Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1996, Page 62

Læknablaðið - 15.09.1996, Page 62
666 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Mikil sölulækkun á vítamínum sem skráð eru sem lyf (1) Dagskammtar á 1000 íbúa/dag 1989 1992 1995 2. árs- fjórðungur Heildar- summa Hrein fjölvítamín 10,06 7,04 3,87 61,5% Vítamín A og D 7,77 7,04 4,87 37,3% Vítamín Bl, B6 og B12 0,61 0,47 0,24 60,7% Vítamín B komplex 28,26 21,13 13,35 52,8% Vítamín C 48,44 41,83 23,51 51,4% Önnur óblönduð vítamín 0,38 0,34 0,16 57,9% Öll vítamín 95,87 77,51 46,0 52,0% Kalsíum 10,59 3,46 1,92 81,9% Mest lækkun varð á tímabilinu 1992-1995, en sérstaklega á árinu 1995. Annaðhvort kaupir fólk minna af vítamínum eða salan hefur færst í aðrar verslanir. (l)Einungis sala í apótekum. Landlæknir Fréttatilkynning Meðferð algengs heilsuvanda í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 1996-7 Hvíldar- og hressingardvöl með áherslu á grænmetisfæði og leirböð hafa verið aðalsmerki Heilsustofnunar. Auk hefðbundinnar einstak- lingsmeðferðar í Heilsustofnun er í boði margvísleg fræðsla og meðferð sem miðar að því að endurhæfa og koma í veg fyrir sjúkdóma. í Heilsustofnun er í boði möguleiki á: 1. Mat á áhættuþáttum sjúk- dónia - ráðleggingar, fræðsla. 2. Almenn líkamsþjálfun með áherslu á þrek- og þolauk- andi æfingar. 3. Sérhæfð líkamsþjálfun, sjúkraþjálfun og endurhæf- ing. 4. Megrun með samhæfðum stuðningi fagfólks - einstak- lingsmeðferð eða í hóp. 5. Streitulosun með áherslu á hvíld, slökun, hugarþjálfun og sjúkranudd. 6. Verkjameðferð þar sem hægt er að takast á við vandamál eins og vefjagigt, bakverki og afleiðingar háls- hnykks - einstaklingsmeð- ferð eða í hóp. 7. Krabbameinsendurhæfing með áherslu á andlega og líkamlega uppbyggingu. 8. Afreykinganámskeið - viku- dvöl. Fræðsla og meðferð byggir á stjórnun og skipulagi meðferð- arteymis auk sérhæfðrar ráð- gjafar. Mikil áhersla er lögð á stuðning og forvarnir gegn sjúk- dómum. Kostnaður dvalargesta er á bilinu 8.400 til 15.400 á viku eft- ir stærð og búnaði herbergja. Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga, félagsmálastofnanir, trygginga- félög og fyrirtæki styrkja skjól- stæðinga sína í sumum tilvikum til þessarar dvalar. Markmið dvalar er að hjálpa einstaklingum að takast á við heilsufarsvandamál sitt þannig að þeir geti sjálfir unnið að því að bæta líðan sína enn frekar þegar dvöl er lokið. Læknum eru kynntar niður- stöður við útskrift og lagt er á ráðin um framhaldið. Guðmundur Björnsson yfirlæknir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.