Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 325 Auðbergur Jónsson á Eskifirði: Bið á að sæmileg skikkan komist á málin eftir uppsagnirnar í fyrra Auðbergur Jónsson heilsugæslulæknir á Eskifirði. Ljósm.: jt „Ég væri nú sjálfsagt löngu farinn héðan ef ekki væri fyrir hendi fjölskylda og ættingjar bæði nu'n megin og hjá eiginkon- unni - við getum kallað það átt- hagabindingu - því álagið í þessu starfi og kjörin eru slík að menn endast ekki lengi. A þessu verð- ur vonandi breyting í sumar þegar okkur tekst vonandi að fá hingað annan lækni enda er hér gert ráð fyrir tveimur læknum,“ segir Auðbergur Jónsson heilsu- gæslulæknir á Eskifírði í samtali við Læknablaðið. Auðbergur hóf störf sem læknir á Djúpavogi strax eftir útskrift úr læknadeild Háskóla íslands og kandídatsár. Síðar lá leið hans til Hafnar í Hornafirði en í júní 1979 flutti hann sig til Eskifjarðar og hefur verið þar síðan. Síðustu árin hefur Björn Gunnlaugsson sérfræðingur í heimililækningum starfað með honum en hann hætti fyrir nokkrum mánuðum og eins og víðar á Austfjörðum hefur verið erfitt að manna lausar stöður. Hefur Auðbergur því verið mikið einn á sínum pósti síðustu mánuðina. Svæði læknanna á Eskifirði eru fyrst og fremst þéttbýlis- staðirnir Reyðarfjörður með tæplega 700 íbúa og Eskifjörður með um 1.040 íbúa en einnig sveitirnar í kring. Lengst er að fara út með Reyðarfirði að sunnanverðu en íbúar þar eiga hins vegar ekki síður auðvelt með að sækja til Fáskrúðsfjarð- ar og gera það gjarnan. Á Eski- firði var 600 fermetra heilsu- gæslustöð tekin í notkun fyrir hálfu öðru ári og er hún björt og rúmgóð. Arkitektar voru Magnús Skúlason og Sigurður Harðarson. Á Reyðarfirði hef- ur heilsugæslan til umráða um 250 fermetra húsnæði með þokkalegri aðstöðu. Auðbergur segir að á stöðina á Eskifirði fá- ist brátt tölvur og nýtt röntgen- tæki er að koma inn úr dyrun- um. Annars hefur tækjaskortur á Reyðarfirði og vöntun á nýju húsnæði þar verið okkar aðal- vandamál númer eitt. Auðbergur er beðinn að lýsa fyrirkomulagi heilsugæslunnar: „Á Reyðarfirði er móttaka opin hálfan daginn alla virka daga en móttaka er allan daginn hér á Eskifirði. Við skiptumst á að sinna Reyðarfirði þennan hálfa dag og gefum fólki þannig kost á að velja hvorn læknanna það kýs að hitta - og það gildir auðvitað einnig um móttökuna á Eskifirði. Hinn helming dags- ins getum við sinnt öðrum verk- efnum, hjúkrunarheimilinu í Hulduhlíð, stundað pappírs- vinnu, lesið tímarit eða annað sem verður að sitja á hakanum þegar brýnu verkefnin og rútín- an taka öll völd. Fyrir utan þessi daglegu og venjubundnu störf skiptum við vöktum á milli okkar. Má eigin- lega segja að þegar báðir eru við hendina sé starfið nokkuð skap- legt, annar okkar er laus við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.