Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
9
urs- og kynjadreifing, orsakir slysa, ástand
sjúklings við komu á sjúkrahúsið, tíðni og teg-
und annarra áverka, aðgerðartími, blóðgjafir í
aðgerð, legutími, forsendur aðgerðar, tegund
lifraraðgerðar, fylgikvillar og dánartíðni. Lifr-
aráverkar voru flokkaðir samkvæmt
ákvarðanakvarða-90 (AIS-90) og heildar-
áverkastig (injury severity score, ISS) var
reiknað út fyrir hvern sjúkling.
Niðurstöður: Á árunum 1968-1993 gekkst 41
sjúklingur undir aðgerð við lifraráverka á
Borgarspítalanum, 28 karlar og 13 konur.
Sjúklingarnir voru á aldrinum fimm til 78 ára,
miðtala aldurs 20 ár og var fjórðungurinn börn
undir 10 ára aldri. Lokaðir áverkar voru 84%
og voru umferðarslys algengasta orsökin.
Sautján sjúklingar (42,5%) voru í blæðingar-
losti við komu á sjúkrahúsið (efri blóðþrýst-
ingsmörk undir 90) og 12 (29%) voru enn í losti
við upphaf aðgerðar. Flestir sjúklinganna
höfðu aðra áverka í kviðarholi eða annars stað-
ar. Að meðaltali hafði hver sjúklingur 2,2 ann-
ars konar áverka. Blóðgjafir í aðgerð, aðgerð-
artími og legudagafjöldi voru afar breytileg en
miðtölur þeirra voru 1,4 lítrar, 100 mínútur og
15 dagar. Algengustu ábendingar fyrir aðgerð
voru lost, vökvi í kviði sem sást við ómskoðun
og merki um lífhimnuertingu. I 51,3% tilfella
var lifrin blæðandi þegar aðgerð hófst en hjá
tæplega helmingi sjúklinganna var hætt að
blæða. Blæðingu tókst oftast að stilla með
saumum en þrír sjúklingar gengust undir meiri-
háttar lifrarhögg (resection) og lifðu þeir allir.
Einn þessara þriggja hafði, auk sprunginnar
lifrar, rifu í holæðina (v. cavae). Meiriháttar
áföll (complications) voru 20 og var sýking í
kviðarholi og nýrnabilun algengust þeirra. Sjö
sjúklingar létust (17%) en aðeins einn úr lifrar-
blæðingu á skurðarborðinu. Aðrir létust af
völdum heilaáverka, brjóstholsáverka eða fjöl-
líffærabilunar vegna mikils heildaráverka.
Sjötíu og einn af hundraði reyndist hafa lítinn
eða miðlungsáverka á lifrinni (I. eða II. gráðu)
en aðrir höfðu meiriháttar áverka af gráðu III
eða IV. Tuttugu og þrír sjúklingar (56%) voru
með heildaráverkastig undir 16, einn þeirra lést
en þar var um að ræða eldri sjúkling með
skorpulifur og illkynja æxli í henni sem rifnaði.
Aðrir sjúklingar sem létust voru allir með
heildaráverkastig 41 eða hærra. I þessa rann-
sókn voru aðeins teknir með þeir sjúklingar
sem gengust undir aðgerð en vaxandi tilhneig-
ing hefur verið til þess á seinni árum að með-
höndla lifraráverka án aðgerðar. Á árunum
1988-1993 voru sjö sjúklingar af 15 meðhöndl-
aðir án aðgerðar.
Ályktun: Flestir þættir sem kannaðir voru í
þessari rannsókn reyndust svipaðir og í öðrum
rannsóknum sem birtar hafa verið. Dánartíðni
er lág ef borið er saman við erlendar greinar
sem fjalla um samsvarandi sjúklingahóp og
okkar þar sem flestir hafa lokaðan áverka.
Enginn sjúklingur með eðlilega lifur fyrir slysið
dó, nema að hann hefði heildaráverkastig upp
á 41 eða hærra. Það ásamt lágri dánartíðni,
bendir til þess að meðferðin hafi verið í háum
gæðaflokki.
Inngangur
Næst á eftir milta er lifrin það líffæri í kviðar-
holi, sem algengast er að skaddist við lokaðan
áverka (1). Við opinn áverka er hins vegar
algengast að lifrin skaddist (2). Þegar um síð-
ustu aldamót var áverki á lifur talinn eitt hið
vandasamasta sem skurðlæknir gæti staðið
frammi fyrir (3). Svo getur enn verið og vegna
fjölgunar umferðarslysa hefur þessum áverk-
um fjölgað mikið. Árangur meðferðar við
lifraáverkum hefur þó stórbatnað á síðustu
áratugum (2,4). Tilgangur þessarar rannsókn-
ar var að kanna árangur af aðgerðum við lifr-
aráverka á Borgarspítalanum 1968-1993, sér-
staklega með tilliti til dánartíðni og bera saman
við niðurstöður rannsókna frá öðrum löndum.
Efniviður og aðferðir
Sjúkraskrár allra sjúklinga sem gengust und-
ir skurðaðgerð vegna lífraáverka á tímabilinu
1968-1993 voru kannaðar með afturskyggnum
hætti. Alls var um að ræða 41 sjúkling. Athug-
uð var aldurs- og kynjadreifing, orsakir slysa,
ástand sjúklings við komu á sjúkrahús, ábend-
ingar aðgerðar, tegund lifraraðgerðar, aðrir
áverkar og meðferð við þeim, aðgerðartími,
blóðgjafir í aðgerð, legutími, fylgikvillar og
dánartíðni. Jafnframt var reiknað út heildar-
áverkastig (injury severity score, ISS) fyrir
hvern sjúkling, byggt á áverkakvarða-90
(abbreviated injury severity scale, AIS-90
(5,6)). Heildaráverkastigið er reiknað þannig
út að líkamanum er skipt í eftirtalin fimm
svæði: höfuð og háls, andlit, brjóstkassa og
brjósthol, kvið og kviðarhol og útlimi. Alvar-
legasta áverkanum á hverju svæði eru gefin stig
frá einu og upp í fimm og er ákverkakvarði-90
til leiðbeiningar um hvernig það skuli gert.