Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
321
Heilsugæsla og sjúkrahús á Egilsstöðum
Áhugavert er að stunda lækningar
úti á landi en hlúa þarf betur að
starfsfólki heilbrigðiskerfísins
Stund milli stríða. Frá vinstri: Pétur Heimisson, Óttar Ármannsson
og Stefán Þórarinsson. Ljósm.: jt
Fjórir læknar starfa við
Heilsugæslustöðina á Egilsstöð-
um og hafa tveir þeirra verið
þar ailmörg ár en hinir tveir
styttra. Auk venjulegra starfa
sinna á heilsugæslustöð sinna
þeir sjúklingum á sjúkrahúsinu
þar sem einkum dveljast aldrað-
ir og langlegusjúklingar. Óger-
legt reyndist að ná fjórmenning-
unum til viðtals í einu því alltaf
er einhver úr hópnum bundinn
við störf en á dögunum gátu
Stefán Þórarinsson og Óttar Ár-
mannsson gefið sér tíma meðan
Gísli Baldursson kenndi sjúkra-
flutningamönnum á námskeiði
og Pétur Heimisson var á vakt-
inni og átti annríkt þar.
Stefán hefur starfað lengst
fjórmenninganna á Egilsstöð-
um eða í tvo áratugi, Pétur
Heimisson í níu ár, Gísli í fimm
ár og Óttar er nýlega fluttur til
Egilsstaða frá Fáskrúðsfirði.
Þeir Stefán og Óttar eru fyrst
beðnir að lýsa starfsfyrirkomu-
laginu:
„Við erum alltaf að vinna!
Við sinnum daglegum störfum á
heilsugæslunni alla virka daga
vikunnar og síðan skiptumst við
á að vera á vakt á kvöldin og um
helgar bæði vegna útkalla fyrir
heilsugæsluna og á spítalanum
og eru tveir á vakt í senn - annar
á bundinni framvakt (GI) og
hinn á bakvakt (GII).“
Heilsugæslusjúkrahús kalla
þeir Stefán og Óttar sjúkrahúsið
á Egilsstöðum og segja það nýtt
hugtak en á nokkrum stöðum á
landinu háttar þannig til að lítið
sjúkrahús er rekið í tengslum
við heilsugæslustöð. Þar sem
svo háttar til sinna heilsugæslu-
læknarþvíbæði heilsugæslustöð
og viðkomandi sjúkradeild. Þar
eru með öðrum orðum ekki
starfandi aðrir sérfræðingar.
Hvernig gefst þetta fyrirkomu-
lag?
Sjúkraflug í óvissu
„Það reynist nokkuð vel. Hér
hjá okkur er auðvitað mest um
vanda sem tengist gömlu fólki
og langlegusjúklingum en nokk-
uð er alltaf um bráðainnlagnir
sem við sinnum eins og hægt er.
Við þurfum alloft að senda
sjúklinga burtu, ýmist til Nes-
kaupstaðar, Akureyrar eða
Reykjavíkur. Ef nota þarf
sjúkraflug er fljótlegast að
senda sjúklinga til Akureyrar og
það er oftast gert í bráðatilvik-
um en margir vilja þó heldur
fara suður - ekki síst þeir sem
eiga þar ættingja. Hér á Egils-
stöðum er sjúkraflugvél í eigu
Flugfélags Austurlands og flug-
maður býr hér en nú er hann
búinn að ráða sig annað og er
verið að auglýsa eftir nýjum
flugmanni. Sjúkraflugið er því
kannski í nokkurri óvissu í bili.
Hér er líka rekin lítil fæðing-
ardeild og á síðasta ári urðu þær
fleiri en mörg undanfarin ár,
eða 37. Okkur finnst heilmikil
streita fylgja fæðingum en þegar
allt gengur eðlilega og vel fyrir
sig eru þær líka eitt það
skemmtilegasta í faginu,“ segja
þeir félagar. Má segja að örlítill
vísir sé að verkaskiptingu lækn-
anna en annars eru þeir jafnvíg-
ir á það sem gera þarf. Milli 300
og 400 innlagnir eru á ári hverju
á sjúkrahúsið og sinna læknarn-
ir á sjúkrahúsinu þriðjungi
þeirra innlagna sem Héraðs-
búar þarfnast.
I sambandi við sjúkraflug má