Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 54
50 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 upp á sex valmánuði fyrir til dæmis íþróttalækningar, smit- sjúkdóma, gigtarsjúkdóma og margir bæta við tíma til dæmis í hjartalyflækningum, bæklunar- lækningum, húðsjúkdómum eða fæðingarhjálp og kvensjúk- dómum, en á sumum stöðum í Bandaríkjunum starfa heimilis- læknar í fæðingarhjálp jafn- framt fæðingarlæknum og Ijós- mæðrum. Vaktir Vaktir eru að jafnaði fjórða hvern dag, mismunandi eftir stöðum. Venjuleg dagvinna er unnin daginn eftir vakt en reynt er að sjá til þess að sá sem vakt hafði komist heim í fyrra lagi. Þegar lengra líður á námið fækkar vöktum og/eða þær breytast í bakvaktir. Stofuvinna Vinnan á heilsugæslustöðinni er mjög mikilvægur þáttur námsins og skipar strax frá upp- hafi stóran sess. Sérhver nemi er heimilislæknir fyrir ákveðinn hóp og ber að sinna vandamál- um hvort heldur er á stofu eða í gegnum síma og er það gert samhliða blokkarvinnunni. A heilsugæslustöðinni er alltaf leiðbeinandi sem eingöngu hef- ur það starf að leiðbeina eða kenna þeim nemum sem eru á stofunni hverju sinni. Fyrsta árs nemum er ætlað að gera leið- beinandanum grein fyrir hverri komu með greiningu og úr- lausnum og síðan eru málin rædd og leiðbeinandinn miðlar af þekkingu sinni og reynslu. Þegar lengra er komið í náminu er ætlast til meira sjálfstæðis og ábyrgðar af nemendum og eru þá einungis erfiðari tilfelli borin upp við leiðbeinendur. Fræðsla Morgunfundir eru daglega og oftast kynnt eitt til tvö sjúkratil- felli sem rædd eru rækilega, far- ið yfir sögu, skoðun, mismuna- greiningar, rannsóknir og með- ferðaráætlun. Kennslustofu- gangar eru líka á flestum deildum daglega og þá undir stjórn eins kennarans eða sér- fræðings á spítalanum. A kennslustofugöngum eru venju- lega tekin fyrir vandamál tengd sjúklingum sem liggja inni hverju sinni, eða að skoðaðir eru einstakir sjúklingar með áhugaverð einkenni. Stundum er kennslustofugangur notaður til að fara yfir áhugaverðar rönt- genmyndir. Fyrirlestrar sem tengjast heimilislækningum eru haldnir daglega í hádegishléinu og eru flytjendur oftast kennar- ar eða sérfræðingar nálægra sjúkrahúsa. Fræðslufundir sjúkrahússins (grand rounds) eru vikulega og oftast fluttir af utanaðkomandi fyrirlesurum, gjarnan um áhugaverðar nýj- ungar í læknisfræði eða efni sem skiptar skoðanir eru um. A hverju ári eru tveir fræðsludag- ar þar sem fyrir eru tekin ákveð- in svið eða þemu. Loks verða allir verðandi heimilislæknar að fara á nám- skeið og standa skil á; endurlífg- un fullorðinna annars vegar (advanced cardiac life support) og endurlífgun og skyndihjálp nýbura hins vegar (neonatal resucitation and life support). Önnur námskeið svo sem skyndihjálp eftir slys (advanced trauma life support) eða skyndi- hjálp barna (pediatric life support) standa til boða að eigin vali. Eftirlit Haldnir eru reglulegir fundir með umsjónarkennara, en hann fær umsagnir allra blokkar- stjórnenda um frammistöðu nemandans og er leitast við að nota uppbyggjandi gagnrýni, þannig að nemandinn geri sér grein fyrir styrk sínum og veik- leikum og geti breytt og bætt þar sem við á. Innra eftirlit er á heilsugæslustöðvum og reglu- lega gerð úttekt á sjúkraskrám og þær yfirfarnar af gæðanefnd skólans. Hún metur meðal ann- ars sögu, skoðun, greiningu og meðferðaráætlun nemenda og gefur skriflega umsögn, hrósar fyrir vel unnin verk og gefur ráðleggingar ef einhverju er ábótavant. Eftir útskrift og sjöunda hvert ár verða heimilis- læknar að taka sérfræðiprófið í heimilislækningum sem haldið er árlega í júlímánuði. I nóv- ember ár hvert taka allir heimil- islæknanemar í Bandaríkjunum „inservice“ próf sem er nokkurs konar æfingarpróf fyrir sér- fræðiprófið. Spurningar á þess- um prófum eru mjög svipaðar spurningum á sérfræðiprófun- um og niðurstöður úrlausna eru vandlega flokkaðar þannig að viðkomandi nemandi geti á sem bestan hátt gert sér grein fyrir hvar skórinn kreppir og hvernig hann stóð sig í samanburði við aðra nemendur, á sama stað og á landsvísu. Framhaldsnám Að loknu námi í heimilis- lækningum er möguleiki á eins til tveggja ára viðbótarnámi. í Bandaríkjunum eru nú að minnsta kosti 128 staðir sem bjóða upp á slíkt nám. Mest er um stöður í „faculty develop- ment“, sem er þjálfun í að verða kennari í heimilislækningum. Einnig er hægt að taka aðrar greinar svo sem íþróttalækning- ar, öldrunarlækningar, rann- sóknarlækningar, fyrirbyggj- andi lækningar, unglingalækn- ingar, alþjóðalækningar, með- ferð ávana- og fíkniefnasjúk- linga og líknarlækningar (hos- pice). Kjör Nemar í heimilislækningum í Bandaríkjunum hafa að meðal- tali 30-34.000 dollara á ári í byrj- unarlaun, en þau hækka lítils- háttar þegar líða tekur á námið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.