Læknablaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 42
318
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Umræða og fréttir
Skipulag og stefna
Læknafélags íslands í heilbrigðismálum
Frá læknaþingi 18. og 19. apríl
Heimilislæknar á læknaþingi. Frá vinstri: Ómar Ragnarsson, Vil-
hjálmur Ari Arason, Eyjólfur Haraldsson, Þórir Björn Kolbeinsson
og Katrín Fjeldsted formaður FÍH. Ljósm.: Lbl.
í vetur hefur farið fram víð-
tæk, skipulögð umræða innan
læknasamtakanna um stefnu-
mótun í heilbrigðismálum. Er
það í samræmi viö samþykkt
síðasta aðalfundar þar sem taliö
var afar brýnt aö læknar komi
sér saman um stefnu í heilbrigð-
ismálum. Vissulega hafa lækna-
samtökin mótað sér stefnu í
ýmsum máium, bæði hinum
stærri og víðtækari sem afstöðu
til einstakra þátta er varða hcil-
brigðiskerfiö. Stjórn LÍ skipaði
sérstakan starfshóp til að vinna
að framgangi málsins. Formað-
ur nefndarinnar er Pálmi V.
Jónsson, auk hans voru kvödd
til Árni Jón Geirsson, Ásniund-
ur Jónasson, Lúövík Ólafsson,
Ólafur Már Björnsson, Páll
Torfi Önundarson, Sigurður
Björnsson, Sigurður Ólafsson,
Steingerður Anna Gunnarsdótt-
ir, Sverrir Bergmann og Vil-
hjálmur Ari Arason.
Nefndin setti á laggirnar níu
starfshópa, þannig að alls hafa
um 70 félagsmenn tekið beinan
þátt í undirbúningsvinnu
stefnumótunar. Hér er því ekki
um að ræða afstöðu örfárra ein-
staklinga. Hóparnir hafa starf-
að reglubundið í vetur og voru
eftirtaldir efnisþættir teknir til
meðferðar:
* Hlutverk læknisins.
* Læknar sem stjórnendur.
* Rannsóknir og kennsla.
* Siðfræðiogréttindisjúklinga.
* Launaþróun, nýliðun og
starfslok.
* Forgangsröðun.
* Upplýsingar og gæðaþróun.
* Rekstrarform og fjármögn-
un.
* Þróun læknisþjónustu í dreif-
býli og þéttbýli.
Afrakstur þessarar miklu
vinnu var kynntur á læknaþingi
dagana 18. og 19. apríl. Full-
trúar starfshópanna gerðu grein
fyrir markmiðum, leiðum og
helstu niðurstöðum. Fimmtíu til
60 manns sóttu þingið hvorn
dag og tóku virkan þátt í um-
ræðum.
Pálmi V. Jónsson setti þingið
og lýsti meginviðfangsefnum
sem tekin voru til umfjöllunar.