Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 305 Fig. 3. Seasonal variation ofburn injuries in Icelandic child- ren admitted to the paediatric department. Other Boiling water Fig. 4. Burn injuries, caused by hot water, in children admitt- ed to the paediatric department. Fig. 5. Causes of burn injuries in children admitted to the paediatric department. í aldursflokknum fimm til níu ára var 51 (17,6%) barn og í elsta aldursflokknum 10-15 ára voru 30 (10,3%) börn (mynd 1). Hlutfallið milli drengja/stúlkna var 1,5 í aldurshópnum níu ára og yngri. í aldurshópnum 10-15 ára var hlutfallið 4,0. Kynjahlutfallið í öllum hópnum var 1,6. Að meðaltali lögðust 20,7 börn inn á barna- deildina á ári vegna brunasára. Síðustu ár rannsóknarinnar fækkaði innlögnunum (mynd 2). Innlagnirnar dreifðust nokkuð jafnt yfir mánuðina en voru þó áberandi flestar í desem- ber (mynd 3). Upplýsingar fengust um hvenær dagsins slysið átti sér stað hjá 171 barni og reyndust slysin algengust í kringum hádegis- og kvöldverðartíma. Algengasti brunavaldurinn eða 45,2% (131 barn) var heitt vatn og voru þau slys flest eða 15,2% (44 börn) vegna baðvatns, þá vegna sjóðandi vatns 10,7% (31 barn) sem börnin helltu yfir sig úr pottum sem standa á eldavél- arhellum eða flátum sem sjóðandi vatni hafði verið hellt í. Mörg slysin verða vegna þess að börnin velta um koll eða detta ofan í fötur með heitu hreingerningarvatni, 7,2% (21 barn) (mynd 4). Næst algengasti brunavaldurinn voru aðrir heitir vökvar 26,9% (78 börn). Þess- ir vökvar eru kaffi, te og kakódrykkir 19,3% (56 börn) og heitir grautar 4,5% (13 börn) sem börnin hvolfa yfir sig. Þriðji algengasti bruna- valdurinn var eldur 12,4% (36 börn) og voru elstu börnin fórnarlömb þeirra slysa. Algeng- ast var að saman færi fikt með eld og bensín 5,2% (15 börn). Flugeldar og púðursprengjur voru brunavaldar elstu barnanna og orsökuðu 5,5% (16 börn) brunaslysanna Snertibrunar voru 5,2% (15 börn) og voru þeir algengastir hjá yngsta aldurflokknum (mynd 5). Einungis eitt barn brenndist af völdum rafmagns. Langflest slysin áttu sér stað inni á eða við heimilin eða 81,4% (236 börn). Útbreiðsla brunasáranna náði yfir minna en 10% líkams- yfirborðs hjá 72,4% eða 210 börnum og í 14,5% tilfella (42 börn) náðu sárin yfir 10-19% lík- amsyfirborðs, í 5,2% tilfella (15 börn) yfir 20% líkamsyfirborðs og yfir 30% hjá 2,4% eða sjö börnum. Ekki var getið um útbreiðslu bruna- sáranna hjá 23 börnum (7,9%). Dýpt brunasáranna skiptist þannig að 16,8% barnanna voru með þriðju gráðu, 77% með annarrar gráðu og 6,2% með fyrstu gráðu brunasár. Meðallegutíminn var 12 dagar (mið- gildið átta dagar, 1-100). Meira en helmingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.