Læknablaðið - 15.01.1997, Síða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
35
Tölfræði til hvers?
Nokkrar ábendingar
Örn Ólafsson
Ólafsson Ö
What is statistics for? Few comments
Læknablaðið 1997; 83: 35-8
Með auknum fjölda rannsóknarverkefna
innan læknisfræðinnar hafa viðfangsefnin orð-
ið æ flóknari og kallað á enn frekari notkun
tölfræði. Þó að forsendur fyrir beitingu töl-
fræði séu óbreyttar þá eru aðrar áherslur en
áður í notkun á henni, þar sem auðveldara er
nú með tölfræðiforritum að gera flókna út-
reikninga og prófa fleiri tilgátur. í undirbún-
ingi rannsókna er því hætta á að minna sé lagt
upp úr vali á tilgátum. Verði tilgáturnar marg-
ar sem prófaðar eru tölfræðilega í sömu rann-
sókn, aukast líkur á að „samband" finnist milli
þátta sem ekki tekst að staðfesta síðar. Veik-
leikar sem kunna að vera í undirbúningi og
framkvæmd rannsóknar og síðan meðhöndlun
gagna verða sjaldnast bættir upp með útreikn-
ingum. Því er í þessari grein vakin athygli á og
skýrð nokkur tölfræðiatriði þessu tengd, og
sem að fenginni reynslu höfundar eru oft van-
metin eða misskilin. Gert er ráð fyrir að les-
andinn kunni einhver skil á tölfræði. Vanti
frekari skýringar, er bent á heimildaskrá (1-6).
Tölfræðileg ályktun, notuð til dæmis við
samanburð, byggir á líkindum. Ef breyting
verður á tíðni ákveðinna sjúkdómstilfella frá
Frá Bókasafni Landspitalans, Eirbergi. Fyrirspurnir, bréfa-
skipfi: Örn Ólafsson, Bókasafn Landspítalans, Eirbergi, 101
Reykjavík.
einu tímabili til annars og leita á orsaka fyrir
því, þá verður fyrst að athuga hvort breytingin
sé marktæk! Áður en það er gert þarf meðal
annars að huga að eftirfarandi.
Hvaða spurningum á að reyna að
svara með rannsókn?
Grundvallaratriði er, að þær spurningar sem
svara á með rannsókn séu ljósar svo rannsókn-
in verði markviss. Óljósar spurningar verða
ekki bættar upp með nákvæmum mælingum.
Áður en rannsókn er gerð þarf einnig að skoða
hvernig vinna á úr niðurstöðum svo þær nýtist
sem best. Oft er til dæmis áhugavert að athuga
hvort tíma- eða aldursleitni (trend) er í mæl-
ingum.
Skipulagning eða hönnun
rannsóknar
Þegar tölfræði er notuð þarf að skipuleggja
og framkvæma rannsókn með tilliti til þess.
í rannsókn er venjulega best að nota handa-
hófsúrtak sjúklinga (slembiúrtak, random
sampling) sé þess kostur. Algengt er þó að
notað sé kerfisbundið úrtak (systematic sampl-
ing) og verður þá að lýsa hvernig sjúklingar eru
valdir og hverjir útilokaðir. Dæmi um kerfis-
bundið val rannsóknarhóps væri hópur allra
með ákveðinn sjúkdóm sem hafa verið lagðir
inn á tiltekin sjúkrahús á tilteknum tíma. Áður
en hægt er að yfirfæra niðurstöðu rannsóknar,
á kerfisbundnu úrtaki, á alla með sama sjúk-
dóm (þýðið), þarf að athuga hvort hópurinn
sem rannsakaður er endurspegli þýðið. Við
athugun á því er stuðst við lýsingu og flokkun
gagna.