávana- fyrirbæri og viðráðanlegir (en tic hvorugt) finnst meðlimum samtakanna það heiti, kækir, ekki gefa rétta mynd af fyrir- bærinu. Gísli Jónsson, fyrrver- andi menntaskólakennari á Ak- ureyri, hafði aðspurður komið með þá hugmynd að hreyfing- arnar mætti nefna takta. Undir- ritaður Ieggst gegn því með þeirri röksemd að taktur sé samheiti við kæk og sé fyrst og fremst notað um sérviskulega tilburði í fasi eða framgöngu. I síðasta pistli kom fram að starfs- hópur Orðanefndar hefði þegar tekið upp íslenska heitið kippur fyrir franska orðið tic. Heitið kippur er hlutlaust og hefur ekki fengið neina dýpri merk- ingu eins og heitið kækur virðist hafa gert. Þannig má tala um hreyfíkippi, svo sem andlits- kippi, axlakippi og útlimakippi, eða hijóðkippi, svo sem ræsk- ingar, nefhljóð og stunur. Von- andi geta þessi heiti komið að tilætluðum notum og náð að festast í málinu. Að lokum vill undirritaður leggja til að íslenska heitið sora- kjaftur verði ekki notað um það sem á alþjóðlegu læknamáli nefnist coprolalia. Sorakjaftur er gróft orð og verður án efa fljótt niðrandi. Völ er á mörgu öðru, svo sem gróft orðbragð, ljótt orðbragð, grófmæli, dóna- tal eða munnsöfnuður. Hátækni Nýyrðið hátækni hefur verið áberandi í fjölmiðlunum á ný- liðnum vikum og mánuðum, oftast í samsetningunni há- tæknisjúkrahús. Það finnst hvorki í íðorðasafni lækna, Is- lensku alfræðiorðabókinni né í íslenskri orðabók. Undirritað- ur veit ekki hver á heiðurinn af samsetningunni, né hver er skil- greining hugtaksins hátækni. Hugmyndin er í sjálfu sér ágæt. I hugann koma orð eins og há- fermi, háhiti. hámark, háskóli og hátign, og lesandinn fær þá hugmynd að hátæknin gnæfi yfir aðra tækni. Án aðstoðar gæti honum í sakleysi sínu dottið í hug að hátæknisjúkrahús gnæfði yfir önnur hvað varðar fjölbreytni og gæði rannsókna og lækninga og að hátækni- sjúkrahús væri þess vegna gott sjúkrahús. Það má þó víst ekki verða. Áróðursmeistararnir ætlast til þess að áheyrandinn skynji aðra merkingu, þá að Landspítali og Borgarspítali séu vondir staðir af því báðir séu hátæknisjúkrahús. Á síðasta ári var þess einnig getið að fæð- ingadeild Landspítala væri orð- in hátæknideild og urn leið gefið í skyn að slíkt væri ekki gott. Mikið gera orð verið varasöm. Jóhann Heiðar Jóhannsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.