Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 63

Læknablaðið - 15.09.1996, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 667 Niðurstaða starfshóps á vegum landlæknisembættisins Tímabært að hefja undirbúning að rekstri sjúklingahótels Niðurstaða könnunar á veg- um landlæknisembættisins um þörf á sjúkrahóteli eða sjúk- lingahóteli hérlendis sýnir að um 20% sjúklinga gæti hugsan- lega nýtt sér vist á sjúklingahót- eli í stað sjúkrahúss. í framhaldi af þeirri könnun kynnti starfs- hópur á vegum landlæknisem- bættisins sér rekstur sjúklinga- hótela í Lundi og Kaupmanna- höfn og telur starfshópurinn að tímabært sé að hefja undirbún- ing að rekstri slíks sjúklingahót- els hérlendis. A sjúklingahóteli eru vistaðir þeir sem eru á batavegi eftir meðferð á sjúkrahúsi, geta ekki enn búið heima fyrir en þurfa ekki daglega á sérhæfðri þjón- ustu sjúkrahússins að halda. Læknar ákveða hvaða sjúkling- um henti dvöl á sjúklingahóteli eftir meðferð á spítala og hversu lengi. Meðal starfsliðs eru hjúkrunarfræðingar sem fylgj- ast með líðan sjúklinga og gera læknum spítalans viðvart komi upp vandamál í kjölfar með- ferðar. Því er nauðsynlegt að slíkt hótel sé á sömu lóð og sjúkrahús til að hægt sé að nýta þjónustu spítalans, ekki síst göngudeildar- og bráðaþjón- ustu. Víða erlendis hafa sjúklinga- hótel sannað gildi sitt og með aukinni leit að nýjum og ódýrari leiðum í heilbrigðisþjónustunni hefur umræða um sjúklingahót- el einnig farið vaxandi hérlend- is. Landlæknisembættið átti frumkvæði því að sjö manna hópur frá fjórum sjúkrahúsum ásamt fulltrúa embættisins kynnti sér rekstur sjúklingahót- ela í Lundi og Kaupmannahöfn og kynnti starfshópurinn skýrslu sína nýverið. Halldór Jónsson framkvæmdastjóri FSA, einn nefndarmanna, sagði að reynsla erlendis væri góð, kostnaður af dvöl sjúklinga á slíku hóteli væri aðeins fjórð- ungur til helmingur af því sem dvöl á bráðadeild kostaði. Ljóst væri að hluti sjúklinga gæti nýtt sér þjónustu sjúklingahótels enda væri tryggt að þeir hefðu aðgang að göngudeildar- eða bráðaþjónustu sjúkrahússins ef nauðsyn krefði. Þannig mætti segja að verið væri að færa hluta þjónustunnar og draga úr kostn- aði án þess að það kæmi niður á meðferð sjúklinga. í kynnis- ferðinni fengust meðal annars þær upplýsingar að ekki væri góð reynsla af því að blanda saman sjúklingum og almenn- um hótelgestum og að ekki væri heldur talið ákjósanlegt að hafa sjúklingahótel innan veggja spítalanna. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðismálaráðherra sagði þennan kost án efa verða í boði hérlendis, spurning væri bara hvenær og hvernig. Hún varp- aði því fram að til dæmis mætti kanna hjá Reykjavíkurborg hvort hægt væri að nýta húsnæði Fæðingarheimilisins á þennan hátt fyrir sjúklinga af Landspít- alanum. Leiðrétting Merkingar snerust við á súlurit- um á myndum 1 og 2 í grein Sveins Magnússonar á bls. 595 í síðasta tölublaði. Súlurmerktar karlar áttu við konur og öfugt og leiðréttist þetta hér með. Glætan! Frestun Vegna uppsagna heilsugæslulækna hefur veriö ákveðið að fresta þemadegi um unglinga, sem halda átti laugardaginn 14. september næstkom- andi, um óákveðinn tíma. Thorarensen Lyf ehf

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.