Læknablaðið - 15.01.1997, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
33
umluktir dauðum húðfrumum en sníkjudýrin
grafa sig sjaldan niður í hornhimnuna. Með
reglulegu millibili stinga maurarnir oddhvöss-
um munnlimunum og sogrananum (mynd lb)
niður í húðina og sjúga þar vessa sem síðan er
meltur áður en næstu máltíðar er neytt (3).
Sjúkdómseinkenni hjá köttum eru mismikil.
Oft eru kettirnir alveg einkennalausir og getur
reynst erfitt að staðfesta litla sýkingu (3). Sum-
ir kettir fá þó mikinn kláða og greinilegar bólg-
ur eða þroti myndast í húðinni þar sem maur-
arnir halda til. Fyrst eftir smitun verður flasa
áberandi í feldinum (3).
Snögghærðir kettir halda sníkjudýrinu iðu-
lega í skefjum með því að sleikja feldinn og
fjarlægja með því móti maura og egg. A þeim
getur maurasýking því dulist lengur en á loðn-
um köttum þar sem sýkingin getur magnast
hraðar upp. Auknum maurafjölda fylgir aukin
hreisturmyndun á húð, kláði eykst og hárlausir
blettir geta myndast.
Einkenni Cheyletiella maura hjá
mönnum
Útbrotum eftir C. parasitovorax var fyrst
lýst af Lomholt í Kaupmannahöfn árið 1918
(5). Útbrotin sem maurarnir valda á mönnum
koma oftast á þann stað sem sýkt dýr hefur
snert sjúklinginn. Þegar haldið er á köttum
snerta þeir oft kvið og læri sem skýrir algengi
útbrota á þessum stöðum. Ekki er nauðsynlegt
fyrir köttinn að snerta bera húð til að maurinn
geti borist á milli. Oftast sjást margar, rauðar
kláðabólur en stundum þinur sem líkjast
mýbiti. Sumar þeirra hafa litlar blöðrur efst.
Þegar útbrotin hafa verið á húðinni í nokkurn
tíma sjást stundum merki vefjaskemmda efst á
útbrotunum.
Nokkur munur getur verið á útbrotum eftir
því hvort bitið orsakast af Cheyletiella maur
eða til dæmis fló. Flóarbit koma oft á ökkla,
undir teygju sokka eða undir belti. Sjáist bitin
dreifð um allan líkamann er orsökin stundum
fugla- eða spendýrafló.
Dýr sýkt af Cheyletiella maurum, er hægt að
meðhöndla og ráða þannig niðurlögum óvær-
unnar. Bit á mönnum eru hins vegar með-
höndluð með sterasmyrslum sem borin eru á
útbrotin og andhistamín lyfjum.
Umræða
Ekki er vitað til að áttfætlumaurar sem til-
heyra ættkvíslinni Cheyletiella hafi áður fundist
á mönnum, hundum eða köttum hér á landi.
Cheyletiella maurar fundust þó haustið 1986 í
ull af angórakanínum í spunaverksmiðju Ala-
foss (Matthías Eydal, munnlegar upplýsingar).
Ekki er vitað hvort ullin var af íslenskum kan-
ínum eða hvort maurarnir bárust hingað til
lands með innfluttri ull. Árið 1990 var innflutn-
ingur hunda og katta til landsins heimilaður að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem meðal
annars kveða á um að dýrin skuli höfð í sóttkví
fyrst eftir komuna til landsins í Einangrunar-
stöð ríkisins í Hrísey. Þar fylgist dýralæknir
með heilbrigði dýranna og framkvæmir eða
lætur framkvæma ýmsar rannsóknir sem miða
að því að hindra að sníkjudýr eða smitsjúk-
dómar berist til landins. Undanfarin sex ár
hafa ríflega 100 kettir og um 300 hundar verið
fluttir til Islands frá 15 löndum í Evrópu, N-
Ameríku og Afríku. Þótt margar tegundir
sníkjudýra sem ekki eru hér landlægar hafi
verið staðfestar í eða á innfluttum hundum og
köttum í Einangrunarstöð ríkisins í Hrísey (6),
hefur eftir því sem best er vitað til þessa ein-
ungis ein þeirra, hársekkjamaurinn Demodex
canis, borist út úr einangrunarstöðinni með
hundi sem þegar hafði verið afhentur eiganda
þegar sníkjudýrið fannst (7).
Líkur benda til að áttfætlumaurinn C.
parasitovorax hafi borist til landsins með inn-
fluttum gæludýrum. Þótt spjótin beinist eink-
um að hundum og köttum gætu kanínur og
jafnvel menn hafa borið maurinn hingað til
lands. Engar athuganir hafa verið gerðar á því
hvort C. parasitovorax finnist á kanínum hér á
landi. Líklegt er þó að óværan hafi borist ný-
lega til landsins því sjaldnast líður langur tími
frá því að maurinn fer að fjölga sér verulega á
köttum eða hundum, þar til einkenni koma
fram á dýrunum eða eigendum þeirra.
Hér á landi hafa bit á fólki, önnur en mýbit
og stungur eftir vespur og hunangsflugur, oft-
ast verið orsökuð af fuglaflóm Ctenocephalides
spp. I sumum tilvikum hafa rottuflær Nosop-
syllus fasciatus, rottumaurar Ornynthonyssus
bacoti eða veggjalýs Cimex lectularius verið á
ferðinni (8,9). Cheyletiella maurar hafa nú
bæst í þennan hóp en bit af þeirra völdum eru
algeng á fólki í nágrannalöndunum.
Þakkir
Matthías Eydal, Sigurður H. Richter og
ónafngreindur ritdómari lásu handrit og bentu
á ýmislegt sem betur mátti fara.