Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.01.1997, Qupperneq 58
54 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Hvers vegna er seint brugðist við nýjungum í sjúkrahúsrekstri? Miklir erfiðleikar steðja að sjúklingum. Biðlistar hafa myndast og flestum sjúklingum líður illa á biðlistum. Hvers vegna hafa biðlistar myndast? Biðlistar hafa myndast meðal annars vegna þess að við höfum ekki aðlagað sjúkrahúsþjónust- una að stórbættum aðgerðar- möguleikum. Betri tækni hefur skapað aukna þörf fyrir með- ferð. Sjúklingum á legudeildum fjölgar. Sem dæmi má nefna að fyrstu biðlistar fyrir kransæða- þræðingar urðu til á upphafsár- um mínum á Rannsóknarstofu Hjartaverndar í kringum árið 1970. Skilyrðin voru þá að sjúk- lingar væru ekki eldri en 70 ára. Nú gangast jafnvel 85 ára og eldri undir slíka rannsókn og aðgerð! Síðar komu liðaskipta- aðgerðir, köguraðgerðir og fleira sem gerbreytt hefur myndinni. Fleiri gangast því undir að- gerðir. Sjúklingum á legudeild- um fjölgar og kostnaður eykst en nægir fjármunir fást ekki og þess vegna myndast biðlistar. Hótelstarfsemi tengd bráðasjúkrahúsum Meðal nágrannaþjóða hafa einnig skapast biðlistar en margar þeirra draga úr biðlist- um með bættri nýtingu og lægri kostnaði við dýrar legudeildir með því að efla hótelstarfsemi í tengslum við dýr bráðasjúkra- hús. Bandaríkjamenn hafa nýtt þessa möguleika í tugi ára, eins og margir íslenskir læknar þekkja. Meðallegutími á banda- rískum sjúkrahúsum er mun styttri en á sjúkrahúsum í Evrópu. Sjúkrahótel í nánum tengsl- um við bráðasjúkrahús hafa minnkað kostnaðinn um 10- 20% í Skandinavíu og Bretlandi (skýrsla landlæknisembættisins 1995 og 1996). Hjúkrunarhótel í tengslum við sjúkrahús, meðal annars geðdeildir þar sem sjúklingar, með langvinna sjúkdóma fá góða umönnun og eftirlit með lyfjagjöfum undir stjórn hjúkr- unarfræðinga hafa dregið mjög úr endurinnlögnum, til dæmis meðal ungra kleyfhugasjúk- linga. Þeir eru vistaðir á góðri geðdeild og útskrifaðir í góðu ástandi eftir margra mánaða dvöl á heppilegum lyfjum, en síðan fer flest úr skorðum. Bæði skortir oft gott faglegt eftirlit sem aðstandendur geta ekki veitt og vilja sjúklinga til þess að taka lyfin. Lélegt eftirlit þýðir endurinnlög aftur og aftur. Nefna má einnig aðhlynning- arstofnanir (hospice) fyrir fólk er þarfnast góðrar aðhlynningar við ævilok. Þessar stofnanir fyrirfinnast ekki hér á landi. Hvað dvelur nýjungum í meðferð? Seinagangur í aðgerðum á sér nokkurn aðdraganda er má rekja að nokkru leyti til minnk- andi áhrifa „fagaðila“ í rekstri sjúkrahúsa. Sem dæmi um minnkandi áhrif fagaðila má rekja hve seint hefur tekist að koma á nýjung- um í rekstri sjúkrastofnana. Nýjungum sem náð hafa góðri festu og stuðlað að bættum rekstri á sérgreinasjúkrahúsum nágrannalandanna. Langan tíma tók að koma upp dagdeildum en heppnaðist að lokum því að nú eru um 50% skurðaðgerða framkvæmdar á þann hátt og jafnvel 60-70% á sumum sérgreinasjúkrahúsum. Sjúkrahús Reykjavíkur (Borg- arspítalinn) hefur dregist aftur úr hvað þetta snertir. Sjúkra- hótel fást seint í rekstur, aðal- lega vegna þess að mörgum stjórnendum „lýst ekkert á þetta“ en frekari rökstuðningur er óþarfur! Á sumum sjúkra- húsum er staðið gegn göngu- deildaraðgerðum! Stjórnmála- menn virðast ekki bera nægilegt traust til fagaðila sjúkrahús- anna. Það er verðugt íhugunar- efni okkar sem teljumst vera fagaðilar. Þessu þarf að breyta þar eð þriðji aðilinn, sem er sjúklingurinn, líður vegna fram- angreinds ástands. Niðurlag Ástand á mörgum sérdeild- um sjúkrahúsanna er orðið óviðunandi. Mjög illa höldnum sjúklingum á biðlistum hefur fjölgað verulega og allt bendir til þess að ástandið á biðlistum eigi eftir að versna. Þeir sem stjórna fjármagnsflæði verða að taka tillit til þess sem hér er skrifað, láta af sögusögnum um léleg afköst, sóun og slór. Það þarf að fjölga „fagaðilum“ í stjórnun sjúkrastofnana og að- laga aðgerðir okkar að ger- breyttum viðhorfum. Við leys- um ekki vandann með því að byggja sífellt fleiri stofnanir, jafnvel þar sem engir biðlistar eru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.