Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1997, Page 43

Læknablaðið - 15.01.1997, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 41 Hugleiðingar um starfskjör heimilislækna Opið bréf til stjórnar FÍH Fyrir um ári ritaði ég bréf til stjórnar FÍH. Flestar hugleið- ingar mínar þar eru enn í fullu gildi enda menn í vissum skiln- ingi á byrjunarreit þar sem kjaranefnd hefur ekki lokið störfum, reyndar hefur ekki til hennar spurst og því ekki víst að staðið verði við samninga af hálfu ríkisvaldsins. Ef til þess kemur, vil ég gera það að tillögu minni að menn samhæfðu við- brögð sín með því að framlengja tímabundinni ráðningu um þrjá mánuði. Ég veit að sumir vilja rjúka á dyr, aðrir vilja ekkert hafast að, en með tillögu minni geta menn náð áttum. Enda er ég ekki svartsýnn á að þetta mál leysist. Ráðuneytið er fullt af hjúkrunarfræðingum, sem flýtir ekki fyrir okkar málum og þeir hefðu ef til vill ekkert á móti því að við misstum þolinmæðina, en þeir hafa það varla af að stoppa okkur eins og sjúkralið- ana á sínum tíma. Hófleg svartsýni er af hinu góða. Fyrir ári var ég eini lækn- irinn í okkar hópi hér fyrir aust- an, sem átti frekar von á því að til langrar vinnudeilu kæmi. Ég studdi þó aðgerðina eftir að menn höfðu dregið úr árásum á sérfræðinga. Þessi mikla bjart- sýni held ég að hafi verið mönn- um til mikils skaða þegar alvara lífsins kom í ljós. Fæstir höfðu gert viðeigandi ráðstafanir í fjármálum. Prýstingur á samn- inganefnd var því mikill og nið- urstaðan ekki verri en ég átti von á við þær aðstæður. Kjara- nefndarvinna gæti einnig leitt af sér möguleika á uppstokkun í skipulagi sjúkrahúsmála. Hér á Austurlandi væri hægt að leggja niður litlu sjúkrahúsin og breyta þeim í hjúkrunarheimili og koma upp alvöru sjúkrahúsi sem útibúi frá FSA. Einnig mætti taka til hendinni víðar á landinu einkum á Norð-Vestur- landi. Hægt væri einnig að losa lækna úr lyfsölu og losa þá við að þjarka við heimamenn um launauppbót, eins og víða tíðk- ast í einmenningshéruðum. Reyndar held ég að þessi upp- stokkun sé þegar hafin án þess að vera í tengslum við vinnu kjaranefndar. Veruleg tekju- skerðing hefur átt sér stað á Fá- skrúðsfirði og Eskifirði og þá í tengsluni við breytingar á lyf- sölu. Á þessum stöðum hafa losnað stöður og vil ég hvetja menn til að hafa samráð við FÍH áður en þeir sækja um þær stöð- ur og semja um launauppbót þar til kjaranefnd hefur lokið störfum. Ef launin lækka er hætt við að viðmið kjaranefndar verði annað og laun sem hún úrskurðar einnig lægri. Sigurður Gunnarsson heilsugæslulæknar Hrauni 2, 765 Djúpivogur 3. Ráðstefna í Osló 13.-15. maí 1997: Norðmenn ætla að halda ráðstefnu undir titlinum; The physician role in transition: Is Hippocrates sick? Ég hef verið beðinn að taka þátt í undirbún- ingi ráðstefnunnar og að sitja í vísindaráð hennar. Petta er til- komið vegna þess að ég hef iðu- lega hitt þá lækna sem hafa haft mestan áhuga á vinnuverndar- málum lækna á öðrum fundum og ráðstefnum. Ég tel þessa ráð- stefnu athyglisverða. Hún er al- þjóðleg og á háu fræðilegu stigi. Hún fjallar um athuganir á sér- stöðu lækna sem hóps og í vinnu. Hún mun fjalla um að- stæður yngri lækna. Ráðstefnu- stjóri í Noregi er Olaf Aasland mun hann á næstunni snúa sér til LÍ og fara fram á fjárstuðning vegna ráðstefnunnar. Reykjavík 11. desember 1996, Vilhjálmur Rafnsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.